Klíkustríð kostar þrjú líf í Kaupmannahöfn 15. mars 2011 06:00 Ofbeldishrina Fjölmörg mál tengd deilum glæpahópa hafa komið til kasta lögreglu að undanförnu. Þrír hafa látið lífið á innan við viku. Magnús Sveinn Jónsson Þrír ungir menn eru látnir eftir röð ofbeldisverka í Kaupmannahöfn síðustu daga. Atvikin eru talin hluti af deilum glæpamanna af erlendum uppruna. Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við morðin. Síðasta atvikið var þegar 19 ára piltur lést af sárum sínum aðfaranótt mánudags, en hann varð fyrir skoti á götu úti í Norðurbrú á sunnudagskvöld. Þrír menn stukku út úr bifreið í Blågårdsgade og hleyptu af skotum á hóp manna. Hinn látni, sem er danskur ríkisborgari af innflytjendaættum, fékk skot í bakið, en aðra sakaði ekki. Hin tvö tilvikin voru þar sem 24 ára íraskur maður fannst látinn af völdum stungusára við Kristjánshöfn á laugardag og á fimmtudag lést 19 ára Sómali í skotárás í Husum-hverfinu þar sem tveir aðrir særðust, þó ekki lífshættulega. Morðið á sunnudagskvöld var fimmta skotárásin í Kaupmannahöfn og nágrenni á einni viku og hefur lögreglan eflt mjög viðbúnað sinn síðustu daga. Mennirnir sem létust voru ekki þekktir glæpamenn, þótt þeir hafi verið viðloðandi glæpagengi. Sérfræðingar í málum tengdum þessum hópum segja að líklegast séu bæði fórnarlömbin og gerendur undirmenn í klíkunum. Alls óvíst er þó að árásirnar tengist og óljóst er um hvað deilurnar snúast. „Ég held meira að segja að þeir viti ekki einu sinni sjálfir hvað málið snýst um," segir Knud Hvass, yfirmaður glæpagengjadeildar lögreglunnar í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla. Hann segir að ekkert bendi til þess að mótorhjólagengi líkt og Vítisenglar séu viðriðin þessi mál. „Þetta eru innflytjendagengin sem eru að berjast innbyrðis." Að sögn Magnúsar Sveins Jónssonar, námsmanns sem hefur verið búsettur í borginni síðustu misseri, reyna Íslendingar þar að láta þessi atvik sem minnst á sig fá. „Maður heyrir af og til af einhverjum skotárásum en persónulega breytir það litlu fyrir mig. Ég er ekki hræddur úti á kvöldin þótt ég búi niðri í miðbæ." Magnús bætir því þó við að fólk sé ef til vill á varðbergi á ferð um Norðurbrú að kvöldi til. „Ég hef samt aldrei persónulega séð neitt ofbeldi þar og vinir mínir sem búa í því hverfi hafa ekki miklar áhyggjur af þessu. Í mínum huga er þetta bara nokkuð friðsæl borg þótt auðvitað leynist misjafn sauður í mörgu fé." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Magnús Sveinn Jónsson Þrír ungir menn eru látnir eftir röð ofbeldisverka í Kaupmannahöfn síðustu daga. Atvikin eru talin hluti af deilum glæpamanna af erlendum uppruna. Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við morðin. Síðasta atvikið var þegar 19 ára piltur lést af sárum sínum aðfaranótt mánudags, en hann varð fyrir skoti á götu úti í Norðurbrú á sunnudagskvöld. Þrír menn stukku út úr bifreið í Blågårdsgade og hleyptu af skotum á hóp manna. Hinn látni, sem er danskur ríkisborgari af innflytjendaættum, fékk skot í bakið, en aðra sakaði ekki. Hin tvö tilvikin voru þar sem 24 ára íraskur maður fannst látinn af völdum stungusára við Kristjánshöfn á laugardag og á fimmtudag lést 19 ára Sómali í skotárás í Husum-hverfinu þar sem tveir aðrir særðust, þó ekki lífshættulega. Morðið á sunnudagskvöld var fimmta skotárásin í Kaupmannahöfn og nágrenni á einni viku og hefur lögreglan eflt mjög viðbúnað sinn síðustu daga. Mennirnir sem létust voru ekki þekktir glæpamenn, þótt þeir hafi verið viðloðandi glæpagengi. Sérfræðingar í málum tengdum þessum hópum segja að líklegast séu bæði fórnarlömbin og gerendur undirmenn í klíkunum. Alls óvíst er þó að árásirnar tengist og óljóst er um hvað deilurnar snúast. „Ég held meira að segja að þeir viti ekki einu sinni sjálfir hvað málið snýst um," segir Knud Hvass, yfirmaður glæpagengjadeildar lögreglunnar í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla. Hann segir að ekkert bendi til þess að mótorhjólagengi líkt og Vítisenglar séu viðriðin þessi mál. „Þetta eru innflytjendagengin sem eru að berjast innbyrðis." Að sögn Magnúsar Sveins Jónssonar, námsmanns sem hefur verið búsettur í borginni síðustu misseri, reyna Íslendingar þar að láta þessi atvik sem minnst á sig fá. „Maður heyrir af og til af einhverjum skotárásum en persónulega breytir það litlu fyrir mig. Ég er ekki hræddur úti á kvöldin þótt ég búi niðri í miðbæ." Magnús bætir því þó við að fólk sé ef til vill á varðbergi á ferð um Norðurbrú að kvöldi til. „Ég hef samt aldrei persónulega séð neitt ofbeldi þar og vinir mínir sem búa í því hverfi hafa ekki miklar áhyggjur af þessu. Í mínum huga er þetta bara nokkuð friðsæl borg þótt auðvitað leynist misjafn sauður í mörgu fé." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira