Atvinnuleysi og lítill hagvöxtur í Bandaríkjunum 2. maí 2011 04:00 Ben Bernanke seðlabankastjóri sagðist á blaðamannafundi í fyrradag ætla að gera allt hvað hann geti til að koma efnahagslífi Bandaríkjanna á réttan kjöl. Þar á meðal að halda vaxtastigi lágu. Fréttablaðið/AP Hagvöxtur mældist 1,8 prósent í Bandaríkjunum á ársgrundvelli á fyrstu þremur mánuðum ársins, samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytisins þar í landi. Þetta er verulegur samdráttur á milli ársfjórðunga en hagkerfið óx um 3,1 prósent á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Ekki bætti úr skák að atvinnuleysi jókst vestanhafs í þarsíðustu viku. Þessi afturkippur í efnahagslífinu þykir draga úr væntingum um viðspyrnu efnahagslífsins eftir fjármálakreppuna. Hagtölurnar vestra eru nokkuð undir væntingum en samkvæmt meðalspá Reuters var almennt reiknað með 2,0 prósenta hagvexti á fjórðungnum. Þá hljóðaði hagspá bandaríska seðlabankans upp á 3,4 til 3,9 prósenta hagvöxt á árinu öllu. Ben Bernanke seðlabankastjóri sagði á blaðamannafundi fyrir helgi að bankastjórnin myndi leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að koma efnahagslífinu í gang, þar á meðal að halda stýrivöxtum lágum. Eftir birtingu upplýsinganna í gær birti seðlabankinn endurskoðaða hagspá þar sem væntingar um hagvöxt voru dregnar niður í 3,1 til 3,3 prósent. Rökin fyrir endurskoðuninni voru veikur bati efnahagslífsins og almennar verðhækkanir sem hafi keyrt upp verðbólgu. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir hækkun á raforkuverði ekki óeðlilega nú um stundir enda kaldur vetur að baki. Reuters-fréttastofan bætir við að veðurfarið hafi hamlað framkvæmdum utandyra. Við þá þróun hafi bæst snörp hækkun á eldsneyti og matvælum, ekki síst korni og hveiti, sem kom illa við buddu neytenda og olli því að þeir héldu að sér höndum í byrjun árs. jonab@frettabladid.is að Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hagvöxtur mældist 1,8 prósent í Bandaríkjunum á ársgrundvelli á fyrstu þremur mánuðum ársins, samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytisins þar í landi. Þetta er verulegur samdráttur á milli ársfjórðunga en hagkerfið óx um 3,1 prósent á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Ekki bætti úr skák að atvinnuleysi jókst vestanhafs í þarsíðustu viku. Þessi afturkippur í efnahagslífinu þykir draga úr væntingum um viðspyrnu efnahagslífsins eftir fjármálakreppuna. Hagtölurnar vestra eru nokkuð undir væntingum en samkvæmt meðalspá Reuters var almennt reiknað með 2,0 prósenta hagvexti á fjórðungnum. Þá hljóðaði hagspá bandaríska seðlabankans upp á 3,4 til 3,9 prósenta hagvöxt á árinu öllu. Ben Bernanke seðlabankastjóri sagði á blaðamannafundi fyrir helgi að bankastjórnin myndi leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að koma efnahagslífinu í gang, þar á meðal að halda stýrivöxtum lágum. Eftir birtingu upplýsinganna í gær birti seðlabankinn endurskoðaða hagspá þar sem væntingar um hagvöxt voru dregnar niður í 3,1 til 3,3 prósent. Rökin fyrir endurskoðuninni voru veikur bati efnahagslífsins og almennar verðhækkanir sem hafi keyrt upp verðbólgu. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir hækkun á raforkuverði ekki óeðlilega nú um stundir enda kaldur vetur að baki. Reuters-fréttastofan bætir við að veðurfarið hafi hamlað framkvæmdum utandyra. Við þá þróun hafi bæst snörp hækkun á eldsneyti og matvælum, ekki síst korni og hveiti, sem kom illa við buddu neytenda og olli því að þeir héldu að sér höndum í byrjun árs. jonab@frettabladid.is að
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent