Sama áhættan tapist dómsmál 1. apríl 2011 04:15 Lárus Blöndal Kostnaðarmat samninganefnda Íslands í Icesave-deilunni byggir fyrst og fremst á varfærnu mati skilanefndar Landsbankans. „Frá því í apríl 2009 hefur áætlað mat eigna búsins hækkað um að meðaltali 23 milljarða á hverjum ársfjórðungi. Það eru um 160 milljarðar frá apríl 2009 til síðustu áramóta. Það segir manni að þetta er að þróast í rétta átt,“ segir Lárus. Einnig þarf að horfa til samsetningar eignasafns þrotabús Landsbankans. Þar eru nú um 400 milljarðar í peningum og fer vaxandi. Þá er verðtryggt skuldabréf Nýja Landsbankans milli 300 og 400 milljarðar. „Það er orðinn býsna stór hluti af kökunni sem er í algerlega tryggum eignum sem allir geta lagt mat á,“ segir Lárus. „Ég met það þannig að það sé alls ekki mikil áhætta í eignasafninu sjálfu.“ Ein af stærstu eignum þrotabúsins er verslanakeðjan Iceland Foods. Lárus bendir á að skilanefndin sé mjög varfærin í mati á verðmæti keðjunnar. Verði hún seld á því verði sem nú sé fullyrt að verið sé að bjóða í hana muni Icesave-skuldin hverfa algerlega. „Núna er staðan önnur en hún var fyrir hrun. Þá snerist allt um að blása sem mestu lofti í blöðruna en núna snýst allt um hið gagnstæða. Það hentar skilanefndinni betur að meta eignirnar á lægra verði og koma óvænt með betri niðurstöðu en að meta eignirnar á hærra verði og koma svo með verri niðurstöðu. Það er ákveðin varkárni byggð inn í þetta kerfi,“ segir Lárus. Þróunin á gengi íslensku krónunnar getur haft veruleg áhrif á kostnað íslenska ríkisins vegna Icesave. „Gengið er í raun eini stóri áhættuþátturinn að mínu mati,“ segir Lárus. Frá því kröfum var lýst í þrotabúið hefur krónan styrkst, en hrapi hún getur það haft mikil áhrif á kostnaðinn. Það þyrfti þó að vera mikið, og því fyrr sem það myndi gerast þeim mun verra væri það, segir Lárus. Gjaldeyrishöftin leiða þó að hans mati til þess að hættan á miklu falli krónunnar sé afar lítil. Allir þeir áhættuþættir sem eiga við um Icesave-samninginn eiga ekki síður við um það sem gerist verði samningnum hafnað og Ísland tapi dómsmáli í kjölfarið, segir Lárus. „Það skiptir ekki máli hvort borgað er samkvæmt samningi eða dómi, það eru sömu áhættuþættir. Gengið og endurheimtur úr búinu hafa sömu áhrif. Við losnum ekki við áhættuna þó að samningurinn verði felldur, nema auðvitað ef dómsmál vinnst.“ Fréttir Icesave Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Kostnaðarmat samninganefnda Íslands í Icesave-deilunni byggir fyrst og fremst á varfærnu mati skilanefndar Landsbankans. „Frá því í apríl 2009 hefur áætlað mat eigna búsins hækkað um að meðaltali 23 milljarða á hverjum ársfjórðungi. Það eru um 160 milljarðar frá apríl 2009 til síðustu áramóta. Það segir manni að þetta er að þróast í rétta átt,“ segir Lárus. Einnig þarf að horfa til samsetningar eignasafns þrotabús Landsbankans. Þar eru nú um 400 milljarðar í peningum og fer vaxandi. Þá er verðtryggt skuldabréf Nýja Landsbankans milli 300 og 400 milljarðar. „Það er orðinn býsna stór hluti af kökunni sem er í algerlega tryggum eignum sem allir geta lagt mat á,“ segir Lárus. „Ég met það þannig að það sé alls ekki mikil áhætta í eignasafninu sjálfu.“ Ein af stærstu eignum þrotabúsins er verslanakeðjan Iceland Foods. Lárus bendir á að skilanefndin sé mjög varfærin í mati á verðmæti keðjunnar. Verði hún seld á því verði sem nú sé fullyrt að verið sé að bjóða í hana muni Icesave-skuldin hverfa algerlega. „Núna er staðan önnur en hún var fyrir hrun. Þá snerist allt um að blása sem mestu lofti í blöðruna en núna snýst allt um hið gagnstæða. Það hentar skilanefndinni betur að meta eignirnar á lægra verði og koma óvænt með betri niðurstöðu en að meta eignirnar á hærra verði og koma svo með verri niðurstöðu. Það er ákveðin varkárni byggð inn í þetta kerfi,“ segir Lárus. Þróunin á gengi íslensku krónunnar getur haft veruleg áhrif á kostnað íslenska ríkisins vegna Icesave. „Gengið er í raun eini stóri áhættuþátturinn að mínu mati,“ segir Lárus. Frá því kröfum var lýst í þrotabúið hefur krónan styrkst, en hrapi hún getur það haft mikil áhrif á kostnaðinn. Það þyrfti þó að vera mikið, og því fyrr sem það myndi gerast þeim mun verra væri það, segir Lárus. Gjaldeyrishöftin leiða þó að hans mati til þess að hættan á miklu falli krónunnar sé afar lítil. Allir þeir áhættuþættir sem eiga við um Icesave-samninginn eiga ekki síður við um það sem gerist verði samningnum hafnað og Ísland tapi dómsmáli í kjölfarið, segir Lárus. „Það skiptir ekki máli hvort borgað er samkvæmt samningi eða dómi, það eru sömu áhættuþættir. Gengið og endurheimtur úr búinu hafa sömu áhrif. Við losnum ekki við áhættuna þó að samningurinn verði felldur, nema auðvitað ef dómsmál vinnst.“
Fréttir Icesave Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira