Velta eykst á millibankamarkaði 24. febrúar 2011 03:00 Gjaldeyrir Bankarnir hafa í auknum mæli þurft að leita á millibankamarkað til kaupa á gjaldeyri, að mati Greiningar Íslandsbanka. Fréttablaðið/GVA Tölur Seðlabankans um daglega veltu á millibankamarkaði í febrúar benda, að mati Greiningar Íslandsbanka, til þess að veltan verði sú mesta í einum mánuði síðan í nóvember árið 2009. „Eru hér að sjálfsögðu tekin út þau áhrif sem aðgerðir Seðlabanka Íslands höfðu á veltuna í desember síðastliðnum,“ segir í morgunkorni bankans í gær, en þá keypti bankinn gjaldeyri fyrir 24,6 milljarða króna af fjármálafyrirtækjum til þess að draga úr gjaldeyrismisvægi þeirra. „Án þessara aðgerða var heildarveltan í desembermánuði 2.910 milljarðar króna.“ Bent er á að frá fyrsta til og með 18. febrúar hafi heildarvelta á millibankamarkaði numið 3.721 milljarði króna. Þar af séu viðskipti Seðlabankans 715 milljarðar, eða rétt tæpur fimmtungur veltunnar. „Eru viðskipti Seðlabankans jafnframt nokkuð minni hluti af heildarveltunni en að undanförnu. Af þessu virðist ljóst að útflæði gjaldeyris hjá viðskiptabönkunum er nokkuð meira en sem nemur innflæði sem leiðir til þess að þeir hafa orðið að leita á millibankamarkað í mun meira mæli með kaup á gjaldeyri,“ segir í umfjöllun greiningardeildarinnar, en sú þróun er sögð samrýmast þróuninni á gengi krónunnar í mánuðinum. „Af þeim þremur myntum sem vega hvað mest í vísitölunni, það er evru, Bandaríkjadollar og breska pundinu, hefur krónan veikst mest gagnvart pundinu,“ segir í Morgunkorni bankans, en sú veiking er sögð jafngilda veikingu krónunnar upp á 2,2 prósent. „Gagnvart Bandaríkjadollar hefur krónan veikst um 1,8 prósent en gagnvart evru um 1,1 prósent.“- óká Fréttir Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Sjá meira
Tölur Seðlabankans um daglega veltu á millibankamarkaði í febrúar benda, að mati Greiningar Íslandsbanka, til þess að veltan verði sú mesta í einum mánuði síðan í nóvember árið 2009. „Eru hér að sjálfsögðu tekin út þau áhrif sem aðgerðir Seðlabanka Íslands höfðu á veltuna í desember síðastliðnum,“ segir í morgunkorni bankans í gær, en þá keypti bankinn gjaldeyri fyrir 24,6 milljarða króna af fjármálafyrirtækjum til þess að draga úr gjaldeyrismisvægi þeirra. „Án þessara aðgerða var heildarveltan í desembermánuði 2.910 milljarðar króna.“ Bent er á að frá fyrsta til og með 18. febrúar hafi heildarvelta á millibankamarkaði numið 3.721 milljarði króna. Þar af séu viðskipti Seðlabankans 715 milljarðar, eða rétt tæpur fimmtungur veltunnar. „Eru viðskipti Seðlabankans jafnframt nokkuð minni hluti af heildarveltunni en að undanförnu. Af þessu virðist ljóst að útflæði gjaldeyris hjá viðskiptabönkunum er nokkuð meira en sem nemur innflæði sem leiðir til þess að þeir hafa orðið að leita á millibankamarkað í mun meira mæli með kaup á gjaldeyri,“ segir í umfjöllun greiningardeildarinnar, en sú þróun er sögð samrýmast þróuninni á gengi krónunnar í mánuðinum. „Af þeim þremur myntum sem vega hvað mest í vísitölunni, það er evru, Bandaríkjadollar og breska pundinu, hefur krónan veikst mest gagnvart pundinu,“ segir í Morgunkorni bankans, en sú veiking er sögð jafngilda veikingu krónunnar upp á 2,2 prósent. „Gagnvart Bandaríkjadollar hefur krónan veikst um 1,8 prósent en gagnvart evru um 1,1 prósent.“- óká
Fréttir Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Sjá meira