Hernandez tryggði Manchester United útisigur á West Brom Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2011 14:41 Varamaðurinn Javier Hernandez tryggði Manchester United 2-1 útisigur á West Bromwich Albion í fyrsta leik ársins 2011 í ensku úrvalsdeildinni. United náði með þessum sigri þriggja stiga forskot á nágranna sína í Manchester City sem spila seinna í dag. Þetta var fyrstu útisigur liðsins síðan að liðið vann Stoke 24. október og þá skorað Hernandez einnig sigurmarkið. Manchester United liðið átti ekki góðan leik og sigurinn var ekki sannfærandi. Heimamenn í West Brom fóru illa með mörg færri í fyrri hálfleik og klikkuðu á víti sem hefði komið liðinu yfir í leiknum í seinni hálfleik. Það tók Wayne Rooney rétt rúmar tvær mínútur að opna markareikning sinn á nýja árinu en hann skoraði þá með hnitmiðuðum skalla eftir fyrirgjöf frá Patrice Evra. Þetta var fyrsta mark Rooney fyrir United frá því í mars ef ekki eru talin með mörk úr vítaspyrnum. James Morrison jafnaði hinsvegar leikinn fyrir WBA með glæsilegu skoti ellefu mínútum síðar þegar hann lét bara vaða fyrir utan teig upp í fjærhornið eftir að Nemanja Vidic skallaði boltann frá marki United. Gary Neville slapp síðan ótrúlega vel á 26.mínútu þegar hann átti að fá dæmt á sig víti og rautt spjald fyrir að brjóta á Graeme Dorrans sem var sloppinn í gegn. Chris Foy, dómari leiksins dæmdi hinsvegar ekki neitt. Gary Neville var annars í miklum vandræðum allan fyrri hálfeikinn og United gat þakkað fyrir að fá ekki á sig fleiri mörk í hálfleiknum. West Brom fékk vítaspyrnu á 63. mínútu eftir brot Rio Ferdinand á Jerome Thomas en Peter Odemwingie skaut framhjá markinu. Manchester United nýtti sér þetta og varamaðurinn Javier Hernandez kom þeim yfir á 75.mínútu með skalla af markteig eftir hornspyrnu Wayne Rooney. Hernandez kom inn á sem varamaður fyrir Dimitar Berbatov fjórtán mínútum áður. Þetta reyndist síðan vera sigurmarkið í leiknum. Manchester United varð fyrir áfalli á lokamínútunum þegar Wayne Rooney meiddist á vinstri ökkla en United var búið með allar skiptingar sínar og Rooney harkaði því af sér og haltraði inn á vellinum það sem eftir lifði leiksins. Skroll-Íþróttir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjá meira
Varamaðurinn Javier Hernandez tryggði Manchester United 2-1 útisigur á West Bromwich Albion í fyrsta leik ársins 2011 í ensku úrvalsdeildinni. United náði með þessum sigri þriggja stiga forskot á nágranna sína í Manchester City sem spila seinna í dag. Þetta var fyrstu útisigur liðsins síðan að liðið vann Stoke 24. október og þá skorað Hernandez einnig sigurmarkið. Manchester United liðið átti ekki góðan leik og sigurinn var ekki sannfærandi. Heimamenn í West Brom fóru illa með mörg færri í fyrri hálfleik og klikkuðu á víti sem hefði komið liðinu yfir í leiknum í seinni hálfleik. Það tók Wayne Rooney rétt rúmar tvær mínútur að opna markareikning sinn á nýja árinu en hann skoraði þá með hnitmiðuðum skalla eftir fyrirgjöf frá Patrice Evra. Þetta var fyrsta mark Rooney fyrir United frá því í mars ef ekki eru talin með mörk úr vítaspyrnum. James Morrison jafnaði hinsvegar leikinn fyrir WBA með glæsilegu skoti ellefu mínútum síðar þegar hann lét bara vaða fyrir utan teig upp í fjærhornið eftir að Nemanja Vidic skallaði boltann frá marki United. Gary Neville slapp síðan ótrúlega vel á 26.mínútu þegar hann átti að fá dæmt á sig víti og rautt spjald fyrir að brjóta á Graeme Dorrans sem var sloppinn í gegn. Chris Foy, dómari leiksins dæmdi hinsvegar ekki neitt. Gary Neville var annars í miklum vandræðum allan fyrri hálfeikinn og United gat þakkað fyrir að fá ekki á sig fleiri mörk í hálfleiknum. West Brom fékk vítaspyrnu á 63. mínútu eftir brot Rio Ferdinand á Jerome Thomas en Peter Odemwingie skaut framhjá markinu. Manchester United nýtti sér þetta og varamaðurinn Javier Hernandez kom þeim yfir á 75.mínútu með skalla af markteig eftir hornspyrnu Wayne Rooney. Hernandez kom inn á sem varamaður fyrir Dimitar Berbatov fjórtán mínútum áður. Þetta reyndist síðan vera sigurmarkið í leiknum. Manchester United varð fyrir áfalli á lokamínútunum þegar Wayne Rooney meiddist á vinstri ökkla en United var búið með allar skiptingar sínar og Rooney harkaði því af sér og haltraði inn á vellinum það sem eftir lifði leiksins.
Skroll-Íþróttir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjá meira