Fær stærstu gjöf lífsins 1. nóvember 2011 00:01 Kjartan segist stundum kaupa fallega jólahönnun þegar hún dettur upp í hendurnar á honum. Fréttablaðið/Valli Kjartan Sturluson á alls kyns fallegt skraut á jólatréð sitt. Þessi fagurkeri er líka um það bil að upplifa stórkostlegu jól lífs síns og mestu gjöfina fær hann sennilega rétt fyrir jól. „Jólatré eiga að þróast eins og annað í tilverunni. Auðvitað er hægt að kaupa fullt af rauðum jólakúlum og setja á tréð, eða breyta reglulega um stíl á jólatrénu, en mér finnst það ekki alveg það sama. Á mínu tré er ólíkt jólaskraut hvert úr sinni áttinni en þegar búið er að hengja það á tréð verður úr heild sem hefur þróast í tímans rás og dafnar með hverjum hlut sem er ávallt vandlega valinn," segir Kjartan Sturluson, eigandi birkiland.is sem selur hönnun yfir fjörutíu íslenskra hönnuða en hefur enn ekki farið út í að versla með íslenskt jólaskraut. „Ég er ekki meira jólabarn en hver annar en hef reglulega gaman af jólunum og alltaf haft gaman af fallegu dóti; þar með jólaskrauti. Hins vegar leita ég slíkt ekki uppi en á svona samtíning af gömlu skrauti frá ömmum og öfum, móður minni og systur, enda smekkmanneskjur í fjölskyldunni langt aftur í ættir," segir Kjartan glaðbeittur. „Það er saga á bak við hvern hlut á trénu og svo koma ættingjarnir og spinnast umræður um hvað er hvaðan komið og hver gaf mér hvað, en þannig getur jólaskraut orðið ansi skemmtilegur ísbrjótur í samræðum," segir Kjartan, sem af nýrra skrauti heldur mest upp á Kærleikskúlur Gjörningaklúbbsins og Eggerts Péturssonar, sem og útskorið jólaskraut Himneskra herskara. „Mér finnst jólaskraut íslenskra hönnuða upp til hópa mjög flott og ekki spillir fyrir að geta lagt góðu málefni lið í sönnum jólaanda, eins og með Kærleikskúlunum þar sem ágóði rennur til fatlaðra barna og ungmenna," segir Kjartan, sem kýs hvarvetna fegurð og frið á jólum. „Jólatréð er miðdepill heimilis á jólum og þarf að ljóma af stemmningu og fegurð. Ég sé fyrir mér orðinn sjötugur að börnin taki við gömlu og fallegu jólaskrauti sem geyma minningar um þá sem áttu það áður og líka þá sem munu eiga það áfram," segir Kjartan, sem í lok aðventunnar móttekur stærstu gjöf lífsins. „Við unnusta mín eigum von á okkar fyrsta barni saman og því ríkir dásamleg gleði og tilhlökkun yfir jólabarni í jólaljósunum heima."- þlg Verkið Hringur í Kærleikskúlunni 2007 eftir Eggert Pétursson, en árlega ljá íslenskir listamenn Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra lið við hönnun þessa fallega söfnunargrips sem nota má á jólatré eða hengja upp hvar sem er á heimilinu um jól. Jólaséríuna fann Kjartan í netverslun, en sjálfur er hann alinn upp við samskonar seríur. Þær bera með sér kertastemningu og geyma vökva í glerinu sem skjóta upp loftbólum þegar logar á. Hreindýr með glitrandi hornum frá Himneskum herskörum. Jólaskraut Mest lesið Sannkölluð áramótabomba Jól Hugmyndir að hátíðargreiðslum fyrir börn Jól Fær ekki að vera hin eina sanna „drottning jólanna“ þrátt fyrir allt Jól Jóladagatal Vísis: Benedikt Erlingsson gerir Sigurjóni erfitt fyrir í Tvímælalaust Jól Jóladagatal Vísis: Bríet léttir lundina með prumpulyktarlagi Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Jólalag dagsins: Jóhanna Guðrún og Eyþór Ingi flytja Hjartað lyftir mér hærra Jól Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jól Jóladagatal Vísis: Reykjavíkurdætur negla All Out of Luck Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól
Kjartan Sturluson á alls kyns fallegt skraut á jólatréð sitt. Þessi fagurkeri er líka um það bil að upplifa stórkostlegu jól lífs síns og mestu gjöfina fær hann sennilega rétt fyrir jól. „Jólatré eiga að þróast eins og annað í tilverunni. Auðvitað er hægt að kaupa fullt af rauðum jólakúlum og setja á tréð, eða breyta reglulega um stíl á jólatrénu, en mér finnst það ekki alveg það sama. Á mínu tré er ólíkt jólaskraut hvert úr sinni áttinni en þegar búið er að hengja það á tréð verður úr heild sem hefur þróast í tímans rás og dafnar með hverjum hlut sem er ávallt vandlega valinn," segir Kjartan Sturluson, eigandi birkiland.is sem selur hönnun yfir fjörutíu íslenskra hönnuða en hefur enn ekki farið út í að versla með íslenskt jólaskraut. „Ég er ekki meira jólabarn en hver annar en hef reglulega gaman af jólunum og alltaf haft gaman af fallegu dóti; þar með jólaskrauti. Hins vegar leita ég slíkt ekki uppi en á svona samtíning af gömlu skrauti frá ömmum og öfum, móður minni og systur, enda smekkmanneskjur í fjölskyldunni langt aftur í ættir," segir Kjartan glaðbeittur. „Það er saga á bak við hvern hlut á trénu og svo koma ættingjarnir og spinnast umræður um hvað er hvaðan komið og hver gaf mér hvað, en þannig getur jólaskraut orðið ansi skemmtilegur ísbrjótur í samræðum," segir Kjartan, sem af nýrra skrauti heldur mest upp á Kærleikskúlur Gjörningaklúbbsins og Eggerts Péturssonar, sem og útskorið jólaskraut Himneskra herskara. „Mér finnst jólaskraut íslenskra hönnuða upp til hópa mjög flott og ekki spillir fyrir að geta lagt góðu málefni lið í sönnum jólaanda, eins og með Kærleikskúlunum þar sem ágóði rennur til fatlaðra barna og ungmenna," segir Kjartan, sem kýs hvarvetna fegurð og frið á jólum. „Jólatréð er miðdepill heimilis á jólum og þarf að ljóma af stemmningu og fegurð. Ég sé fyrir mér orðinn sjötugur að börnin taki við gömlu og fallegu jólaskrauti sem geyma minningar um þá sem áttu það áður og líka þá sem munu eiga það áfram," segir Kjartan, sem í lok aðventunnar móttekur stærstu gjöf lífsins. „Við unnusta mín eigum von á okkar fyrsta barni saman og því ríkir dásamleg gleði og tilhlökkun yfir jólabarni í jólaljósunum heima."- þlg Verkið Hringur í Kærleikskúlunni 2007 eftir Eggert Pétursson, en árlega ljá íslenskir listamenn Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra lið við hönnun þessa fallega söfnunargrips sem nota má á jólatré eða hengja upp hvar sem er á heimilinu um jól. Jólaséríuna fann Kjartan í netverslun, en sjálfur er hann alinn upp við samskonar seríur. Þær bera með sér kertastemningu og geyma vökva í glerinu sem skjóta upp loftbólum þegar logar á. Hreindýr með glitrandi hornum frá Himneskum herskörum.
Jólaskraut Mest lesið Sannkölluð áramótabomba Jól Hugmyndir að hátíðargreiðslum fyrir börn Jól Fær ekki að vera hin eina sanna „drottning jólanna“ þrátt fyrir allt Jól Jóladagatal Vísis: Benedikt Erlingsson gerir Sigurjóni erfitt fyrir í Tvímælalaust Jól Jóladagatal Vísis: Bríet léttir lundina með prumpulyktarlagi Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Jólalag dagsins: Jóhanna Guðrún og Eyþór Ingi flytja Hjartað lyftir mér hærra Jól Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jól Jóladagatal Vísis: Reykjavíkurdætur negla All Out of Luck Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól