Ekki froða heldur eðlilegur gangur hagsveiflunnar Hafsteinn Hauksson skrifar 20. desember 2011 20:30 „Það er rétt að það eru tímabundnir þættir að styðja við einkaneysluna, en það er akkúrat það sem við viljum," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans um nýjustu hagvaxtartölur, en hagvöxtur fyrstu níu mánuði ársins mældist 3,7 prósent. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í þarsíðustu viku að um ósjálfbæran hagvöxt væri að ræða þar sem hann væri drifinn áfram af einkaneyslu sem fjármögnuð væri með úttekt séreignarsparnaðar og ýmissi innspýtingu ríkisins. Þórarinn segir hins vegar að þegar ríki fari í gegnum samdrátt skipti mestu að koma efnahagslífinu af stað. „Þá beitum við ríkisfjármálaaðgerðum og peningastefnunni til að fá fólk til að draga úr sparnaði og auka einkaneyslu. Hin hefðbundna hagsveifla gengur þannig fyrir sig að fyrst byrjar einkaneyslan að vaxa, þá fer smám saman að myndast þörf hjá fyrirtækjum til að auka framleiðslugetuna til að mæta eftirspurninni og þá fer fjárfestingin af stað. Þetta er hinn hefðbundni gangur hagsveiflunnar," segir Þórarinn. Þetta sé það sem nú er að gerast á Íslandi og smám saman þurfi því að draga úr opinberum stuðningsaðgerðum á borð við lága raunvexti. Þórarinn segir umræðuna hér á landi sérstaka, því í öðrum löndum hafi seðlabankastjórar og aðrir hafi áhyggjur af því þveröfuga. „Þar er verið að fara út í ýmsar aðgerðir svipaðar og hér, til dæmis í peningastefnunni og ríkisfjármálum, til þess að fá heimili til að byrja að eyða peningum, til að koma hjólunum af stað. Hér er þetta að gerast með þessum hætti. Það er erfitt að skilja af hverju þetta er orðið áhyggjuefni hér á landi." Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
„Það er rétt að það eru tímabundnir þættir að styðja við einkaneysluna, en það er akkúrat það sem við viljum," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans um nýjustu hagvaxtartölur, en hagvöxtur fyrstu níu mánuði ársins mældist 3,7 prósent. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í þarsíðustu viku að um ósjálfbæran hagvöxt væri að ræða þar sem hann væri drifinn áfram af einkaneyslu sem fjármögnuð væri með úttekt séreignarsparnaðar og ýmissi innspýtingu ríkisins. Þórarinn segir hins vegar að þegar ríki fari í gegnum samdrátt skipti mestu að koma efnahagslífinu af stað. „Þá beitum við ríkisfjármálaaðgerðum og peningastefnunni til að fá fólk til að draga úr sparnaði og auka einkaneyslu. Hin hefðbundna hagsveifla gengur þannig fyrir sig að fyrst byrjar einkaneyslan að vaxa, þá fer smám saman að myndast þörf hjá fyrirtækjum til að auka framleiðslugetuna til að mæta eftirspurninni og þá fer fjárfestingin af stað. Þetta er hinn hefðbundni gangur hagsveiflunnar," segir Þórarinn. Þetta sé það sem nú er að gerast á Íslandi og smám saman þurfi því að draga úr opinberum stuðningsaðgerðum á borð við lága raunvexti. Þórarinn segir umræðuna hér á landi sérstaka, því í öðrum löndum hafi seðlabankastjórar og aðrir hafi áhyggjur af því þveröfuga. „Þar er verið að fara út í ýmsar aðgerðir svipaðar og hér, til dæmis í peningastefnunni og ríkisfjármálum, til þess að fá heimili til að byrja að eyða peningum, til að koma hjólunum af stað. Hér er þetta að gerast með þessum hætti. Það er erfitt að skilja af hverju þetta er orðið áhyggjuefni hér á landi." Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira