Handbolti

Reynir Þór: Þarf mikinn andlegan styrk til að klára svona leiki

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Reynir Þór Reynisson.
Reynir Þór Reynisson.
Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, var niðurlútur eftir að liðsmenn hans féllu úr leik í undanúrslitum Eimskipsbikarsins eftir 33-31 tap fyrir Val í framlengdum leik að Hlíðarenda í dag.

„Þetta er mikið svekkelsi, sérstaklega þar sem leikurinn var jafn og við yfir nánast allan leikinn. Valsmenn voru sterkari en við í framlengingunni og náðu upp miklu forskoti sem við náðum ekki að brúa. Við nýttum okkur illa liðsmuninn og það gekk lítið upp hjá okkur. Það þarf mikinn andlegan styrk til að klára svona leiki og þeir voru einfaldlega sterkari en við," sagði Reynir Þór.

Fram leiddi leikinn nánast allan leikinn og náðu mest í þriggja marka forystu um miðjan síðari hálfleik. Á lokamínútunum venjulegs leiktíma náðu Valsmenn að snúa leiknum sér í hag en Fram knúði fram framlengingu með að jafna leikinn í 25-25 þegar skammt var eftir.

„Þetta var ekta bikarleikur og það getur allt gerst í svona leikjum. Valur er með mun betra lið en staðan í deildinni segir til um. Nú er þessi keppni búin hjá okkur og verkefnið hjá okkur þjálfurunum er að rífa liðið upp eftir þessi vonbrigði."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×