Mikil framleiðslugeta ástæða lítillar fjárfestingar Hafsteinn Hauksson skrifar 20. desember 2011 22:15 „Það er mikið rætt um að engin fjárfesting sé að eiga sér stað," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, í nýjasta þætti Klinksins. „Atvinnuvegafjárfesting á fyrstu þremur fjórðungum ársins er að vaxa um 13 prósent frá fyrra ári. Ef við tökum í burt stóriðju, skip og flugvélar og horfum á kjarnaatvinnuvegafjárfestingu, þá er hún að vaxa um rúmleg 9 prósent á tímabilinu. Það er engin leið að segja að hér sé enginn bati eða að hann sé eingöngu drifinn af einkaneyslu - það stenst ekki." Þrátt fyrir þetta hafa bankastjórar stóru bankanna kvartað undan því að ekkert gangi að koma peningum í útlán, þrátt fyrir að raunvextir á lánum séu lágir á Íslandi. „Ein mikilvæg ástæða fyrir því að fjárfestingarviðbrögð fyrirtækja við aukinni einkaneyslu verða líklegast ekki sterk hér er sú að fyrir fjármálakreppuna var gríðarleg fjárfesting. Það er núna til staðar gríðarleg framleiðslugeta. Fyrirtækin eiga tiltölulega auðvelt með að mæta þessari eftirspurn án þess að fara út í viðbótarfjárfestingu," segir Þórarinn. Hann bætir við óvissu um efnahagsreikninga bæði fyrirtækja og fjármálafyrirtækja, skuldsetningu fyrirtækja og óvissu í efnahagslífinu, en allt sé þetta til þess fallið að draga úr vilja fyrirtækja til að fjárfesta. „Við erum samt að sjá hluti gerast, það er smám saman að rofa til í þessum málum." Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
„Það er mikið rætt um að engin fjárfesting sé að eiga sér stað," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, í nýjasta þætti Klinksins. „Atvinnuvegafjárfesting á fyrstu þremur fjórðungum ársins er að vaxa um 13 prósent frá fyrra ári. Ef við tökum í burt stóriðju, skip og flugvélar og horfum á kjarnaatvinnuvegafjárfestingu, þá er hún að vaxa um rúmleg 9 prósent á tímabilinu. Það er engin leið að segja að hér sé enginn bati eða að hann sé eingöngu drifinn af einkaneyslu - það stenst ekki." Þrátt fyrir þetta hafa bankastjórar stóru bankanna kvartað undan því að ekkert gangi að koma peningum í útlán, þrátt fyrir að raunvextir á lánum séu lágir á Íslandi. „Ein mikilvæg ástæða fyrir því að fjárfestingarviðbrögð fyrirtækja við aukinni einkaneyslu verða líklegast ekki sterk hér er sú að fyrir fjármálakreppuna var gríðarleg fjárfesting. Það er núna til staðar gríðarleg framleiðslugeta. Fyrirtækin eiga tiltölulega auðvelt með að mæta þessari eftirspurn án þess að fara út í viðbótarfjárfestingu," segir Þórarinn. Hann bætir við óvissu um efnahagsreikninga bæði fyrirtækja og fjármálafyrirtækja, skuldsetningu fyrirtækja og óvissu í efnahagslífinu, en allt sé þetta til þess fallið að draga úr vilja fyrirtækja til að fjárfesta. „Við erum samt að sjá hluti gerast, það er smám saman að rofa til í þessum málum." Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira