Mótmælum margföldum vegskatti Kjartan Magnússon skrifar 15. janúar 2011 06:00 Ótrúlegt er að ríkisstjórnin ætli sér að leggja á nýja vegskatta til viðbótar þeim ofurháu sköttum, sem nú þegar eru lagðir á bifreiðaeigendur. Ríkisstjórnin telur ekki skipta máli að benzínverð á Íslandi er nú þegar eitt hið hæsta í heimi en rúmur helmingur af verði hvers benzínlítra rennur til ríkisins. Hver benzínstöð er því í raun hluti af hinu mikilvirka innheimtukerfi ríkissjóðs, útibú frá skattstofunni. Háir skattar á eldsneyti eru réttlættir með því að þannig sé í raun verið að afla fjár til samgönguframkvæmda, sem eðlilegt sé að bifreiðaeigendur standi undir. Skattar, sem ríkið innheimtir af bifreiðum og eldsneyti, skila sér þó aðeins að hluta til samgönguframkvæmda. Og það sem þó hefur skilað sér, hefur að stórum hluta verið nýtt til umdeildra stórframkvæmda á landsbyggðinni. Þrátt fyrir að stærstur hluti eldsneytisskatta sé innheimtur á höfuðborgarsvæðinu, hafa arðbær og brýn samgönguverkefni þar setið á hakanum. Nefna má framkvæmdir, sem myndu stórauka öryggi í umferðinni og fækka slysum; t.d. með uppsetningu vegriða meðfram stofnbrautum og aðskilnaði akreina á fjölförnum vegum. Hrein viðbótarskattheimta Komist hugmyndir ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna í framkvæmd verður skattheimta bæði aukin og flækt. Í sjálfu sér er ekkert að því að innheimta veggjöld til að fjármagna samgöngumannvirki en slík innheimta á sér nú þegar stað, og það margfalt, með eldsneytissköttum. Fyrirhuguð veggjöld munu leggjast á meginþorra bifreiðaeigenda og um hreina viðbótarskattheimtu er að ræða því ríkisstjórnin ætlar sér ekki að lækka neina skatta á móti. Þyngst mun skatturinn leggjast á íbúa höfuðborgarsvæðisins og þá, sem fara á milli sveitarfélaga vegna vinnu sinnar. Þá væri með öllu óviðunandi ef staðið væri þannig að málum að vegskattur væri innheimtur innan marka sama sveitarfélagsins, t.d. í þeim tilvikum þegar Kjalnesingar sækja vinnu og þjónustu í önnur hverfi Reykjavíkurborgar. Það er í sjálfu sér jákvætt að vilji standi til þess að ráðast í úrbætur á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi, sem munu greiða fyrir umferð og stórauka umferðaröryggi. Hins vegar verður að gera þá kröfu til Alþingis að í stað viðbótarskattheimtu verði slíkar framkvæmdir fjármagnaðar með því að höfuðborgarsvæðið fái sanngjarnan skerf af hinum háu skatttekjum af bifreiðum, sem verða til á svæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ótrúlegt er að ríkisstjórnin ætli sér að leggja á nýja vegskatta til viðbótar þeim ofurháu sköttum, sem nú þegar eru lagðir á bifreiðaeigendur. Ríkisstjórnin telur ekki skipta máli að benzínverð á Íslandi er nú þegar eitt hið hæsta í heimi en rúmur helmingur af verði hvers benzínlítra rennur til ríkisins. Hver benzínstöð er því í raun hluti af hinu mikilvirka innheimtukerfi ríkissjóðs, útibú frá skattstofunni. Háir skattar á eldsneyti eru réttlættir með því að þannig sé í raun verið að afla fjár til samgönguframkvæmda, sem eðlilegt sé að bifreiðaeigendur standi undir. Skattar, sem ríkið innheimtir af bifreiðum og eldsneyti, skila sér þó aðeins að hluta til samgönguframkvæmda. Og það sem þó hefur skilað sér, hefur að stórum hluta verið nýtt til umdeildra stórframkvæmda á landsbyggðinni. Þrátt fyrir að stærstur hluti eldsneytisskatta sé innheimtur á höfuðborgarsvæðinu, hafa arðbær og brýn samgönguverkefni þar setið á hakanum. Nefna má framkvæmdir, sem myndu stórauka öryggi í umferðinni og fækka slysum; t.d. með uppsetningu vegriða meðfram stofnbrautum og aðskilnaði akreina á fjölförnum vegum. Hrein viðbótarskattheimta Komist hugmyndir ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna í framkvæmd verður skattheimta bæði aukin og flækt. Í sjálfu sér er ekkert að því að innheimta veggjöld til að fjármagna samgöngumannvirki en slík innheimta á sér nú þegar stað, og það margfalt, með eldsneytissköttum. Fyrirhuguð veggjöld munu leggjast á meginþorra bifreiðaeigenda og um hreina viðbótarskattheimtu er að ræða því ríkisstjórnin ætlar sér ekki að lækka neina skatta á móti. Þyngst mun skatturinn leggjast á íbúa höfuðborgarsvæðisins og þá, sem fara á milli sveitarfélaga vegna vinnu sinnar. Þá væri með öllu óviðunandi ef staðið væri þannig að málum að vegskattur væri innheimtur innan marka sama sveitarfélagsins, t.d. í þeim tilvikum þegar Kjalnesingar sækja vinnu og þjónustu í önnur hverfi Reykjavíkurborgar. Það er í sjálfu sér jákvætt að vilji standi til þess að ráðast í úrbætur á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi, sem munu greiða fyrir umferð og stórauka umferðaröryggi. Hins vegar verður að gera þá kröfu til Alþingis að í stað viðbótarskattheimtu verði slíkar framkvæmdir fjármagnaðar með því að höfuðborgarsvæðið fái sanngjarnan skerf af hinum háu skatttekjum af bifreiðum, sem verða til á svæðinu.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun