Jafnrétti í raun.... Sigurður Magnússon skrifar 5. febrúar 2011 06:00 Á Íslandi ríkir jafnrétti. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt, lög um launajöfnuð kvenna og karla kveða á um það. Þetta köllum við formlegt jafnrétti. En teygir það anga sína inn í nærumhverfi okkar, heimilið, skólann, vinnustaðinn? Í nýútkominni skýrslu frá norrænu ráðherranefndinni kemur fram að þrátt fyrir aukna þátttöku kvenna á vinnumarkaði hér á landi væri meginábyrgðin á heimilisstörfum og líðan stórfjölskyldunnar almennt enn á herðum kvenna. Konur eru því almennt undir miklu álagi varðandi samhæfingu fjölskyldu og atvinnulífs. Dæmi voru um að íslenskar konur sem tóku þátt í rýnihópum í skýrslunni hafi einnig borið ábyrgð á öldruðum foreldrum og jafnvel verið beðnar um að aðstoða einhleypa bræður sína við heimilisþrif. Annað dæmi var um einstæða móður sem fékk ekki vinnu vegna þess að hún átti ekki foreldra álífi né systur sem gæti hlaupið undir bagga með henni í veikindum barnsins. Hún átti hinsvegar tvo bræður, en það virtist einu gilda í þessu sambandi. Á vinnumarkaði virðist viðvarandi launamunur og ríkjandi viðhorf atvinnurekanda viðhalda hefðbundnum staðalmyndum kynjanna, samkvæmt skýrslunni. Það hefði síðan áhrif á stöðu kvenna inni á heimilunum þar sem karla þættu ómissandi starfskraftur í fyrirtækjunum og vinnan gengi því fyrir fjölskylduábyrgð. Forsenda jafnréttis á vinnumarkaði hlýtur því að vera sameiginleg ábyrgð foreldra á ummönnun barna og jöfn þátttaka í rekstri heimilisins. Ein skýrasta birtingarmynd þess hve litið er upp til feðraveldisins í þessu sambandi er hvernig samfélagið hefur talað upp karlanna t.d. hvað varðar fæðingarorlofið, á sama tíma og konur eru talaðar niður þegar kemur að jöfnum rétti kynjanna. Körlum er hrósað fyrir aukna þátttöku í fjölskyldulífi og ummönnun barna sinna á meðan konum er legið á hálsi að nýta ekki allt fæðingarorlof eða fara of fljótt aftur út á vinnumarkaðinn. Enn og aftur græða karlar á umræðunni um jafnréttismál, sem á að vera hagsmunamál beggja kynja. Auka þarf hlut karla inni á heimilum - og hlut kvenna utan þeirra, báðum í hag. Þegar við lítum á stjórnsýsluna blasir við okkur misréttið hvert sem litið er. Konur eru í miklum minnihluta í áhrifastöðum og hlutfall kvenna í nefndum og ráðum er í flestum tilfellum lægra en hlutfall karla, þrátt fyrir endurskoðun jafnstöðulaganna frá 2008. Þetta á líka við í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka. Samt eru konur helmingur þjóðarinnar. Þegar þessir þættir eru skoðaðir í heild hlýtur spurningin að vakna. Er jafnréttið mikið í raun? +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi ríkir jafnrétti. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt, lög um launajöfnuð kvenna og karla kveða á um það. Þetta köllum við formlegt jafnrétti. En teygir það anga sína inn í nærumhverfi okkar, heimilið, skólann, vinnustaðinn? Í nýútkominni skýrslu frá norrænu ráðherranefndinni kemur fram að þrátt fyrir aukna þátttöku kvenna á vinnumarkaði hér á landi væri meginábyrgðin á heimilisstörfum og líðan stórfjölskyldunnar almennt enn á herðum kvenna. Konur eru því almennt undir miklu álagi varðandi samhæfingu fjölskyldu og atvinnulífs. Dæmi voru um að íslenskar konur sem tóku þátt í rýnihópum í skýrslunni hafi einnig borið ábyrgð á öldruðum foreldrum og jafnvel verið beðnar um að aðstoða einhleypa bræður sína við heimilisþrif. Annað dæmi var um einstæða móður sem fékk ekki vinnu vegna þess að hún átti ekki foreldra álífi né systur sem gæti hlaupið undir bagga með henni í veikindum barnsins. Hún átti hinsvegar tvo bræður, en það virtist einu gilda í þessu sambandi. Á vinnumarkaði virðist viðvarandi launamunur og ríkjandi viðhorf atvinnurekanda viðhalda hefðbundnum staðalmyndum kynjanna, samkvæmt skýrslunni. Það hefði síðan áhrif á stöðu kvenna inni á heimilunum þar sem karla þættu ómissandi starfskraftur í fyrirtækjunum og vinnan gengi því fyrir fjölskylduábyrgð. Forsenda jafnréttis á vinnumarkaði hlýtur því að vera sameiginleg ábyrgð foreldra á ummönnun barna og jöfn þátttaka í rekstri heimilisins. Ein skýrasta birtingarmynd þess hve litið er upp til feðraveldisins í þessu sambandi er hvernig samfélagið hefur talað upp karlanna t.d. hvað varðar fæðingarorlofið, á sama tíma og konur eru talaðar niður þegar kemur að jöfnum rétti kynjanna. Körlum er hrósað fyrir aukna þátttöku í fjölskyldulífi og ummönnun barna sinna á meðan konum er legið á hálsi að nýta ekki allt fæðingarorlof eða fara of fljótt aftur út á vinnumarkaðinn. Enn og aftur græða karlar á umræðunni um jafnréttismál, sem á að vera hagsmunamál beggja kynja. Auka þarf hlut karla inni á heimilum - og hlut kvenna utan þeirra, báðum í hag. Þegar við lítum á stjórnsýsluna blasir við okkur misréttið hvert sem litið er. Konur eru í miklum minnihluta í áhrifastöðum og hlutfall kvenna í nefndum og ráðum er í flestum tilfellum lægra en hlutfall karla, þrátt fyrir endurskoðun jafnstöðulaganna frá 2008. Þetta á líka við í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka. Samt eru konur helmingur þjóðarinnar. Þegar þessir þættir eru skoðaðir í heild hlýtur spurningin að vakna. Er jafnréttið mikið í raun? +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun