Uppskipting fyrirtækja Andrés Magnússon og Orri Hauksson skrifar 28. apríl 2011 06:30 Sú breyting á samkeppnislögum sem Alþingi samþykkti á dögunum felur í sér gífurlega breytingu á núgildandi lagaumhverfi. Með umræddri breytingu er Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til þess að grípa inn í starfsemi fyrirtækja án þess fyrir liggi með skýrum hætti að um brot á samkeppnislögum hafi verið að ræða. Samkeppniseftirlitið mun því geta skipt upp fyrirtækjum eða fyrirskipað „breytingar á atferli og skipulagi" þeirra eins og það er kallað. Heimild þessi er bæði matskennd og óskýr og því órafjarri þeim skýrleika sem gera verður til löggjafar samkeppnismála. Fá ef nokkur dæmi eru til um sambærilegt framsal valds af hálfu löggjafans. Fremstu fræðimenn okkar á sviði samkeppnisréttar bentu á með sterkum rökum að hið nýja lagaákvæði samrýmist ekki ákvæði stjórnarskrár Íslands um vernd eignarréttar. Þeir bentu einnig á að Samkeppniseftirlitið hefur nú þegar víðtækar heimildir til aðgerða og auknar heimildir væru því óþarfar. Svo virðist sem Alþingi hafi virt skoðanir þeirra að vettugi. Sama á við um sjónarmið fjölmargra annarra s.s. hagsmunasamtaka atvinnulífsins. Erfitt er að una við það að lagaákvæði sem vega að stjórnarskrárbundnum réttindum séu lögfest án skýringa hvernig löggjafinn telji umrætt ákvæði samrýmast stjórnarskránni. Slík vinnubrögð löggjafans eru vart til þess fallin að auka tiltrú og traust meðal hins almenna borgara. Að búa við sæmilegt réttaröryggi er grundvallarkrafa sem almenningur gerir til Alþingis. Sú heimild til uppskiptingar fyrirtækja sem nú hefur verið lögfest er bæði opin og matskennd. Þar sem slík heimild er til staðar án þess að um skýrt brot á samkeppnislögum hafi verið að ræða, verður útilokað fyrir stjórnendur fyrirtækja að gera sér grein fyrir hvort samkeppnisyfirvöld séu líkleg til að grípa inn í rekstur þeirra. Réttaröryggi þeirra sem standa fyrir atvinnurekstri er þannig stórlega skert með lögunum. Atvinnulífið og samtök þess gera ekki aðrar kröfur en að samkeppnislöggjöf sé skýr og fyrirsjáanleg rétt eins og gerðar eru kröfur til fyrirtækja um skýra og gegnsæja starfshætti, greinargóða upplýsingaöflun og gott samstarf við samkeppnisyfirvöld. Óskýr lagaákvæði um mögulega uppskiptingu fyrirtækja kunna ennfremur að leiða til þess að stjórnun og rekstur fyrirtækja verði óskilvirkari. Síðast en ekki síst eykst tortryggni milli fyrirtækja og samkeppnisyfirvalda sem er afar óheppilegt miðað við atburði síðustu missera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Sjá meira
Sú breyting á samkeppnislögum sem Alþingi samþykkti á dögunum felur í sér gífurlega breytingu á núgildandi lagaumhverfi. Með umræddri breytingu er Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til þess að grípa inn í starfsemi fyrirtækja án þess fyrir liggi með skýrum hætti að um brot á samkeppnislögum hafi verið að ræða. Samkeppniseftirlitið mun því geta skipt upp fyrirtækjum eða fyrirskipað „breytingar á atferli og skipulagi" þeirra eins og það er kallað. Heimild þessi er bæði matskennd og óskýr og því órafjarri þeim skýrleika sem gera verður til löggjafar samkeppnismála. Fá ef nokkur dæmi eru til um sambærilegt framsal valds af hálfu löggjafans. Fremstu fræðimenn okkar á sviði samkeppnisréttar bentu á með sterkum rökum að hið nýja lagaákvæði samrýmist ekki ákvæði stjórnarskrár Íslands um vernd eignarréttar. Þeir bentu einnig á að Samkeppniseftirlitið hefur nú þegar víðtækar heimildir til aðgerða og auknar heimildir væru því óþarfar. Svo virðist sem Alþingi hafi virt skoðanir þeirra að vettugi. Sama á við um sjónarmið fjölmargra annarra s.s. hagsmunasamtaka atvinnulífsins. Erfitt er að una við það að lagaákvæði sem vega að stjórnarskrárbundnum réttindum séu lögfest án skýringa hvernig löggjafinn telji umrætt ákvæði samrýmast stjórnarskránni. Slík vinnubrögð löggjafans eru vart til þess fallin að auka tiltrú og traust meðal hins almenna borgara. Að búa við sæmilegt réttaröryggi er grundvallarkrafa sem almenningur gerir til Alþingis. Sú heimild til uppskiptingar fyrirtækja sem nú hefur verið lögfest er bæði opin og matskennd. Þar sem slík heimild er til staðar án þess að um skýrt brot á samkeppnislögum hafi verið að ræða, verður útilokað fyrir stjórnendur fyrirtækja að gera sér grein fyrir hvort samkeppnisyfirvöld séu líkleg til að grípa inn í rekstur þeirra. Réttaröryggi þeirra sem standa fyrir atvinnurekstri er þannig stórlega skert með lögunum. Atvinnulífið og samtök þess gera ekki aðrar kröfur en að samkeppnislöggjöf sé skýr og fyrirsjáanleg rétt eins og gerðar eru kröfur til fyrirtækja um skýra og gegnsæja starfshætti, greinargóða upplýsingaöflun og gott samstarf við samkeppnisyfirvöld. Óskýr lagaákvæði um mögulega uppskiptingu fyrirtækja kunna ennfremur að leiða til þess að stjórnun og rekstur fyrirtækja verði óskilvirkari. Síðast en ekki síst eykst tortryggni milli fyrirtækja og samkeppnisyfirvalda sem er afar óheppilegt miðað við atburði síðustu missera.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar