Apple stefnir ríkinu til að fá tollum létt af iPod Touch 31. mars 2011 07:00 Apple-umboðið hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna tollflokkunar á lófatölvunni iPod Touch. Tollstjóri flokkar tölvuna sem tónlistarspilara en ríkistollanefnd hefur viðurkennt að um lófatölvu sé að ræða þó að nefndin hnekki ekki ákvörðun tollstjóra um tollflokkun. Tollar og vörugjöld á tónlistarspilara eru samtals 32,5 prósent en engin slík gjöld eru lögð á tölvur sem fluttar eru til landsins. Forsvarsmenn Apple líta svo á að flokka eigi iPod Touch sem tölvu en ekki afspilara. Þeir benda á að hægt sé að nota tækið til að taka myndir og myndbönd, vafra um netið, senda tölvupóst, nota samskiptaforrit, spila tölvuleiki, hringja í netsíma og fleira. Afleiðingarnar eru þær að fjölmargir kaupa tölvuna annars staðar en á Íslandi, segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Félags atvinnurekenda, sem rekur málið fyrir Apple. Páll Rúnar segir neytendur hin raunverulegu fórnarlömb í málinu. Ætli þeir að kaupa vöruna hér á landi þurfi þeir að greiða hærra verð en eðlilegt sé vegna tollflokkunarinnar. Þá tapi ríkissjóður á því að fólk kaupi tækin ekki hér á landi sökum hárra tolla og borgi í mörgum tilvikum ekki virðisaukaskatt við komuna til landsins. Hann segir óumdeilt að tækið uppfylli öll skilyrði fyrir því að teljast lófatölva samkvæmt tollskrá. Tollstjóri beiti huglægu mati þegar hann flokki iPod Touch sem afspilara og sé byggt á því hvernig hann telji að tækið sé markaðssett. „Tækninni fleygir áfram og nú er svo komið að jafnvel brauðristar eru til með mp3-spilara,“ segir Páll Rúnar. „Spurningin er hvort tollstjóri myndi skilgreina það sem afspilara með brauðristunarmöguleika?“ - bj Fréttir Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Apple-umboðið hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna tollflokkunar á lófatölvunni iPod Touch. Tollstjóri flokkar tölvuna sem tónlistarspilara en ríkistollanefnd hefur viðurkennt að um lófatölvu sé að ræða þó að nefndin hnekki ekki ákvörðun tollstjóra um tollflokkun. Tollar og vörugjöld á tónlistarspilara eru samtals 32,5 prósent en engin slík gjöld eru lögð á tölvur sem fluttar eru til landsins. Forsvarsmenn Apple líta svo á að flokka eigi iPod Touch sem tölvu en ekki afspilara. Þeir benda á að hægt sé að nota tækið til að taka myndir og myndbönd, vafra um netið, senda tölvupóst, nota samskiptaforrit, spila tölvuleiki, hringja í netsíma og fleira. Afleiðingarnar eru þær að fjölmargir kaupa tölvuna annars staðar en á Íslandi, segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Félags atvinnurekenda, sem rekur málið fyrir Apple. Páll Rúnar segir neytendur hin raunverulegu fórnarlömb í málinu. Ætli þeir að kaupa vöruna hér á landi þurfi þeir að greiða hærra verð en eðlilegt sé vegna tollflokkunarinnar. Þá tapi ríkissjóður á því að fólk kaupi tækin ekki hér á landi sökum hárra tolla og borgi í mörgum tilvikum ekki virðisaukaskatt við komuna til landsins. Hann segir óumdeilt að tækið uppfylli öll skilyrði fyrir því að teljast lófatölva samkvæmt tollskrá. Tollstjóri beiti huglægu mati þegar hann flokki iPod Touch sem afspilara og sé byggt á því hvernig hann telji að tækið sé markaðssett. „Tækninni fleygir áfram og nú er svo komið að jafnvel brauðristar eru til með mp3-spilara,“ segir Páll Rúnar. „Spurningin er hvort tollstjóri myndi skilgreina það sem afspilara með brauðristunarmöguleika?“ - bj
Fréttir Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira