Geir ákærður í næstu viku 7. maí 2011 07:30 Geir H. Haarde Saksóknari Alþingis mun gefa út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í næstu viku. Ákæruskjalið er tilbúið og verður sent dómnum og verjanda Geirs eftir helgi ásamt öllum gögnum málsins. Ákæran er einungis um tvær blaðsíður. Henni fylgja hins vegar ótal skjöl, samtals vel á fjórða þúsund blaðsíður upp úr tölvupósti, skýrslum rannsóknarnefndar Alþingis og öðru. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Sigríði Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, í gær voru hún og samstarfsmenn hennar tveir að leggja lokahönd á um hundrað síðna skjalaskrá, þar sem gerð er grein fyrir gögnunum og því markverðasta sem í þeim má finna. Eftir helgi verður ákæran og fylgigögnin send í ljósritun. Hver dómaranna fimmtán í landsdómi fær sitt eintak, eins og saksóknari og verjandi. Því má gera ráð fyrir að heildarfjöldi blaðsíðna sem ljósrita þarf verði á bilinu fjörutíu til sjötíu þúsund. Eintökin verða líklega í tíu bindum hvert. Þegar dómurinn hefur fengið ákæruna í hendur er það hlutverk hans að stefna Geir fyrir dóminn svo þingfesta megi ákæruna. Þingfestingin getur þó ekki farið fram fyrr en þremur vikum eftir að stefnan er birt. Það verður því tæpast fyrr en í lok mánaðar eða í byrjun júní, að mati Sigríðar.- sh Landsdómur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Saksóknari Alþingis mun gefa út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í næstu viku. Ákæruskjalið er tilbúið og verður sent dómnum og verjanda Geirs eftir helgi ásamt öllum gögnum málsins. Ákæran er einungis um tvær blaðsíður. Henni fylgja hins vegar ótal skjöl, samtals vel á fjórða þúsund blaðsíður upp úr tölvupósti, skýrslum rannsóknarnefndar Alþingis og öðru. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Sigríði Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, í gær voru hún og samstarfsmenn hennar tveir að leggja lokahönd á um hundrað síðna skjalaskrá, þar sem gerð er grein fyrir gögnunum og því markverðasta sem í þeim má finna. Eftir helgi verður ákæran og fylgigögnin send í ljósritun. Hver dómaranna fimmtán í landsdómi fær sitt eintak, eins og saksóknari og verjandi. Því má gera ráð fyrir að heildarfjöldi blaðsíðna sem ljósrita þarf verði á bilinu fjörutíu til sjötíu þúsund. Eintökin verða líklega í tíu bindum hvert. Þegar dómurinn hefur fengið ákæruna í hendur er það hlutverk hans að stefna Geir fyrir dóminn svo þingfesta megi ákæruna. Þingfestingin getur þó ekki farið fram fyrr en þremur vikum eftir að stefnan er birt. Það verður því tæpast fyrr en í lok mánaðar eða í byrjun júní, að mati Sigríðar.- sh
Landsdómur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira