Vilja skapa 10 þúsund störf á þremur árum 1. apríl 2011 04:00 Tillögur Kynntar Aðilar vinnumarkaðarins hittu stjórnvöld á fundi í gær þar sem kynntar voru tillögur til að örva efnahagslífið. Forsætisráðherra sagði útgjaldaauka ríkisins gætu skipt tugum milljarða en vonast væri eftir samningi til þriggja ára. Fréttablaðið/GVA Ríkisstjórnin stefnir að því að skapa tíu þúsund störf á næstum þremur árum. Tillaga stjórnvalda að aðgerðaáætlun sem ætlað er að örva atvinnu- og efnahagslíf var kynnt aðilum vinnumarkaðarins í gær. Tillögur stjórnvalda eru enn eingöngu til í drögum sem lögð voru fram í gær. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir fundina í gær að í þeim fælust mörg og viðamikil verkefni sem gætu jafnvel numið fimmtíu prósenta aukningu á opinberum framkvæmdum miðað við fjárlög. Jóhanna sagði að óvissa væri í vegamálum þar sem verulega myndi muna um ef hægt væri að leggja í umbætur á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Taldi hún að þessi áætlun gæti liðkað fyrir samningum. „Útgjaldaaukning ríkisins, í tekjutapi og útgjöldum, gæti skipt tugum milljarða króna, en við erum að vonast til þess að ef samið verði til þriggja ára muni það auka hagvöxt og atvinnuuppbyggingu og þannig muni hluti af útgjöldunum nást til baka. Þar skiptir stöðugleiki máli.“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að ekki ætti að líta til skammtímaáhrifa aðgerðanna á ríkissjóð. „Við erum að veðja á framtíðina. Að hér verði hagvöxtur og hjólin fari í gang og umsvifin í hagkerfinu aukist. Þá getur verið réttlætanlegt að taka byrðar á ríki og opinbera aðila sem skila sér til baka í auknum umsvifum síðar.“ Spurður hversu mörg störf gætu skapast vísaði Steingrímur til þess markmiðs stjórnarinnar að ná atvinnuleysi niður fyrir fimm prósent á næstu þremur árum og sagði að það kallaði á tíu þúsund ný störf á því tímabili. Náist sátt um tillögurnar verður strax hafinn undirbúningur aðgerða, meðal annars með lagabreytingum. Vilmundur Jósepsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að tillögur stjórnarinnar séu sæmileg byrjun. „En það verður að vera kristaltært í huga ríkisstjórnarinnar að sjávarútvegsmálin verða að klárast. Annað er útilokað.“ Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að tillögurnar feli í sér grunn sem geti nýst í samningaviðræðum. Hún kveðst hafa áhyggjur af aukningu á útgjöldum úr ríkissjóði sem geti kallað á niðurskurð í almannaþjónustu. Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, segir að of snemmt sé að segja hvort tillögurnar muni liðka fyrir kjaraviðræðum. „Ekki að óbreyttu, en við erum að skoða málin.“ ASÍ og SA funduðu sín á milli um tillögurnar í gær. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Fleiri fréttir Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Sjá meira
Ríkisstjórnin stefnir að því að skapa tíu þúsund störf á næstum þremur árum. Tillaga stjórnvalda að aðgerðaáætlun sem ætlað er að örva atvinnu- og efnahagslíf var kynnt aðilum vinnumarkaðarins í gær. Tillögur stjórnvalda eru enn eingöngu til í drögum sem lögð voru fram í gær. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir fundina í gær að í þeim fælust mörg og viðamikil verkefni sem gætu jafnvel numið fimmtíu prósenta aukningu á opinberum framkvæmdum miðað við fjárlög. Jóhanna sagði að óvissa væri í vegamálum þar sem verulega myndi muna um ef hægt væri að leggja í umbætur á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Taldi hún að þessi áætlun gæti liðkað fyrir samningum. „Útgjaldaaukning ríkisins, í tekjutapi og útgjöldum, gæti skipt tugum milljarða króna, en við erum að vonast til þess að ef samið verði til þriggja ára muni það auka hagvöxt og atvinnuuppbyggingu og þannig muni hluti af útgjöldunum nást til baka. Þar skiptir stöðugleiki máli.“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að ekki ætti að líta til skammtímaáhrifa aðgerðanna á ríkissjóð. „Við erum að veðja á framtíðina. Að hér verði hagvöxtur og hjólin fari í gang og umsvifin í hagkerfinu aukist. Þá getur verið réttlætanlegt að taka byrðar á ríki og opinbera aðila sem skila sér til baka í auknum umsvifum síðar.“ Spurður hversu mörg störf gætu skapast vísaði Steingrímur til þess markmiðs stjórnarinnar að ná atvinnuleysi niður fyrir fimm prósent á næstu þremur árum og sagði að það kallaði á tíu þúsund ný störf á því tímabili. Náist sátt um tillögurnar verður strax hafinn undirbúningur aðgerða, meðal annars með lagabreytingum. Vilmundur Jósepsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að tillögur stjórnarinnar séu sæmileg byrjun. „En það verður að vera kristaltært í huga ríkisstjórnarinnar að sjávarútvegsmálin verða að klárast. Annað er útilokað.“ Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að tillögurnar feli í sér grunn sem geti nýst í samningaviðræðum. Hún kveðst hafa áhyggjur af aukningu á útgjöldum úr ríkissjóði sem geti kallað á niðurskurð í almannaþjónustu. Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, segir að of snemmt sé að segja hvort tillögurnar muni liðka fyrir kjaraviðræðum. „Ekki að óbreyttu, en við erum að skoða málin.“ ASÍ og SA funduðu sín á milli um tillögurnar í gær. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Fleiri fréttir Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Sjá meira