Lambatartar að hætti VOX 3. maí 2011 00:01 Lambatartar með fáfnisgraskremi og einiberjum. Mynd/Vilhelm Á hinum hefðbundna matseðli VOX á Hilton Hóteli við Suðurlandsbraut er þessi ferski réttur. Uppskriftin er ætluð fjórum. Hráefni:250 g fínt skorinn lambahryggvöðvi40 g Egilsstaðafeti4 msk. krækiber2 msk. bláber3 stk. sýrður, rauður perlulaukur 1 tsk. fersk, græn einiber, söxuð1 msk. fínsaxaðir skalottlaukar1 stk. egg50 g ferskt fáfnisgras250 g hlutlaus olíasvartur pipar og salt Fáfnisgraskrem: Sjóðið eggið í söltu vatni í fjórar mínútur, kælið og fjarlægið skurnina. Setjið eggið í matvinnsluvél ásamt hálfri matskeið af ediki og fáfnisgrasinu. Hellið olíunni rólega saman við þar til útkoman er hæfilega þykk. Sýrður perlulaukur: Forsjóðið laukana í söltu vatni í 40 til 60 sekúndur og færið þá yfir í klakabað. Skerið þá síðan í helminga og hellið heitum edikleginum yfir. Gott er að nota ílát með loki. Ediklögur: Setjið 1/2 dl vatn, 1/2 dl sykur, 1 dl borðedik saman í pott og komið upp suðu. Samsetning réttar: Blandið lambakjötinu saman við 1-2 matskeiðar af olíu og skalottlaukinn, smakkið til með salti og pipar, mótið í hring á miðjum disknum. Setjið krækiberin og bláberin jafnt yfir kjötið og sprautið kreminu í litlar doppur. Rífið Egilsstaðafetann í litla bita og setjið hann, ásamt lauknum í laufum ofan á allt saman. Sáldrið í lokin söxuðum einiberjunum yfir og skreytið réttinn með ferskum jurtum, til dæmis ferskum kerfli, fáfnisgrasi og dilli. Lambakjöt Uppskriftir Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Á hinum hefðbundna matseðli VOX á Hilton Hóteli við Suðurlandsbraut er þessi ferski réttur. Uppskriftin er ætluð fjórum. Hráefni:250 g fínt skorinn lambahryggvöðvi40 g Egilsstaðafeti4 msk. krækiber2 msk. bláber3 stk. sýrður, rauður perlulaukur 1 tsk. fersk, græn einiber, söxuð1 msk. fínsaxaðir skalottlaukar1 stk. egg50 g ferskt fáfnisgras250 g hlutlaus olíasvartur pipar og salt Fáfnisgraskrem: Sjóðið eggið í söltu vatni í fjórar mínútur, kælið og fjarlægið skurnina. Setjið eggið í matvinnsluvél ásamt hálfri matskeið af ediki og fáfnisgrasinu. Hellið olíunni rólega saman við þar til útkoman er hæfilega þykk. Sýrður perlulaukur: Forsjóðið laukana í söltu vatni í 40 til 60 sekúndur og færið þá yfir í klakabað. Skerið þá síðan í helminga og hellið heitum edikleginum yfir. Gott er að nota ílát með loki. Ediklögur: Setjið 1/2 dl vatn, 1/2 dl sykur, 1 dl borðedik saman í pott og komið upp suðu. Samsetning réttar: Blandið lambakjötinu saman við 1-2 matskeiðar af olíu og skalottlaukinn, smakkið til með salti og pipar, mótið í hring á miðjum disknum. Setjið krækiberin og bláberin jafnt yfir kjötið og sprautið kreminu í litlar doppur. Rífið Egilsstaðafetann í litla bita og setjið hann, ásamt lauknum í laufum ofan á allt saman. Sáldrið í lokin söxuðum einiberjunum yfir og skreytið réttinn með ferskum jurtum, til dæmis ferskum kerfli, fáfnisgrasi og dilli.
Lambakjöt Uppskriftir Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning