Usmanov orðinn þriðji auðugasti Rússinn 15. febrúar 2011 10:57 Alisher Usmanov, fyrrum viðskiptafélagi Kaupþings, er kominn í þriðja sætið yfir auðugustu Rússana. Þetta kemur fram í tímaritinu Finans sem birt hefur nýjan lista yfir auðugustu menn Rússlands. Athygli vekur að Roman Abramovich er ekki lengur í einu af þremur toppsætunum. Í umfjöllun um málið á business.dk kemur fram að í fyrra töldust 114 Rússar vera milljarðamæringar í dollurum talið. Hefur fjöldi þeirra aldrei verið meiri í sögunni. Fyrra met var árið 2007 þegar 101 Rússi töldust til milljarðamæringa í dollurum. Efst á listanum er Vladimir Lisin hinn hlédrægi formaður NLMK Steel í Novolipetsk en auðæfi hans eru metin á 28,3 milljarða dollara eða ríflega 3.300 milljarð kr. Lisin er helsti stálbarón Rússlands en auðæfi margra Rússa í fyrra byggja einkum á gífurlegum hækkunum á hrávöru í heiminum það ár. Í öðru sæti er Michail Prokhorov en hann varð sterkefnaður á að selja hlut sinn í Norlisk Nickel á besta tímapunkti eða vorið 2008. Usmanov er svo í þriðja sæti en auður hans starfar einkum frá Metalloinvest. Auðæfi Usmanov eru metin á tæpa 20 milljarða dollara eða tæplega 2.400 milljarða kr. Í fjórða sæti er svo Oleg Deripaska sem stjórnar álrisanum Rusal og Abramovich kemur svo í fimmta sæti en auðæfi hans eru metin á rúma 17 milljarða dollara. Abramovich jók raunar við auð sinn í fyrra en aðrir juku sinn auð enn meira. Usmanov komst í fréttirnar hér á Íslandi nýlega eftir að í ljós kom að lánanefnd Kaupþings samþykkti að lána honum um 270 milljarða kr. rétt fyrir hrun bankans. Ekki er ljóst hvort að lánið var afgreitt. Tengdar fréttir Usmanov handrukkari - voru bankamenn að bjarga lífi sínu? „Ég trúi því ekki að íslenskir bankamenn séu svona miklir aular að þeir láni manni eins og Usmanov 280 milljarða króna. Ég neita að trúa þeirri sögu,“ sagði Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, í Morgunútvarpinu á rás 2 í morgun. Þar fullyrðir hann að Úsbekinn Alisher Usmanov sé lítið annað en handrukkari eldsneytisfyrirtækisins Gazprom. 5. janúar 2011 13:31 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Alisher Usmanov, fyrrum viðskiptafélagi Kaupþings, er kominn í þriðja sætið yfir auðugustu Rússana. Þetta kemur fram í tímaritinu Finans sem birt hefur nýjan lista yfir auðugustu menn Rússlands. Athygli vekur að Roman Abramovich er ekki lengur í einu af þremur toppsætunum. Í umfjöllun um málið á business.dk kemur fram að í fyrra töldust 114 Rússar vera milljarðamæringar í dollurum talið. Hefur fjöldi þeirra aldrei verið meiri í sögunni. Fyrra met var árið 2007 þegar 101 Rússi töldust til milljarðamæringa í dollurum. Efst á listanum er Vladimir Lisin hinn hlédrægi formaður NLMK Steel í Novolipetsk en auðæfi hans eru metin á 28,3 milljarða dollara eða ríflega 3.300 milljarð kr. Lisin er helsti stálbarón Rússlands en auðæfi margra Rússa í fyrra byggja einkum á gífurlegum hækkunum á hrávöru í heiminum það ár. Í öðru sæti er Michail Prokhorov en hann varð sterkefnaður á að selja hlut sinn í Norlisk Nickel á besta tímapunkti eða vorið 2008. Usmanov er svo í þriðja sæti en auður hans starfar einkum frá Metalloinvest. Auðæfi Usmanov eru metin á tæpa 20 milljarða dollara eða tæplega 2.400 milljarða kr. Í fjórða sæti er svo Oleg Deripaska sem stjórnar álrisanum Rusal og Abramovich kemur svo í fimmta sæti en auðæfi hans eru metin á rúma 17 milljarða dollara. Abramovich jók raunar við auð sinn í fyrra en aðrir juku sinn auð enn meira. Usmanov komst í fréttirnar hér á Íslandi nýlega eftir að í ljós kom að lánanefnd Kaupþings samþykkti að lána honum um 270 milljarða kr. rétt fyrir hrun bankans. Ekki er ljóst hvort að lánið var afgreitt.
Tengdar fréttir Usmanov handrukkari - voru bankamenn að bjarga lífi sínu? „Ég trúi því ekki að íslenskir bankamenn séu svona miklir aular að þeir láni manni eins og Usmanov 280 milljarða króna. Ég neita að trúa þeirri sögu,“ sagði Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, í Morgunútvarpinu á rás 2 í morgun. Þar fullyrðir hann að Úsbekinn Alisher Usmanov sé lítið annað en handrukkari eldsneytisfyrirtækisins Gazprom. 5. janúar 2011 13:31 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Usmanov handrukkari - voru bankamenn að bjarga lífi sínu? „Ég trúi því ekki að íslenskir bankamenn séu svona miklir aular að þeir láni manni eins og Usmanov 280 milljarða króna. Ég neita að trúa þeirri sögu,“ sagði Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, í Morgunútvarpinu á rás 2 í morgun. Þar fullyrðir hann að Úsbekinn Alisher Usmanov sé lítið annað en handrukkari eldsneytisfyrirtækisins Gazprom. 5. janúar 2011 13:31