Stjórnarráðið opnar ekki pósthólf Geirs 11. febrúar 2011 11:00 Í forsætisráðuneytinu efast menn um heimild saksóknara Alþingis til að leggja hald á gögn.Fréttablaðið/gva Forsætisráðuneytið hefur neitað að afhenda saksóknara Alþingis afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde nema að undangengnum dómsúrskurði. „Það er ekki til að flýta fyrir málinu," segir saksóknarinn Sigríður Friðjónsdóttir. Sigríður óskaði upphaflega eftir því að Þjóðskjalasafn afhenti henni afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs úr gagnasafni rannsóknarnefndar Alþingis, ásamt skýrslum af tugum einstaklinga. Því var hafnað. Sigríður hefur skotið hluta þess máls til héraðsdóms. Þegar í ljós kom að í gagnasafni rannsóknarnefndarinnar var einungis að finna fáein tölvubréf Geirs féll hún frá kröfu um haldlagningu þeirra hjá Þjóðskjalasafni og sneri sér þess í stað til forsætisráðuneytisins. Þaðan óskaði Sigríður eftir rafrænu afriti af öllu pósthólfi Geirs frá þeim tíma sem hann gegndi embætti forsætisráðherra árin 2006 til 2009. Verjandi Geirs andmælti afhendingunni í bréfi til ráðuneytisins. „Þetta getur auðvitað varðað ýmis einkamálefni eins og venja er við rannsóknir mála," útskýrir Sigríður. Slík samskipti eigi hins vegar ekki heima í sakamálinu og með þau yrði því ekkert gert. Fyrir nokkrum dögum barst svar úr ráðuneytinu þar sem segir að það telji sér ekki fært að afhenda gögnin nema fyrir liggi dómsúrskurður í þá veru. Röksemdin er sú að ekki sé ótvírætt að saksóknari Alþingis megi beita lagaákvæðum um haldlagningu í sakamálalögum, þótt í lögum um landsdóm segi að sakamálalögin eigi við þar sem landsdómslögum sleppi. Sjálf segist Sigríður telja augljóst að þessi ákvæði eigi við í hennar rannsókn. „Ég er ekki að segja að þetta sé endilega fráleitt en þetta er ekki niðurstaðan sem maður hefði búist við af þessu stjórnvaldi," segir Sigríður og vísar til þess að málshöfðunin á hendur Geir hafi verið samþykkt af Alþingi. Sigríður hefur ekki ákveðið hvort hún fer með málið lengra strax eða hvort hún bíður niðurstöðu annarra vafamála sem risin eru fyrir dómstólum. Sigríður fór einnig fram á afrit af fundargerðum og minnisblöðum af ríkisstjórnarfundum og hefur fengið heimild til að skoða þau skjöl. stigur@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur neitað að afhenda saksóknara Alþingis afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde nema að undangengnum dómsúrskurði. „Það er ekki til að flýta fyrir málinu," segir saksóknarinn Sigríður Friðjónsdóttir. Sigríður óskaði upphaflega eftir því að Þjóðskjalasafn afhenti henni afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs úr gagnasafni rannsóknarnefndar Alþingis, ásamt skýrslum af tugum einstaklinga. Því var hafnað. Sigríður hefur skotið hluta þess máls til héraðsdóms. Þegar í ljós kom að í gagnasafni rannsóknarnefndarinnar var einungis að finna fáein tölvubréf Geirs féll hún frá kröfu um haldlagningu þeirra hjá Þjóðskjalasafni og sneri sér þess í stað til forsætisráðuneytisins. Þaðan óskaði Sigríður eftir rafrænu afriti af öllu pósthólfi Geirs frá þeim tíma sem hann gegndi embætti forsætisráðherra árin 2006 til 2009. Verjandi Geirs andmælti afhendingunni í bréfi til ráðuneytisins. „Þetta getur auðvitað varðað ýmis einkamálefni eins og venja er við rannsóknir mála," útskýrir Sigríður. Slík samskipti eigi hins vegar ekki heima í sakamálinu og með þau yrði því ekkert gert. Fyrir nokkrum dögum barst svar úr ráðuneytinu þar sem segir að það telji sér ekki fært að afhenda gögnin nema fyrir liggi dómsúrskurður í þá veru. Röksemdin er sú að ekki sé ótvírætt að saksóknari Alþingis megi beita lagaákvæðum um haldlagningu í sakamálalögum, þótt í lögum um landsdóm segi að sakamálalögin eigi við þar sem landsdómslögum sleppi. Sjálf segist Sigríður telja augljóst að þessi ákvæði eigi við í hennar rannsókn. „Ég er ekki að segja að þetta sé endilega fráleitt en þetta er ekki niðurstaðan sem maður hefði búist við af þessu stjórnvaldi," segir Sigríður og vísar til þess að málshöfðunin á hendur Geir hafi verið samþykkt af Alþingi. Sigríður hefur ekki ákveðið hvort hún fer með málið lengra strax eða hvort hún bíður niðurstöðu annarra vafamála sem risin eru fyrir dómstólum. Sigríður fór einnig fram á afrit af fundargerðum og minnisblöðum af ríkisstjórnarfundum og hefur fengið heimild til að skoða þau skjöl. stigur@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira