Vilja skapa 10 þúsund störf á þremur árum 1. apríl 2011 04:00 Tillögur Kynntar Aðilar vinnumarkaðarins hittu stjórnvöld á fundi í gær þar sem kynntar voru tillögur til að örva efnahagslífið. Forsætisráðherra sagði útgjaldaauka ríkisins gætu skipt tugum milljarða en vonast væri eftir samningi til þriggja ára. Fréttablaðið/GVA Ríkisstjórnin stefnir að því að skapa tíu þúsund störf á næstum þremur árum. Tillaga stjórnvalda að aðgerðaáætlun sem ætlað er að örva atvinnu- og efnahagslíf var kynnt aðilum vinnumarkaðarins í gær. Tillögur stjórnvalda eru enn eingöngu til í drögum sem lögð voru fram í gær. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir fundina í gær að í þeim fælust mörg og viðamikil verkefni sem gætu jafnvel numið fimmtíu prósenta aukningu á opinberum framkvæmdum miðað við fjárlög. Jóhanna sagði að óvissa væri í vegamálum þar sem verulega myndi muna um ef hægt væri að leggja í umbætur á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Taldi hún að þessi áætlun gæti liðkað fyrir samningum. „Útgjaldaaukning ríkisins, í tekjutapi og útgjöldum, gæti skipt tugum milljarða króna, en við erum að vonast til þess að ef samið verði til þriggja ára muni það auka hagvöxt og atvinnuuppbyggingu og þannig muni hluti af útgjöldunum nást til baka. Þar skiptir stöðugleiki máli.“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að ekki ætti að líta til skammtímaáhrifa aðgerðanna á ríkissjóð. „Við erum að veðja á framtíðina. Að hér verði hagvöxtur og hjólin fari í gang og umsvifin í hagkerfinu aukist. Þá getur verið réttlætanlegt að taka byrðar á ríki og opinbera aðila sem skila sér til baka í auknum umsvifum síðar.“ Spurður hversu mörg störf gætu skapast vísaði Steingrímur til þess markmiðs stjórnarinnar að ná atvinnuleysi niður fyrir fimm prósent á næstu þremur árum og sagði að það kallaði á tíu þúsund ný störf á því tímabili. Náist sátt um tillögurnar verður strax hafinn undirbúningur aðgerða, meðal annars með lagabreytingum. Vilmundur Jósepsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að tillögur stjórnarinnar séu sæmileg byrjun. „En það verður að vera kristaltært í huga ríkisstjórnarinnar að sjávarútvegsmálin verða að klárast. Annað er útilokað.“ Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að tillögurnar feli í sér grunn sem geti nýst í samningaviðræðum. Hún kveðst hafa áhyggjur af aukningu á útgjöldum úr ríkissjóði sem geti kallað á niðurskurð í almannaþjónustu. Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, segir að of snemmt sé að segja hvort tillögurnar muni liðka fyrir kjaraviðræðum. „Ekki að óbreyttu, en við erum að skoða málin.“ ASÍ og SA funduðu sín á milli um tillögurnar í gær. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Ríkisstjórnin stefnir að því að skapa tíu þúsund störf á næstum þremur árum. Tillaga stjórnvalda að aðgerðaáætlun sem ætlað er að örva atvinnu- og efnahagslíf var kynnt aðilum vinnumarkaðarins í gær. Tillögur stjórnvalda eru enn eingöngu til í drögum sem lögð voru fram í gær. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir fundina í gær að í þeim fælust mörg og viðamikil verkefni sem gætu jafnvel numið fimmtíu prósenta aukningu á opinberum framkvæmdum miðað við fjárlög. Jóhanna sagði að óvissa væri í vegamálum þar sem verulega myndi muna um ef hægt væri að leggja í umbætur á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Taldi hún að þessi áætlun gæti liðkað fyrir samningum. „Útgjaldaaukning ríkisins, í tekjutapi og útgjöldum, gæti skipt tugum milljarða króna, en við erum að vonast til þess að ef samið verði til þriggja ára muni það auka hagvöxt og atvinnuuppbyggingu og þannig muni hluti af útgjöldunum nást til baka. Þar skiptir stöðugleiki máli.“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að ekki ætti að líta til skammtímaáhrifa aðgerðanna á ríkissjóð. „Við erum að veðja á framtíðina. Að hér verði hagvöxtur og hjólin fari í gang og umsvifin í hagkerfinu aukist. Þá getur verið réttlætanlegt að taka byrðar á ríki og opinbera aðila sem skila sér til baka í auknum umsvifum síðar.“ Spurður hversu mörg störf gætu skapast vísaði Steingrímur til þess markmiðs stjórnarinnar að ná atvinnuleysi niður fyrir fimm prósent á næstu þremur árum og sagði að það kallaði á tíu þúsund ný störf á því tímabili. Náist sátt um tillögurnar verður strax hafinn undirbúningur aðgerða, meðal annars með lagabreytingum. Vilmundur Jósepsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að tillögur stjórnarinnar séu sæmileg byrjun. „En það verður að vera kristaltært í huga ríkisstjórnarinnar að sjávarútvegsmálin verða að klárast. Annað er útilokað.“ Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að tillögurnar feli í sér grunn sem geti nýst í samningaviðræðum. Hún kveðst hafa áhyggjur af aukningu á útgjöldum úr ríkissjóði sem geti kallað á niðurskurð í almannaþjónustu. Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, segir að of snemmt sé að segja hvort tillögurnar muni liðka fyrir kjaraviðræðum. „Ekki að óbreyttu, en við erum að skoða málin.“ ASÍ og SA funduðu sín á milli um tillögurnar í gær. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira