Bíóferðin með eiginmanninum endaði heima Boði Logason skrifar 9. febrúar 2011 20:51 Kolbrún ætlaði að fara í Sambíóin í Mjódd en þar sem gjafabréfið hennar gilti einungis á myndir á almennu verði fór hún heim. „Þetta var leiðinlegur endir á skemmtilegu kvöldi," segir Kolbrún Ósk Albertsdóttir sem ætlaði að fara í bíó með eiginmanni sínum á föstudaginn eftir að dóttir þeirra gaf þeim gjafabréf í bíó. Kolbrún og eiginmaðurinn ætluðu að sjá myndina Sanctum en þegar þau mættu á staðinn var þeim tjáð að gjafabréfið sem þau höfðu fengið gilti einungis á myndir sem væru á almennu verði. Dýrara er á þrívíddarmyndir og íslenskar myndir en Sanctum er þrívíddarmynd.Flestar myndir í dag í þrívídd „Það stóð aftan á miðanum að miðinn gilti einungis á almennar myndir, ég tók ekkert eftir því fyrr en ég kom í bíóið og ætlaði þá að fá að borga bara mismunin," segir Kolbrún. Afgreiðslustúlkan tjáði henni að ekki væri hægt að borga mismunin, heldur þyrfti hún að fara á mynd á almennu verði, það er að segja sem kostar 1.150 krónur á. „Ég leit í kringum í mig og sá að það var engin mynd sem mig langaði að sjá sem var á almennu verði. Og ef þú lítur í Moggann þá sérðu að flestar myndir í dag eru í þrívídd." Ætluðu að vera góð við mömmu og pabba Og Kolbrún fór því heim ásamt eiginmanni sínum. „Við fórum út að borða fyrr um kvöldið og ætluðum að enda kvöldið með því að fara í bíó. En við fórum ekki á neina mynd og fórum því bara heim," segir hún en eiginmaður hennar vinnur úti á landi og kemur í höfuðborgina einu sinni í mánuði. „Dóttir okkar og tengdasonur ætluðu að vera góð við mömmu sína og pabba og gefa okkur gjafabréfið í bíó en það fór því miður svona." Kolbrún hafði samband við Sambíóin og þar var henni tjáð að reglurnar væru bara svona. „Hún sagði að þetta væri út af einhverju í kerfinu hjá þeim sem væri ekki hægt að breyta. Ég hélt að þetta væri ekki svona mikið mál og ég gæti bara borgað 400 kallinn á milli. Í öðrum búðum þegar þú átt inneignarnótu fer hún bara sjálfkrafa upp í flíkina eða vöruna sem þú kaupir og svo borgar þú mismuninn."Hvað gerist ef almennt miðaverð hækkar? „Ég spurði svo konuna hvað myndi gerast ef almennt miðaverðið hækkar, er þá gjafarbréfið mitt ónýtt? Hún sagði mér að þá myndu þau reyna að gera eitthvað fyrir mig." Kolbrún hefur ekki enn notað gjafabréfið. „Það er spurning hvort ég gefi ekki einhverjum þennan miða sem langar að sjá mynd sem er á almennu verði eða þá ég reyni að finna mér mynd, það verður bara að koma í ljós," segir hún að lokum. Tengdar fréttir Sambíóin bjóða Kolbrúnu og bóndanum á Sanctum Forsvarsmenn Sambíóanna hafa ákveðið að bjóða Kolbrúnu Ósk Albertsdóttur og eiginmanni hennar að skella sér á þrívíddarmyndina Sanctum og fá stóra kók og popp í kaupbæti. 10. febrúar 2011 12:01 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Þetta var leiðinlegur endir á skemmtilegu kvöldi," segir Kolbrún Ósk Albertsdóttir sem ætlaði að fara í bíó með eiginmanni sínum á föstudaginn eftir að dóttir þeirra gaf þeim gjafabréf í bíó. Kolbrún og eiginmaðurinn ætluðu að sjá myndina Sanctum en þegar þau mættu á staðinn var þeim tjáð að gjafabréfið sem þau höfðu fengið gilti einungis á myndir sem væru á almennu verði. Dýrara er á þrívíddarmyndir og íslenskar myndir en Sanctum er þrívíddarmynd.Flestar myndir í dag í þrívídd „Það stóð aftan á miðanum að miðinn gilti einungis á almennar myndir, ég tók ekkert eftir því fyrr en ég kom í bíóið og ætlaði þá að fá að borga bara mismunin," segir Kolbrún. Afgreiðslustúlkan tjáði henni að ekki væri hægt að borga mismunin, heldur þyrfti hún að fara á mynd á almennu verði, það er að segja sem kostar 1.150 krónur á. „Ég leit í kringum í mig og sá að það var engin mynd sem mig langaði að sjá sem var á almennu verði. Og ef þú lítur í Moggann þá sérðu að flestar myndir í dag eru í þrívídd." Ætluðu að vera góð við mömmu og pabba Og Kolbrún fór því heim ásamt eiginmanni sínum. „Við fórum út að borða fyrr um kvöldið og ætluðum að enda kvöldið með því að fara í bíó. En við fórum ekki á neina mynd og fórum því bara heim," segir hún en eiginmaður hennar vinnur úti á landi og kemur í höfuðborgina einu sinni í mánuði. „Dóttir okkar og tengdasonur ætluðu að vera góð við mömmu sína og pabba og gefa okkur gjafabréfið í bíó en það fór því miður svona." Kolbrún hafði samband við Sambíóin og þar var henni tjáð að reglurnar væru bara svona. „Hún sagði að þetta væri út af einhverju í kerfinu hjá þeim sem væri ekki hægt að breyta. Ég hélt að þetta væri ekki svona mikið mál og ég gæti bara borgað 400 kallinn á milli. Í öðrum búðum þegar þú átt inneignarnótu fer hún bara sjálfkrafa upp í flíkina eða vöruna sem þú kaupir og svo borgar þú mismuninn."Hvað gerist ef almennt miðaverð hækkar? „Ég spurði svo konuna hvað myndi gerast ef almennt miðaverðið hækkar, er þá gjafarbréfið mitt ónýtt? Hún sagði mér að þá myndu þau reyna að gera eitthvað fyrir mig." Kolbrún hefur ekki enn notað gjafabréfið. „Það er spurning hvort ég gefi ekki einhverjum þennan miða sem langar að sjá mynd sem er á almennu verði eða þá ég reyni að finna mér mynd, það verður bara að koma í ljós," segir hún að lokum.
Tengdar fréttir Sambíóin bjóða Kolbrúnu og bóndanum á Sanctum Forsvarsmenn Sambíóanna hafa ákveðið að bjóða Kolbrúnu Ósk Albertsdóttur og eiginmanni hennar að skella sér á þrívíddarmyndina Sanctum og fá stóra kók og popp í kaupbæti. 10. febrúar 2011 12:01 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Sambíóin bjóða Kolbrúnu og bóndanum á Sanctum Forsvarsmenn Sambíóanna hafa ákveðið að bjóða Kolbrúnu Ósk Albertsdóttur og eiginmanni hennar að skella sér á þrívíddarmyndina Sanctum og fá stóra kók og popp í kaupbæti. 10. febrúar 2011 12:01
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent