Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar 13. nóvember 2024 12:45 Öflugt íþrótta og æskulýðsstarf byggir á félagslegu réttlæti og jöfnuði. Markmiðið er að öll börn fái að njóta þeirra jákvæðu áhrifa sem fylgja þátttöku í íþróttum og æskulýðsstarfi, þar sem þau fá tækifæri til að þroskast í öruggu umhverfi, óháð hæfni, uppruna, kyni eða fötlun, hvort sem þau stefna á afreksíþróttir eða ekki.Íþróttir snúast ekki aðeins um keppni heldur um að efla félagsþroska, sjálfstraust og samstöðu hjá börnum og ungmennum. Með jöfnum tækifærum til þátttöku í íþróttum stuðlum við að betri lýðheilsu, sterkari sjálfsmynd og aukinni seiglu meðal komandi kynslóða. Verkefni eins og „Allir með“ eru mikilvæg í þessu samhengi, þar sem aðeins 4% fatlaðra barna stunda nú íþróttir. Verkefnið veitir íþróttafélögum stuðning til að skapa umhverfi þar sem þau fá að æfa með jafningjum sínum. Til þess að tryggja þetta allt þarf að selja mjög mikið af klósettpappír! Sjálfboðaliðar, peningar og fjármögnun Þrátt fyrir að íþróttaiðkenndur og sjálfboðaliðar standi í ströngu við að selja klósettpappír í brettavís, er það langt frá því að duga til að halda úti almennu íþróttastarfi. Þúsundir sjálfboðaliða leggja fram krafta sína af heilum hug og stuðla þannig að tækifærum fyrir ungt fólk um allt land til þess að taka þátt í íþróttastarfi.Á hverju ári þarf samt að hagræða í rekstrinum, enda er rekstur íþróttafélaga á Íslandi krefjandi og byggir að miklu leyti á sjálfboðavinnu og fjáröflunum. Kröfur samfélagsins eru líka mun meiri en þær voru, það kostar peninga. Flest íþróttafélög reiða sig á félagsgjöld, styrki frá sveitarfélögum og ýmis konar söfnunarverkefni til að standa undir kostnaði við æfingaaðstöðu og búnað, þjálfaralaun og viðhaldi innviða. Álagið á sjálfboðaliða er mikið, þar sem aðkoma þeirra er nauðsynleg til að viðhalda öflugu íþróttastarfi. Mikil þörf er á auknu fjármagni til að tryggja bestu mögulegu íþróttaaðstöðu fyrir börn og ungmenni um allt land. Það er þörf á nýju fjármögnunar-módeli. Ef hið opinbera veitir íþróttafélögum frekari styrki geta þau náð markmiðum sínum, bætt kjör þjálfara og dregið úr æfingagjöldum, sem nýtist þeim börnum sem koma frá tekjuminni heimilum. Þá gætu félögin stutt við íþróttir fyrir fötluð börn og ungmenni, skipt jafnt á milli karla og kvennaflokka, unnið að afreksdeildum og staðið við lýðheilsumarkmið. Hlutverk sjálfboðaliða yrði áfram mikilvægt fyrir félagsandann en aukinn stuðningur myndi draga úr fjáröflunarþörf og minnka álagið á sjálfboðaliðum. ÍSÍ og sérgreinasamböndin myndu halda áfram að stýra faglegri uppbyggingu, setja gæðaviðmið og tryggja að opinberir styrkir renni til verkefna sem efla lýðheilsu og jafnræði. Með þessum stuðningi yrðu jöfn tækifæri tryggð fyrir öll aldursstig til að njóta íþróttastarfs. Aðstöðuleysi og þjóðarhöll Þetta má ekki skilja sem svo að ég sé á móti fjáröflunum, þvert á móti þá eru þær göfugar, uppbyggilegar og mótandi fyrir samstöðu og hinn eftirsóknarverða ungmennafélagsanda það sem eftir er ævinnar. En það þarf eitthvað meira að koma til, við þurfum stefnu fyrir íþróttir til langtíma sem tryggir jöfn tækifæri til þátttöku og árangurs, eftir því hvað fólk kýs. Á íslandi erum við svo heppin að eiga fjölda afreksfólks í íþróttum þrátt fyrir að eiga ekki afgerandi stefnu fyrir afreksfólk. Það er gríðarlega mikilvægt að við eigum slíkar fyrirmyndir sem náð hafa svo langt, oft þrátt fyrir aðstöðuleysi. Það er langt í land, við þurfum að byrja á því að byggja upp aðstöðu fyrir æfingar og keppni sem standast skoðun, ný þjóðarhöll er varða á þeirri leið. Við þurfum að byggja upp fjárhagslegan stuðning til að byggja undir árangursrík íþróttastarf til langtíma. Enn sem komið er, er ekki útlit fyrir annað en að við þurfum þjóðarátak í sölu á klósettpappír. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG i Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Bjarki Hjörleifsson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt íþrótta og æskulýðsstarf byggir á félagslegu réttlæti og jöfnuði. Markmiðið er að öll börn fái að njóta þeirra jákvæðu áhrifa sem fylgja þátttöku í íþróttum og æskulýðsstarfi, þar sem þau fá tækifæri til að þroskast í öruggu umhverfi, óháð hæfni, uppruna, kyni eða fötlun, hvort sem þau stefna á afreksíþróttir eða ekki.Íþróttir snúast ekki aðeins um keppni heldur um að efla félagsþroska, sjálfstraust og samstöðu hjá börnum og ungmennum. Með jöfnum tækifærum til þátttöku í íþróttum stuðlum við að betri lýðheilsu, sterkari sjálfsmynd og aukinni seiglu meðal komandi kynslóða. Verkefni eins og „Allir með“ eru mikilvæg í þessu samhengi, þar sem aðeins 4% fatlaðra barna stunda nú íþróttir. Verkefnið veitir íþróttafélögum stuðning til að skapa umhverfi þar sem þau fá að æfa með jafningjum sínum. Til þess að tryggja þetta allt þarf að selja mjög mikið af klósettpappír! Sjálfboðaliðar, peningar og fjármögnun Þrátt fyrir að íþróttaiðkenndur og sjálfboðaliðar standi í ströngu við að selja klósettpappír í brettavís, er það langt frá því að duga til að halda úti almennu íþróttastarfi. Þúsundir sjálfboðaliða leggja fram krafta sína af heilum hug og stuðla þannig að tækifærum fyrir ungt fólk um allt land til þess að taka þátt í íþróttastarfi.Á hverju ári þarf samt að hagræða í rekstrinum, enda er rekstur íþróttafélaga á Íslandi krefjandi og byggir að miklu leyti á sjálfboðavinnu og fjáröflunum. Kröfur samfélagsins eru líka mun meiri en þær voru, það kostar peninga. Flest íþróttafélög reiða sig á félagsgjöld, styrki frá sveitarfélögum og ýmis konar söfnunarverkefni til að standa undir kostnaði við æfingaaðstöðu og búnað, þjálfaralaun og viðhaldi innviða. Álagið á sjálfboðaliða er mikið, þar sem aðkoma þeirra er nauðsynleg til að viðhalda öflugu íþróttastarfi. Mikil þörf er á auknu fjármagni til að tryggja bestu mögulegu íþróttaaðstöðu fyrir börn og ungmenni um allt land. Það er þörf á nýju fjármögnunar-módeli. Ef hið opinbera veitir íþróttafélögum frekari styrki geta þau náð markmiðum sínum, bætt kjör þjálfara og dregið úr æfingagjöldum, sem nýtist þeim börnum sem koma frá tekjuminni heimilum. Þá gætu félögin stutt við íþróttir fyrir fötluð börn og ungmenni, skipt jafnt á milli karla og kvennaflokka, unnið að afreksdeildum og staðið við lýðheilsumarkmið. Hlutverk sjálfboðaliða yrði áfram mikilvægt fyrir félagsandann en aukinn stuðningur myndi draga úr fjáröflunarþörf og minnka álagið á sjálfboðaliðum. ÍSÍ og sérgreinasamböndin myndu halda áfram að stýra faglegri uppbyggingu, setja gæðaviðmið og tryggja að opinberir styrkir renni til verkefna sem efla lýðheilsu og jafnræði. Með þessum stuðningi yrðu jöfn tækifæri tryggð fyrir öll aldursstig til að njóta íþróttastarfs. Aðstöðuleysi og þjóðarhöll Þetta má ekki skilja sem svo að ég sé á móti fjáröflunum, þvert á móti þá eru þær göfugar, uppbyggilegar og mótandi fyrir samstöðu og hinn eftirsóknarverða ungmennafélagsanda það sem eftir er ævinnar. En það þarf eitthvað meira að koma til, við þurfum stefnu fyrir íþróttir til langtíma sem tryggir jöfn tækifæri til þátttöku og árangurs, eftir því hvað fólk kýs. Á íslandi erum við svo heppin að eiga fjölda afreksfólks í íþróttum þrátt fyrir að eiga ekki afgerandi stefnu fyrir afreksfólk. Það er gríðarlega mikilvægt að við eigum slíkar fyrirmyndir sem náð hafa svo langt, oft þrátt fyrir aðstöðuleysi. Það er langt í land, við þurfum að byrja á því að byggja upp aðstöðu fyrir æfingar og keppni sem standast skoðun, ný þjóðarhöll er varða á þeirri leið. Við þurfum að byggja upp fjárhagslegan stuðning til að byggja undir árangursrík íþróttastarf til langtíma. Enn sem komið er, er ekki útlit fyrir annað en að við þurfum þjóðarátak í sölu á klósettpappír. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG i Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar