Seðlabankar hækka stýrivexti bráðlega Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 4. maí 2011 16:00 Almennt er búist við að helstu seðlabankar heimsins séu að snúa frá lágvaxtastefnu sinni sem verið hefur við lýði í á þriðja ár í baráttu sinni gegn verðhækkunum á olíu- og matvörumarkaði sem hefur keyrt upp verðbólgu víða um heim. Evrópski seðlabankinn reið á vaðið í nýliðnum mánuði og hækkaði stýrivexti um fjórðung úr prósentustigi. Við það fór vaxtastig úr einu prósenti í 1,25 og hefur það ekki verið hærra í tæp þrjú ár. Helsta ástæðan fyrir vaxtahækkuninni er sú að verðbólga jókst á evrusvæðinu í mánuðinum, fór úr 2,7 prósentum í mars í 2,8 prósent. Það er tæpu prósentustigi yfir verðbólgumarkmiðum evrópska seðlabankans. Vaxtahækkun hefur af sömu ástæðu legið um skeið í loftinu í Bandaríkjunum og Bretlandi, sem bæði flagga lægstu stýrivöxtum í sögulegu tilliti. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir fjármálasérfræðingum í Evrópu að aðstæður séu slíkar á myntsvæðinu að sennilegt sé að vextir verði hækkaðir frekar í næsta mánuði, jafnvel að þeir verði komnir í 1,75 prósent fyrir árslok. Jens Sondergaard, hagfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Nomura International í London, segir í samtali við fréttastofuna vaxtahækkun geta hamlað því að fasteignamarkaðurinn nái sér á strik eftir dýfu í fjármálakreppunni. „Það hefur dregið úr eftirspurn húsnæðislána. Við teljum að fólk viti ekki í hvorn fótinn það á að stíga," segir hann. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, varaði nýverið við að aukin verðbólga gæti haft neikvæð áhrif í Asíu, ekki síst á íbúa landanna. Mælt var með því að seðlabankar í álfunni brygðust við með aðhaldssamari fjármálastefnu en fram til þessa hefði tíðkast. Indverjar hafa ekki látið sitt eftir liggja. Seðlabanki landsins hækkaði stýrivexti í gær um hálft prósentustig og fór vaxtastig við það í 7,25 prósent. Breska ríkisútvarpið segir þetta snarpari hækkun en búist hafi verið við. Þetta var níunda stýrivaxtahækkun bankans á rúmu ári og liður í að draga úr þenslu efnahagslífsins. Verðbólga á Indlandi mældist 8,9 prósent í mars. Búist er við að aðgerðin muni draga hagvöxt niður í átta prósent á árinu. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Almennt er búist við að helstu seðlabankar heimsins séu að snúa frá lágvaxtastefnu sinni sem verið hefur við lýði í á þriðja ár í baráttu sinni gegn verðhækkunum á olíu- og matvörumarkaði sem hefur keyrt upp verðbólgu víða um heim. Evrópski seðlabankinn reið á vaðið í nýliðnum mánuði og hækkaði stýrivexti um fjórðung úr prósentustigi. Við það fór vaxtastig úr einu prósenti í 1,25 og hefur það ekki verið hærra í tæp þrjú ár. Helsta ástæðan fyrir vaxtahækkuninni er sú að verðbólga jókst á evrusvæðinu í mánuðinum, fór úr 2,7 prósentum í mars í 2,8 prósent. Það er tæpu prósentustigi yfir verðbólgumarkmiðum evrópska seðlabankans. Vaxtahækkun hefur af sömu ástæðu legið um skeið í loftinu í Bandaríkjunum og Bretlandi, sem bæði flagga lægstu stýrivöxtum í sögulegu tilliti. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir fjármálasérfræðingum í Evrópu að aðstæður séu slíkar á myntsvæðinu að sennilegt sé að vextir verði hækkaðir frekar í næsta mánuði, jafnvel að þeir verði komnir í 1,75 prósent fyrir árslok. Jens Sondergaard, hagfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Nomura International í London, segir í samtali við fréttastofuna vaxtahækkun geta hamlað því að fasteignamarkaðurinn nái sér á strik eftir dýfu í fjármálakreppunni. „Það hefur dregið úr eftirspurn húsnæðislána. Við teljum að fólk viti ekki í hvorn fótinn það á að stíga," segir hann. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, varaði nýverið við að aukin verðbólga gæti haft neikvæð áhrif í Asíu, ekki síst á íbúa landanna. Mælt var með því að seðlabankar í álfunni brygðust við með aðhaldssamari fjármálastefnu en fram til þessa hefði tíðkast. Indverjar hafa ekki látið sitt eftir liggja. Seðlabanki landsins hækkaði stýrivexti í gær um hálft prósentustig og fór vaxtastig við það í 7,25 prósent. Breska ríkisútvarpið segir þetta snarpari hækkun en búist hafi verið við. Þetta var níunda stýrivaxtahækkun bankans á rúmu ári og liður í að draga úr þenslu efnahagslífsins. Verðbólga á Indlandi mældist 8,9 prósent í mars. Búist er við að aðgerðin muni draga hagvöxt niður í átta prósent á árinu.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira