Vilja auka útflutning lambakjöts um rúmlega helming 12. maí 2011 05:45 Þverárfellsréttir Evrópusambandið flytur inn nálægt 300 þúsund tonnum af kjöti árlega og því myndi rúmlega tvö þúsund tonna aukning innflutnings héðan ekki vera nema sem dropi í hafið.Fréttablaðið/Valli Líkur eru á að kvótinn, sem flytja má inn af íslensku lambakjöti til ríkja Evrópusambandsins (ESB) án þess að greiða toll, verði fullnýttur áður en langt er liðið á haustið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru hafnar fyrstu þreifingar í þá átt að auka kvótann. Í byrjun vikunnar fóru fulltrúar stjórnvalda til Brussel með það fyrir augum að kanna vilja framkvæmdastjórnar ESB til þess að auka tollfrjálsa kvótann úr 1.850 tonnum í allt að 4.000 tonn. Formlegar viðræður um málið hafa samt ekki verið boðaðar. Fulltrúum Íslands mun þó hafa verið ágætlega tekið og málið vera til frekari skoðunar. Ágúst Andrésson, forstöðumaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, segir landslagið í kjötútflutningsmálum gjörbreytt frá því sem var þegar menn þurftu að „fara á hnjánum" til að biðja um aukinn kvóta inn á Evrópumarkað því þar vanti nú lambakjöt á markað.Ágúst Andrésson.Samdráttur í stórum framleiðslulöndum á borð við Nýja-Sjáland og Ástralíu hafi gert það að verkum að kaupendur í ríkjum ESB hafi þrýst á framkvæmdastjórn sambandsins að heimila aukinn innflutning kjöts frá Íslandi. „Þeir hafa átt nokkra fundi með fulltrúum framkvæmdastjórnarinnar," segir Ágúst og kveður Samtök sláturleyfishafa hér jafnframt hafa óskað eftir því við stjórnvöld að hafnar yrðu viðræður um aukinn útflutning héðan. Hugmyndir séu uppi um að kvótinn verði aukinn í 4.000 tonn. „Slík aukning myndi hafa mikil áhrif hér heima og auka verulega tækifæri til framleiðsluaukningar, þótt hún yrði að sjálfsögðu í sátt og samlyndi við náttúruna," segir Ágúst, sem telur framfarir í beitarstýringu og á öðrum sviðum þýða að bændur gætu hér aukið framleiðslu umtalsvert. Aukningin væri hins vegar ekki nema dropi í hafið hvað ESB varðaði, sem í heild flytur inn um 300 þúsund tonn af kjöti árlega. Ágúst viðurkennir þó að hér kynni að verða einhver breyting á framboði með auknum útflutningi. „Það er bara einn hryggur á móti hverjum tveimur lærum," segir hann en áréttar að aldrei komi til þess að hér verði skortur á lambakjöti. „Það eru til aðrar sneiðar," segir hann og kveður framleiðsluna einnig munu smáaukast. - óká Fréttir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Líkur eru á að kvótinn, sem flytja má inn af íslensku lambakjöti til ríkja Evrópusambandsins (ESB) án þess að greiða toll, verði fullnýttur áður en langt er liðið á haustið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru hafnar fyrstu þreifingar í þá átt að auka kvótann. Í byrjun vikunnar fóru fulltrúar stjórnvalda til Brussel með það fyrir augum að kanna vilja framkvæmdastjórnar ESB til þess að auka tollfrjálsa kvótann úr 1.850 tonnum í allt að 4.000 tonn. Formlegar viðræður um málið hafa samt ekki verið boðaðar. Fulltrúum Íslands mun þó hafa verið ágætlega tekið og málið vera til frekari skoðunar. Ágúst Andrésson, forstöðumaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, segir landslagið í kjötútflutningsmálum gjörbreytt frá því sem var þegar menn þurftu að „fara á hnjánum" til að biðja um aukinn kvóta inn á Evrópumarkað því þar vanti nú lambakjöt á markað.Ágúst Andrésson.Samdráttur í stórum framleiðslulöndum á borð við Nýja-Sjáland og Ástralíu hafi gert það að verkum að kaupendur í ríkjum ESB hafi þrýst á framkvæmdastjórn sambandsins að heimila aukinn innflutning kjöts frá Íslandi. „Þeir hafa átt nokkra fundi með fulltrúum framkvæmdastjórnarinnar," segir Ágúst og kveður Samtök sláturleyfishafa hér jafnframt hafa óskað eftir því við stjórnvöld að hafnar yrðu viðræður um aukinn útflutning héðan. Hugmyndir séu uppi um að kvótinn verði aukinn í 4.000 tonn. „Slík aukning myndi hafa mikil áhrif hér heima og auka verulega tækifæri til framleiðsluaukningar, þótt hún yrði að sjálfsögðu í sátt og samlyndi við náttúruna," segir Ágúst, sem telur framfarir í beitarstýringu og á öðrum sviðum þýða að bændur gætu hér aukið framleiðslu umtalsvert. Aukningin væri hins vegar ekki nema dropi í hafið hvað ESB varðaði, sem í heild flytur inn um 300 þúsund tonn af kjöti árlega. Ágúst viðurkennir þó að hér kynni að verða einhver breyting á framboði með auknum útflutningi. „Það er bara einn hryggur á móti hverjum tveimur lærum," segir hann en áréttar að aldrei komi til þess að hér verði skortur á lambakjöti. „Það eru til aðrar sneiðar," segir hann og kveður framleiðsluna einnig munu smáaukast. - óká
Fréttir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira