Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson, Gunnar Tryggvason og Pétur Ólafsson skrifa 13. nóvember 2024 09:31 Komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir hefur fjölgað töluvert á umliðnum árum. Þeim vexti hefur fylgt áskoranir fyrir samfélögin sem þessum skipum þjóna en jafnframt tækifæri fyrir hafnir og ferðaþjónustufyrirtæki. Örlítill samdráttur virðist hafa verið á þessu ári og útlit fyrir að sama verði upp á teningnum á því næsta. Við þessar aðstæður ætla stjórnvöld nú að kalla fram mikla óvissu í greininni með tveimur skyndilegum breytingum á skattaumhverfi hennar. Höfundar þessarar greinar telja að vanda verði betur til við slíkar ákvarðanir og skora á Alþingi að fresta þeim áformum á meðan líkleg áhrif þeirra verði metin. Hafnir landsins eru í þann mund eða hafa þegar tekið ákvarðanir um stórar fjárfestingar sem ætlað er að þjónusta þessum geira, en mögulegt er að með þessum breytingum verði forsendur fyrir þeim ákvörðunum snúið á hvolf. Áskoranirnar sem skemmtiferðaskipum fylgja eru ýmiskonar, bæði varðandi áhrif þeirra á umhverfið og skattalega umgjörð og eðlilegt að gerðar séu auknar kröfur til þeirra vegna beggja þátta. Hins vegur hefur fyrrgreind aukning í komu skemmtiferðaskipa nokkra kosti sem vert er að hafa í huga: Í fyrsta lagi dreifa skemmtiferðaskip ferðamönnum betur um landið en aðrar greinar ferðaþjónustunnar. Þannig hafa bæjir og þorp fjarri SV-horni landsins notið góðs af komu þessara skipa. Í öðru lagi felst ákveðin áhættudreifing fyrir ferðaþjónustuna að hafa tekjur af þessari grein sem lítur öðrum lögmálum en ferðamenn sem koma með flugi. Að jafnaði bóka skipin komu sína með 4ra ára fyrirvara og því er fyrirsjánleikinn töluverður. Yfir 85% ferðamanna sem heimsækja Ísland koma um Keflavíkurflugvöll, flestir hinna með ferju til Seyðisfjarðar eða skemmtiferðaskipum. Einhverjum gæti þótt það of lítil áhættudreifing. Í þriðja lagi gista farþegar skemmtiferðaskipa um borð í skipinu á meðan viðkomu stendur og eru því ekki í samkeppni við almenning um húsnæði, en húsnæðisvandinn virðist vera eitt helsta viðfangsefni stjórnmálanna nú um stundir. Í fjórða lagi hefur losun frá ferjum og skemmtiferðaskipum verið felld undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (s.k. ETS-kerfi). Það þýðir að skipafélögin verða að vera sér úti um losunarkvóta hyggist þau sigla innan efnahagslögsögu ESB og EES ríkja. Ferðamaður sem kemur til Íslands með ferju eða skemmtiferðaskipi veldur því ekki aukningu í losun. Það gerir hann hins vegar komi hann fljúgandi því flug til og frá Íslandi hefur fengið undanþágu frá þessari innleiðingu. Eðlilegt er að hið opinbera horfi til þess að hámarka opinberar tekjur af komum skemmtiferðaskipa til landsins. Ólíklegt verður að teljast að þessi aðgerð leiði til þess, og hugsanlegt að hún leiði til hins gagnstæða og þar með aukinnar þarfar á annarri tekjuöflun hins opinbera eða niðurskurð útgjalda. Höfundar eru: Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnafjarðarhafnar og formaður Hafnasambands Íslands Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir hefur fjölgað töluvert á umliðnum árum. Þeim vexti hefur fylgt áskoranir fyrir samfélögin sem þessum skipum þjóna en jafnframt tækifæri fyrir hafnir og ferðaþjónustufyrirtæki. Örlítill samdráttur virðist hafa verið á þessu ári og útlit fyrir að sama verði upp á teningnum á því næsta. Við þessar aðstæður ætla stjórnvöld nú að kalla fram mikla óvissu í greininni með tveimur skyndilegum breytingum á skattaumhverfi hennar. Höfundar þessarar greinar telja að vanda verði betur til við slíkar ákvarðanir og skora á Alþingi að fresta þeim áformum á meðan líkleg áhrif þeirra verði metin. Hafnir landsins eru í þann mund eða hafa þegar tekið ákvarðanir um stórar fjárfestingar sem ætlað er að þjónusta þessum geira, en mögulegt er að með þessum breytingum verði forsendur fyrir þeim ákvörðunum snúið á hvolf. Áskoranirnar sem skemmtiferðaskipum fylgja eru ýmiskonar, bæði varðandi áhrif þeirra á umhverfið og skattalega umgjörð og eðlilegt að gerðar séu auknar kröfur til þeirra vegna beggja þátta. Hins vegur hefur fyrrgreind aukning í komu skemmtiferðaskipa nokkra kosti sem vert er að hafa í huga: Í fyrsta lagi dreifa skemmtiferðaskip ferðamönnum betur um landið en aðrar greinar ferðaþjónustunnar. Þannig hafa bæjir og þorp fjarri SV-horni landsins notið góðs af komu þessara skipa. Í öðru lagi felst ákveðin áhættudreifing fyrir ferðaþjónustuna að hafa tekjur af þessari grein sem lítur öðrum lögmálum en ferðamenn sem koma með flugi. Að jafnaði bóka skipin komu sína með 4ra ára fyrirvara og því er fyrirsjánleikinn töluverður. Yfir 85% ferðamanna sem heimsækja Ísland koma um Keflavíkurflugvöll, flestir hinna með ferju til Seyðisfjarðar eða skemmtiferðaskipum. Einhverjum gæti þótt það of lítil áhættudreifing. Í þriðja lagi gista farþegar skemmtiferðaskipa um borð í skipinu á meðan viðkomu stendur og eru því ekki í samkeppni við almenning um húsnæði, en húsnæðisvandinn virðist vera eitt helsta viðfangsefni stjórnmálanna nú um stundir. Í fjórða lagi hefur losun frá ferjum og skemmtiferðaskipum verið felld undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (s.k. ETS-kerfi). Það þýðir að skipafélögin verða að vera sér úti um losunarkvóta hyggist þau sigla innan efnahagslögsögu ESB og EES ríkja. Ferðamaður sem kemur til Íslands með ferju eða skemmtiferðaskipi veldur því ekki aukningu í losun. Það gerir hann hins vegar komi hann fljúgandi því flug til og frá Íslandi hefur fengið undanþágu frá þessari innleiðingu. Eðlilegt er að hið opinbera horfi til þess að hámarka opinberar tekjur af komum skemmtiferðaskipa til landsins. Ólíklegt verður að teljast að þessi aðgerð leiði til þess, og hugsanlegt að hún leiði til hins gagnstæða og þar með aukinnar þarfar á annarri tekjuöflun hins opinbera eða niðurskurð útgjalda. Höfundar eru: Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnafjarðarhafnar og formaður Hafnasambands Íslands Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar