Guðmundur: Verður ekki auðvelt að fækka í hópnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2011 20:14 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var að sjálfsögðu mjög ánægður með sigrana tvo á Þýskalandi um helgina. Ísland vann í dag fjögurra marka sigur á Þjóðverjum, 31-27, í síðari æfingaleik liðanna og heldur nú á HM í Svíþjóð með fullt sjálfstraust. „Ég er ánægður með tvo sigra á móti mjög góðu liði," sagði Guðmundur. „Fyrst og fremst var það varnarleikurinn sem var að fleyta okkur þetta lant. Við lögðum grunninn að sigrinum með honum og svo mjög fínni markvörslu. Ég var líka ánægður með sóknarleikinn." „Ég notaði alla átján leikmenn sem voru á skýrslu og það var jákvætt að fara í gegnum leikinn á þann hátt og vinna hann samt. Allir sem komu við sögu í dag skiluðu sínu." „En þetta eru æfingaleikir og gefa okkur ákveðin fyrirheit. En það er enn enginn sigur kominn í hús á HM og við þurfum því að halda áfram að vinna vel í vikunni og fylgja þessu eftir." Guðmundur hefur lagt ríka áherslu á varnarleikinn í undirbúningnum fyrir þessa leiki og það skilaði sér. En hvað með sóknarleikinn? „Við getum orðið enn betri í honum og eigum mikið inni þar. Við munum núna vinna í honum og við þurfum til að mynda að æfa okkur betur í að spila gegn framliggjandi vörn. Það er ýmislegt sem þarf að fínstilla og hann á eftir að verða betri. Hann var þó alls ekkert vandamál í þessum leikjum en við getum bætt okkur samt á flestum sviðum." Nú þarf Guðmundur að skera niður í æfingahópnum um þrjá leikmenn áður en liðið heldur til Svíþjóðar. „Ég gerði mér ekki það ekki auðvelt í þessum leik enda komu hér menn inn í dag sem stóðu sig mjög vel. Ég verð því að gjöra svo vel og finna út úr því. Ég mun nota morgundaginn og kannski mánudaginn líka til að liggja undir feldi og taka svo rétta ákvörðun." Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var að sjálfsögðu mjög ánægður með sigrana tvo á Þýskalandi um helgina. Ísland vann í dag fjögurra marka sigur á Þjóðverjum, 31-27, í síðari æfingaleik liðanna og heldur nú á HM í Svíþjóð með fullt sjálfstraust. „Ég er ánægður með tvo sigra á móti mjög góðu liði," sagði Guðmundur. „Fyrst og fremst var það varnarleikurinn sem var að fleyta okkur þetta lant. Við lögðum grunninn að sigrinum með honum og svo mjög fínni markvörslu. Ég var líka ánægður með sóknarleikinn." „Ég notaði alla átján leikmenn sem voru á skýrslu og það var jákvætt að fara í gegnum leikinn á þann hátt og vinna hann samt. Allir sem komu við sögu í dag skiluðu sínu." „En þetta eru æfingaleikir og gefa okkur ákveðin fyrirheit. En það er enn enginn sigur kominn í hús á HM og við þurfum því að halda áfram að vinna vel í vikunni og fylgja þessu eftir." Guðmundur hefur lagt ríka áherslu á varnarleikinn í undirbúningnum fyrir þessa leiki og það skilaði sér. En hvað með sóknarleikinn? „Við getum orðið enn betri í honum og eigum mikið inni þar. Við munum núna vinna í honum og við þurfum til að mynda að æfa okkur betur í að spila gegn framliggjandi vörn. Það er ýmislegt sem þarf að fínstilla og hann á eftir að verða betri. Hann var þó alls ekkert vandamál í þessum leikjum en við getum bætt okkur samt á flestum sviðum." Nú þarf Guðmundur að skera niður í æfingahópnum um þrjá leikmenn áður en liðið heldur til Svíþjóðar. „Ég gerði mér ekki það ekki auðvelt í þessum leik enda komu hér menn inn í dag sem stóðu sig mjög vel. Ég verð því að gjöra svo vel og finna út úr því. Ég mun nota morgundaginn og kannski mánudaginn líka til að liggja undir feldi og taka svo rétta ákvörðun." Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira