Guðmundur: Verður ekki auðvelt að fækka í hópnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2011 20:14 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var að sjálfsögðu mjög ánægður með sigrana tvo á Þýskalandi um helgina. Ísland vann í dag fjögurra marka sigur á Þjóðverjum, 31-27, í síðari æfingaleik liðanna og heldur nú á HM í Svíþjóð með fullt sjálfstraust. „Ég er ánægður með tvo sigra á móti mjög góðu liði," sagði Guðmundur. „Fyrst og fremst var það varnarleikurinn sem var að fleyta okkur þetta lant. Við lögðum grunninn að sigrinum með honum og svo mjög fínni markvörslu. Ég var líka ánægður með sóknarleikinn." „Ég notaði alla átján leikmenn sem voru á skýrslu og það var jákvætt að fara í gegnum leikinn á þann hátt og vinna hann samt. Allir sem komu við sögu í dag skiluðu sínu." „En þetta eru æfingaleikir og gefa okkur ákveðin fyrirheit. En það er enn enginn sigur kominn í hús á HM og við þurfum því að halda áfram að vinna vel í vikunni og fylgja þessu eftir." Guðmundur hefur lagt ríka áherslu á varnarleikinn í undirbúningnum fyrir þessa leiki og það skilaði sér. En hvað með sóknarleikinn? „Við getum orðið enn betri í honum og eigum mikið inni þar. Við munum núna vinna í honum og við þurfum til að mynda að æfa okkur betur í að spila gegn framliggjandi vörn. Það er ýmislegt sem þarf að fínstilla og hann á eftir að verða betri. Hann var þó alls ekkert vandamál í þessum leikjum en við getum bætt okkur samt á flestum sviðum." Nú þarf Guðmundur að skera niður í æfingahópnum um þrjá leikmenn áður en liðið heldur til Svíþjóðar. „Ég gerði mér ekki það ekki auðvelt í þessum leik enda komu hér menn inn í dag sem stóðu sig mjög vel. Ég verð því að gjöra svo vel og finna út úr því. Ég mun nota morgundaginn og kannski mánudaginn líka til að liggja undir feldi og taka svo rétta ákvörðun." Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var að sjálfsögðu mjög ánægður með sigrana tvo á Þýskalandi um helgina. Ísland vann í dag fjögurra marka sigur á Þjóðverjum, 31-27, í síðari æfingaleik liðanna og heldur nú á HM í Svíþjóð með fullt sjálfstraust. „Ég er ánægður með tvo sigra á móti mjög góðu liði," sagði Guðmundur. „Fyrst og fremst var það varnarleikurinn sem var að fleyta okkur þetta lant. Við lögðum grunninn að sigrinum með honum og svo mjög fínni markvörslu. Ég var líka ánægður með sóknarleikinn." „Ég notaði alla átján leikmenn sem voru á skýrslu og það var jákvætt að fara í gegnum leikinn á þann hátt og vinna hann samt. Allir sem komu við sögu í dag skiluðu sínu." „En þetta eru æfingaleikir og gefa okkur ákveðin fyrirheit. En það er enn enginn sigur kominn í hús á HM og við þurfum því að halda áfram að vinna vel í vikunni og fylgja þessu eftir." Guðmundur hefur lagt ríka áherslu á varnarleikinn í undirbúningnum fyrir þessa leiki og það skilaði sér. En hvað með sóknarleikinn? „Við getum orðið enn betri í honum og eigum mikið inni þar. Við munum núna vinna í honum og við þurfum til að mynda að æfa okkur betur í að spila gegn framliggjandi vörn. Það er ýmislegt sem þarf að fínstilla og hann á eftir að verða betri. Hann var þó alls ekkert vandamál í þessum leikjum en við getum bætt okkur samt á flestum sviðum." Nú þarf Guðmundur að skera niður í æfingahópnum um þrjá leikmenn áður en liðið heldur til Svíþjóðar. „Ég gerði mér ekki það ekki auðvelt í þessum leik enda komu hér menn inn í dag sem stóðu sig mjög vel. Ég verð því að gjöra svo vel og finna út úr því. Ég mun nota morgundaginn og kannski mánudaginn líka til að liggja undir feldi og taka svo rétta ákvörðun." Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira