Dómur um heildsölulán fellur í dag 1. apríl 2011 06:45 Óvissa er um tvö lagaleg atriði sem geta haft mikil áhrif á kostnað íslenskra skattgreiðenda vegna Icesave. Tekist er á um þessi atriði fyrir dómstólum og mun dómur falla um annað atriðið í dag. Í mati samninganefndar Íslands í Icesave-málinu á kostnaði ríkisins vegna Icesave er ekki reiknað með hagstæðri niðurstöðu í dómsölunum. Verði niðurstaðan í öðru hvoru málinu hagstæð ætti íslenska ríkið að sleppa alfarið við kostnað vegna Icesave. Í dag verður kveðinn upp dómur í níu málum þar sem tekist er á um hvort heildsöluinnlán séu í raun forgangskröfur í bú hinna gjaldþrota íslensku banka. Skilanefnd Landsbankans hefur skilgreint heildsöluinnlánin sem forgangskröfur, en aðrir kröfuhafar hafa höfðað mál til að fá því hnekkt. Teljist heildsöluinnlánin, sem nema um 150 milljörðum króna, ekki forgangskröfur lækka forgangskröfur í bú Landsbankans úr 1.319 milljörðum króna í 1.169 milljarða króna. Slitastjórnin metur eignasafn þrotabúsins á 1.175 milljarða króna. Sé það mat rétt myndi kostnaður skattgreiðenda vegna Icesave-málsins verða enginn, þar sem tryggingasjóðurinn fengi allar sínar kröfur greiddar. Hitt lagalega atriðið sem tekist er á um er hvort íslenski tryggingasjóðurinn eigi forgang til greiðslna úr búinu umfram aðra innstæðutryggingasjóði. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður hefur haldið því fram að svo sé. Tryggingasjóðurinn hefur höfðað mál til að freista þess að fá þetta staðfest. Gerist það fær sjóðurinn allar sínar kröfur greiddar upp í topp og kostnaður skattgreiðenda verður enginn. Fréttir Icesave Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Óvissa er um tvö lagaleg atriði sem geta haft mikil áhrif á kostnað íslenskra skattgreiðenda vegna Icesave. Tekist er á um þessi atriði fyrir dómstólum og mun dómur falla um annað atriðið í dag. Í mati samninganefndar Íslands í Icesave-málinu á kostnaði ríkisins vegna Icesave er ekki reiknað með hagstæðri niðurstöðu í dómsölunum. Verði niðurstaðan í öðru hvoru málinu hagstæð ætti íslenska ríkið að sleppa alfarið við kostnað vegna Icesave. Í dag verður kveðinn upp dómur í níu málum þar sem tekist er á um hvort heildsöluinnlán séu í raun forgangskröfur í bú hinna gjaldþrota íslensku banka. Skilanefnd Landsbankans hefur skilgreint heildsöluinnlánin sem forgangskröfur, en aðrir kröfuhafar hafa höfðað mál til að fá því hnekkt. Teljist heildsöluinnlánin, sem nema um 150 milljörðum króna, ekki forgangskröfur lækka forgangskröfur í bú Landsbankans úr 1.319 milljörðum króna í 1.169 milljarða króna. Slitastjórnin metur eignasafn þrotabúsins á 1.175 milljarða króna. Sé það mat rétt myndi kostnaður skattgreiðenda vegna Icesave-málsins verða enginn, þar sem tryggingasjóðurinn fengi allar sínar kröfur greiddar. Hitt lagalega atriðið sem tekist er á um er hvort íslenski tryggingasjóðurinn eigi forgang til greiðslna úr búinu umfram aðra innstæðutryggingasjóði. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður hefur haldið því fram að svo sé. Tryggingasjóðurinn hefur höfðað mál til að freista þess að fá þetta staðfest. Gerist það fær sjóðurinn allar sínar kröfur greiddar upp í topp og kostnaður skattgreiðenda verður enginn.
Fréttir Icesave Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira