Selur sögufræga taflmenn til að borga erlent lán Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 23. mars 2011 00:01 Guðmundur G. Þórarinsson. „Þetta eru taflmennirnir sem þeir Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu með í þriðju skákinni í einvíginu mikla árið 1972 ásamt skákplötu, áritaðri af þeim báðum," segir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands. Hann hefur látið uppboðsfyrirtækinu Philip Weiss í té sögufræga taflmenn sem honum áskotnaðist fyrir fjörutíu árum í afmælisgjöf en Guðmundur var forseti Skáksambandsins þegar þeir Spasskí og Fischer mættust í einvígi aldarinnar. Taflmennirnir og platan verða boðin upp 2. apríl ásamt öðrum sögufrægum hlutum en ekki liggur fyrir hversu mikill peningur fæst fyrir taflmennina. Víst þykir að nóg er af söfnurum sem hafa áhuga á munum tengdum Bobby Fischer og þessari sögufrægu rimmu stórveldanna í Reykjavík. Guðmundur segir ástæðuna fyrir því að hann lætur taflmennina frá sér ekki vera neitt sérstaklega góða. „Ég er með erlent lán eins og svo margir aðrir og var að leita leiða hvernig ég gæti klórað mig út úr því. Sonur minn kom þá með þessa uppástungu, af hverju ég seldi ekki þessa taflmenn. Hann fór í kjölfarið að leita leiða hvernig við gætum komið þeim í verð og hafði samband við Sotheby's en þeir selja víst ekki svona söfnunargripi. Þeir bentu okkur hins vegar á Philip Weiss í New York." Þriðja skákin var tefld inní bakherbergi Laugardalshallarinnar og þykir af þeim sökum nokkuð söguleg. Guðmundur segir auðvitað leitt að þessir munir skuli vera á leið út úr landi en hann hafi bara ekki átt annarra kosta völ. „Skákborðið og taflmennirnir sem þeir notuðu í Laugardalshöll eru auðvitað á Þjóðminjasafninu en þessir taflmenn hafa mjög merkilega sögu." Þannig var að Fischer vildi ekki tefla inni í Laugardalshöll eftir fyrstu skákina því honum fannst myndavélarnar trufla sig. Hann gaf því aðra skákina og einvígið var í hálfgerðu uppnámi. „Mönnum tókst að telja hann á að tefla þriðju skákina inni í bakherbergi Laugardalshallarinnar og þar voru þessir taflmenn notaðir. Þessi skák er því oft kölluð „The Legendary 3rd game" enda bjargaði hún einvíginu." Guðmundur fékk taflmennina og skákborðið í afmælisgjöf í október árið 1972. Og taflmennirnir hafa síðan þá verið inni í skáp hjá honum. Hann segist enn fá að minnsta kosti tvær til þrjár heimsóknir á ári frá erlendum sjónvarpsstöðvum sem vilja fjalla um einvígið. „Mér hefur alltaf fundist svolítið sorglegt hvað við Íslendingar gerum lítið úr þessum viðburði." Einvígi aldarinnar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
„Þetta eru taflmennirnir sem þeir Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu með í þriðju skákinni í einvíginu mikla árið 1972 ásamt skákplötu, áritaðri af þeim báðum," segir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands. Hann hefur látið uppboðsfyrirtækinu Philip Weiss í té sögufræga taflmenn sem honum áskotnaðist fyrir fjörutíu árum í afmælisgjöf en Guðmundur var forseti Skáksambandsins þegar þeir Spasskí og Fischer mættust í einvígi aldarinnar. Taflmennirnir og platan verða boðin upp 2. apríl ásamt öðrum sögufrægum hlutum en ekki liggur fyrir hversu mikill peningur fæst fyrir taflmennina. Víst þykir að nóg er af söfnurum sem hafa áhuga á munum tengdum Bobby Fischer og þessari sögufrægu rimmu stórveldanna í Reykjavík. Guðmundur segir ástæðuna fyrir því að hann lætur taflmennina frá sér ekki vera neitt sérstaklega góða. „Ég er með erlent lán eins og svo margir aðrir og var að leita leiða hvernig ég gæti klórað mig út úr því. Sonur minn kom þá með þessa uppástungu, af hverju ég seldi ekki þessa taflmenn. Hann fór í kjölfarið að leita leiða hvernig við gætum komið þeim í verð og hafði samband við Sotheby's en þeir selja víst ekki svona söfnunargripi. Þeir bentu okkur hins vegar á Philip Weiss í New York." Þriðja skákin var tefld inní bakherbergi Laugardalshallarinnar og þykir af þeim sökum nokkuð söguleg. Guðmundur segir auðvitað leitt að þessir munir skuli vera á leið út úr landi en hann hafi bara ekki átt annarra kosta völ. „Skákborðið og taflmennirnir sem þeir notuðu í Laugardalshöll eru auðvitað á Þjóðminjasafninu en þessir taflmenn hafa mjög merkilega sögu." Þannig var að Fischer vildi ekki tefla inni í Laugardalshöll eftir fyrstu skákina því honum fannst myndavélarnar trufla sig. Hann gaf því aðra skákina og einvígið var í hálfgerðu uppnámi. „Mönnum tókst að telja hann á að tefla þriðju skákina inni í bakherbergi Laugardalshallarinnar og þar voru þessir taflmenn notaðir. Þessi skák er því oft kölluð „The Legendary 3rd game" enda bjargaði hún einvíginu." Guðmundur fékk taflmennina og skákborðið í afmælisgjöf í október árið 1972. Og taflmennirnir hafa síðan þá verið inni í skáp hjá honum. Hann segist enn fá að minnsta kosti tvær til þrjár heimsóknir á ári frá erlendum sjónvarpsstöðvum sem vilja fjalla um einvígið. „Mér hefur alltaf fundist svolítið sorglegt hvað við Íslendingar gerum lítið úr þessum viðburði."
Einvígi aldarinnar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira