Krakkarnir í skólanum kalla mig Royal 29. apríl 2011 06:00 Óðinn heyrir reglulega í afa sínum í Boston Spa og segir hann spenntan fyrir brúðkaupinu í dag. Fréttablaðið/Anton „Hann er núna aðalkarlinn í þorpinu sínu," segir Óðinn Páll Ríkharðsson, sautján ára nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Þar vísar hann til afa síns, Davids Middleton, sem verður í dag viðstaddur brúðkaup frænku sinnar, Kate Middleton, og Vilhjálms Bretaprins í Westminster Abbey í London. Ekkjumaðurinn og lögfræðingurinn David er eins konar höfuð Middleton-fjölskyldunnar, elsti meðlimur hennar sem enn lifir. Hann og faðir brúðarinnar, Michael Middleton, eru systkinabörn. Óðinn Páll segist alla tíð hafa átt regluleg samskipti við afa sinn og heimsótt hann á sumrin til smábæjarins Boston Spa í Yorkshire-héraði, þar sem sá gamli er nú hrókur alls fagnaðar. Hann segist ekki hafa íhugað að taka upp eftirnafnið Middleton, eins og hann gæti gert. „Það væri þá frekar að breyta því í Richardsson," segir hann, en faðir hans er Richard Middleton, menntaskólakennari á Akureyri.Frænka Pabbi Kate Middleton og afi Óðins eru systkinasynir.Stóra spurningin er hins vegar þessi: Hefur Óðinn Páll hitt Kate? Hann segist ekki muna eftir því. „En ég hef örugglega verið með henni í fjölskylduboði einhvern tímann." Óðinn Páll segisthafa verið að skrifast á við afa sinn upp á síðkastið og kveður hann mjög spenntan fyrir brúðkaupinu í dag. En þá er ekki öll sagan sögð, því Óðinn Páll á annan afa, og raunar ömmu líka, sem einnig hafa verið viðstödd konunglegt brúðkaup í Bretlandi, ótrúlegt en satt. Móðurafi hans, Sigurður Bjarnason, var sendiherra Íslands í London á árum áður og fór sem slíkur í brúðkaup Karls Bretaprins og Díönu prinsessu af Wales fyrir þrjátíu árum ásamt konu sinni, Ólöfu Pálsdóttur. Óðinn Páll segist reyndar aldrei hafa rætt brúðkaupið við Sigurð afa sinn. „En ég get ímyndað mér að hann eigi nokkrar góðar sögur þaðan," bætir hann við. Og hvernig skyldi það vera fyrir sautján ára menntskæling uppi á Íslandi að eiga afa og ömmu sem hafa umgengist allt þetta kóngafólk? „Ég er alveg rólegur yfir þessu," segir hann, en játar að athyglin sem hann fær frá vinum sínum og félögum vegna málsins sé pínulítið spennandi. „Krakkarnir í skólanum kalla mig Royal," segir Óðinn Páll Ríkharðsson, frændi tilvonandi Bretaprinsessu. stigur@frettabladid.is William & Kate Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Sjá meira
„Hann er núna aðalkarlinn í þorpinu sínu," segir Óðinn Páll Ríkharðsson, sautján ára nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Þar vísar hann til afa síns, Davids Middleton, sem verður í dag viðstaddur brúðkaup frænku sinnar, Kate Middleton, og Vilhjálms Bretaprins í Westminster Abbey í London. Ekkjumaðurinn og lögfræðingurinn David er eins konar höfuð Middleton-fjölskyldunnar, elsti meðlimur hennar sem enn lifir. Hann og faðir brúðarinnar, Michael Middleton, eru systkinabörn. Óðinn Páll segist alla tíð hafa átt regluleg samskipti við afa sinn og heimsótt hann á sumrin til smábæjarins Boston Spa í Yorkshire-héraði, þar sem sá gamli er nú hrókur alls fagnaðar. Hann segist ekki hafa íhugað að taka upp eftirnafnið Middleton, eins og hann gæti gert. „Það væri þá frekar að breyta því í Richardsson," segir hann, en faðir hans er Richard Middleton, menntaskólakennari á Akureyri.Frænka Pabbi Kate Middleton og afi Óðins eru systkinasynir.Stóra spurningin er hins vegar þessi: Hefur Óðinn Páll hitt Kate? Hann segist ekki muna eftir því. „En ég hef örugglega verið með henni í fjölskylduboði einhvern tímann." Óðinn Páll segisthafa verið að skrifast á við afa sinn upp á síðkastið og kveður hann mjög spenntan fyrir brúðkaupinu í dag. En þá er ekki öll sagan sögð, því Óðinn Páll á annan afa, og raunar ömmu líka, sem einnig hafa verið viðstödd konunglegt brúðkaup í Bretlandi, ótrúlegt en satt. Móðurafi hans, Sigurður Bjarnason, var sendiherra Íslands í London á árum áður og fór sem slíkur í brúðkaup Karls Bretaprins og Díönu prinsessu af Wales fyrir þrjátíu árum ásamt konu sinni, Ólöfu Pálsdóttur. Óðinn Páll segist reyndar aldrei hafa rætt brúðkaupið við Sigurð afa sinn. „En ég get ímyndað mér að hann eigi nokkrar góðar sögur þaðan," bætir hann við. Og hvernig skyldi það vera fyrir sautján ára menntskæling uppi á Íslandi að eiga afa og ömmu sem hafa umgengist allt þetta kóngafólk? „Ég er alveg rólegur yfir þessu," segir hann, en játar að athyglin sem hann fær frá vinum sínum og félögum vegna málsins sé pínulítið spennandi. „Krakkarnir í skólanum kalla mig Royal," segir Óðinn Páll Ríkharðsson, frændi tilvonandi Bretaprinsessu. stigur@frettabladid.is
William & Kate Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Sjá meira