Björgvin: Mæti tvíefldur til leiks Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. janúar 2011 11:15 Björgvin Páll Gústavsson ætlar að mæta tvíefldur til leiks með landsliðinu eftir að hann náði sér ekki á strik í leikjum Íslands í undankeppni EM 2012 í haust. Landsliðið kom saman til æfinga á mánudaginn og hóf þá undirbúning sinn fyrir HM í Svíþjóð sem hefst í næstu viku. Liðið mætir fyrst Þýskalandi í tveimur æfingaleikjum um helgina. „Hér líður manni best og það er gott að koma sér aftur í gírinn með landsliðinu," sagði Björgvin Páll í samtali við Vísi. „Undirbúningstíminn fyrir mótið er stuttur og við verðum allir að vera á tánum." Björgvin hitti á tvo slæma leiki þegar að Ísland vann nauman sigur á Lettum og tapaði svo fyrir Austurríki í undankeppni EM í haust. „Það lenda allir í því að eiga slæma leiki og það var leiðinlegt að það gerðist hjá mér í þessum tveimur landsleikjum. En ég er búinn að æfa enn betur fyrir vikið og tók mig í smá naflaskoðun. Ég ætla að mæta tvíefldur til leiks og þessi mistök hafa bara gert mig sterkari fyrir vikið." „Mér hefur gengið vel með mínu félagsliði á tímabilinu og sjálfstraustið er því í góðu lagi hjá mér." Hann leikur með Kadetten Schaffhausen í Sviss en liðið er á toppi deildarinnar þar í landi og á góðan möguleika á því að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur þó samið við þýska úrvalsdeildarfélagið Magdeburg og spilar með því frá og með næstu leiktíð. „Það er gott að ég sé með framtíðarplan en ég mun þó fyrst og fremst einbeita mér að því að spila með landsliðinu í Svíþjóð og standa mig vel þar." Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, er nú í æfingahópi íslenska liðsins en hann stóð sig vel í fjarveru þeirra Björgvins og Hreiðars Guðmundssonar sem gátu ekki spilað með Íslandi á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í síðasta mánuði. „Mér líst vel á hann. Þetta er flottur strákur sem á fullt erindi í þetta lið. Hann er ungur og getur enn lagað nokkur atriði hjá sér. Þá verður hann enn betri." Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson ætlar að mæta tvíefldur til leiks með landsliðinu eftir að hann náði sér ekki á strik í leikjum Íslands í undankeppni EM 2012 í haust. Landsliðið kom saman til æfinga á mánudaginn og hóf þá undirbúning sinn fyrir HM í Svíþjóð sem hefst í næstu viku. Liðið mætir fyrst Þýskalandi í tveimur æfingaleikjum um helgina. „Hér líður manni best og það er gott að koma sér aftur í gírinn með landsliðinu," sagði Björgvin Páll í samtali við Vísi. „Undirbúningstíminn fyrir mótið er stuttur og við verðum allir að vera á tánum." Björgvin hitti á tvo slæma leiki þegar að Ísland vann nauman sigur á Lettum og tapaði svo fyrir Austurríki í undankeppni EM í haust. „Það lenda allir í því að eiga slæma leiki og það var leiðinlegt að það gerðist hjá mér í þessum tveimur landsleikjum. En ég er búinn að æfa enn betur fyrir vikið og tók mig í smá naflaskoðun. Ég ætla að mæta tvíefldur til leiks og þessi mistök hafa bara gert mig sterkari fyrir vikið." „Mér hefur gengið vel með mínu félagsliði á tímabilinu og sjálfstraustið er því í góðu lagi hjá mér." Hann leikur með Kadetten Schaffhausen í Sviss en liðið er á toppi deildarinnar þar í landi og á góðan möguleika á því að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur þó samið við þýska úrvalsdeildarfélagið Magdeburg og spilar með því frá og með næstu leiktíð. „Það er gott að ég sé með framtíðarplan en ég mun þó fyrst og fremst einbeita mér að því að spila með landsliðinu í Svíþjóð og standa mig vel þar." Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, er nú í æfingahópi íslenska liðsins en hann stóð sig vel í fjarveru þeirra Björgvins og Hreiðars Guðmundssonar sem gátu ekki spilað með Íslandi á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í síðasta mánuði. „Mér líst vel á hann. Þetta er flottur strákur sem á fullt erindi í þetta lið. Hann er ungur og getur enn lagað nokkur atriði hjá sér. Þá verður hann enn betri."
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira