Dæmdar bætur fyrir kynferðislega áreitni - gerandi enn að störfum Valur Grettisson skrifar 9. febrúar 2011 13:39 Héraðsdómur Reykjaness Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrirtæki til þess að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 1,8 milljón króna fyrir kynferðislega áreitni og einelti á vinnustað. Atvikið sem um ræðir átti sér stað í mars árið 2009. Þá fór kona sem starfaði hjá fyrirtækinu ásamt yfirmanni sínum og öðrum starfsmanni í sumarbústað í Grímsnesinu undir þeim formerkjum að um vinnuferð væri að ræða. Yfirmaðurinn var nakinn í heitum potti og reyndi ítrekað að fá konuna með þeim í pottinn. Konunni var misboðið og því bauð hún góða nótt og fór inn í herbergið sitt til þess að sofa. Hún gat hinsvegar ekki læst herberginu sínu og setti því tösku fyrir hurðina. Síðar um nóttina bankaði yfirmaðurinn á hurðina hjá konunni en þegar hún svaraði ekki opnaði hann hurðina og gekk inn óboðinn. Konan, sem var fullklædd, spratt þá upp og fór út úr herberginu. Yfirmaðurinn elti hana þá og bað hana margsinnis um að snerta höndina sína. Konan tilkynnti yfirstjórn fyrirtækisins um málið en hún vann á fámennri deild og hún vildi ekki eiga í samskiptum við yfirmann sinn. Aðeins mánuði síðar var ábyrgð hennar í starfi minnkuð án viðhlítandi skýringa. Í dóminum segir að konan hafi meðal annars leitað sér hjálpar hjá geðlækni. Í mat sem var gert um líðan konunnar segir að konan hafi verið mjög kvíðin og hún hafi verið að kljást við svefntruflanir og depurð í kjölfar atburðarins vegna niðurlægjandi framkomu yfirmanna í hennar garð. Eftir tvo mánuði gat hún ekki lengur afborið að mæta á vinnustaðinn enda fékk hún greinilega skilaboð hvað eftir annað um það að hún væri með leiðindi og vesen, en stuðningur var enginn segir í matinu. Svo segir: „Líðan X þessa mánuði er að mörgu leyti dæmigerð fyrir líðan manneskju sem lendir í slíkum óþolandi aðstæðum á vinnustað- sjálfstraust brotnar niður, fólk einangrar sig og verður óöruggt í samskiptum, kvíði yfir því sem er framundan og vegna óöruggrar stöðu magnast og vanlíðan leiðir til svefnleysis og orkuleysis. Öll þessi einkenni hrjáðu X og svo vanmáttartilfinning og hræðsla." Í niðurstöðu dómsins telur dómarinn að upplifun konunnar af þessari háttsemi hafi tvímælalaust verið sú að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða. Hvað yfirmanninum gekk til er ósannað. Þrátt fyrir það að nekt ein og sér teljist almennt ekki til kynferðislegrar áreitni telur dómurinn sannað að háttsemi mannsins hafi verið kynferðisleg áreitni í lagalegum skilningi. Þá skipti engu þó hún hafi ekki kært málið til lögreglunnar. Því er fyrirtækið dæmt til þess að greiða konunni 1,8 milljónir króna. Athygli vekur, að samkvæmt dómsorði, þá er yfirmaðurinn, sem sýndi af sér kynferðislega áreitni, enn að störfum hjá fyrirtækinu. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrirtæki til þess að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 1,8 milljón króna fyrir kynferðislega áreitni og einelti á vinnustað. Atvikið sem um ræðir átti sér stað í mars árið 2009. Þá fór kona sem starfaði hjá fyrirtækinu ásamt yfirmanni sínum og öðrum starfsmanni í sumarbústað í Grímsnesinu undir þeim formerkjum að um vinnuferð væri að ræða. Yfirmaðurinn var nakinn í heitum potti og reyndi ítrekað að fá konuna með þeim í pottinn. Konunni var misboðið og því bauð hún góða nótt og fór inn í herbergið sitt til þess að sofa. Hún gat hinsvegar ekki læst herberginu sínu og setti því tösku fyrir hurðina. Síðar um nóttina bankaði yfirmaðurinn á hurðina hjá konunni en þegar hún svaraði ekki opnaði hann hurðina og gekk inn óboðinn. Konan, sem var fullklædd, spratt þá upp og fór út úr herberginu. Yfirmaðurinn elti hana þá og bað hana margsinnis um að snerta höndina sína. Konan tilkynnti yfirstjórn fyrirtækisins um málið en hún vann á fámennri deild og hún vildi ekki eiga í samskiptum við yfirmann sinn. Aðeins mánuði síðar var ábyrgð hennar í starfi minnkuð án viðhlítandi skýringa. Í dóminum segir að konan hafi meðal annars leitað sér hjálpar hjá geðlækni. Í mat sem var gert um líðan konunnar segir að konan hafi verið mjög kvíðin og hún hafi verið að kljást við svefntruflanir og depurð í kjölfar atburðarins vegna niðurlægjandi framkomu yfirmanna í hennar garð. Eftir tvo mánuði gat hún ekki lengur afborið að mæta á vinnustaðinn enda fékk hún greinilega skilaboð hvað eftir annað um það að hún væri með leiðindi og vesen, en stuðningur var enginn segir í matinu. Svo segir: „Líðan X þessa mánuði er að mörgu leyti dæmigerð fyrir líðan manneskju sem lendir í slíkum óþolandi aðstæðum á vinnustað- sjálfstraust brotnar niður, fólk einangrar sig og verður óöruggt í samskiptum, kvíði yfir því sem er framundan og vegna óöruggrar stöðu magnast og vanlíðan leiðir til svefnleysis og orkuleysis. Öll þessi einkenni hrjáðu X og svo vanmáttartilfinning og hræðsla." Í niðurstöðu dómsins telur dómarinn að upplifun konunnar af þessari háttsemi hafi tvímælalaust verið sú að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða. Hvað yfirmanninum gekk til er ósannað. Þrátt fyrir það að nekt ein og sér teljist almennt ekki til kynferðislegrar áreitni telur dómurinn sannað að háttsemi mannsins hafi verið kynferðisleg áreitni í lagalegum skilningi. Þá skipti engu þó hún hafi ekki kært málið til lögreglunnar. Því er fyrirtækið dæmt til þess að greiða konunni 1,8 milljónir króna. Athygli vekur, að samkvæmt dómsorði, þá er yfirmaðurinn, sem sýndi af sér kynferðislega áreitni, enn að störfum hjá fyrirtækinu.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira