Mikilvægt að draga úr einkaneyslunni 12. maí 2011 06:00 gámar á hafnarbakkanum Hættulegt getur verið að flytja inn meira en flutt er úr landi, að sögn forstöðumanns greiningar Arion banka. Fréttablaðið/hari „Við höfum góð spil á hendi og nú er mikilvægt að við spilum rétt úr þeim. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Í nýrri hagspá bankans sem birt var á þriðjudag kemur fram að hagkerfið sé að snúa úr dýpsta samdráttarskeiði um áratugaskeið í lítils háttar hagvöxt. Deildin gerir ráð fyrir um eins prósents hagvexti á þessu ári en um 2,0 á næsta ári. Til samanburðar spáir Seðlabankinn 2,3 prósenta hagvexti á þessu ári. Ásdís segir að markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið að Ísland rétti úr kútnum. Það hafi gengið eftir og efnahagslíf landsins liti vel út í alþjóðlegum samanburði. „Þetta er vissulega ekki mikill hagvöxtur, batinn er brothættur þótt hann hafi verið sársaukafullur og lítið má út af bera til að við förum úr hagvaxtarskeiði í samdrátt aftur,“ segir hún. Ásdís bendir á mikilvægi þess að halda kúrs. „Við erum að koma okkur upp úr hruninu og erum búin að taka á erfiðum málum. Nú þurfum við að horfa fram á veginn og passa okkur á því að leysa þau verkefni sem fram undan eru. Við þurfum að skila afgangi af ríkisrekstri, halda áfram að fylgja þeirri áætlun eftir sem við höfum sett okkur og greiða niður skuldir. Þá þurfum við að skila afgangi af viðskiptum við útlönd. Við megum ekki sjá neysluna fara í gang. Ef hún gerir það þurfum við að flytja meira út. Það hefur ekki gengið eftir og því verðum við að halda neyslu í skefjum,“ segir hún og bendir á tölur um kröftugan vöxt í innflutningi máli sínu til stuðnings. Ásdís segir nýlega samninga ASÍ og SA um launahækkanir ekki það sem hagkerfið þurfi á að halda um þessar mundir. „Þetta er ein hættan. Við erum að horfa á of miklar launahækkanir og keðjuverkandi áhrif af þeim. Launakostnaður fyrirtækja hækkar, það eykur verðbólgu og getur aukið atvinnuleysi þar sem fyrirtækin geta ekki borið kostnaðinn. Að mínu mati fórum við fram úr okkur,“ segir Ásdís. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
„Við höfum góð spil á hendi og nú er mikilvægt að við spilum rétt úr þeim. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Í nýrri hagspá bankans sem birt var á þriðjudag kemur fram að hagkerfið sé að snúa úr dýpsta samdráttarskeiði um áratugaskeið í lítils háttar hagvöxt. Deildin gerir ráð fyrir um eins prósents hagvexti á þessu ári en um 2,0 á næsta ári. Til samanburðar spáir Seðlabankinn 2,3 prósenta hagvexti á þessu ári. Ásdís segir að markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið að Ísland rétti úr kútnum. Það hafi gengið eftir og efnahagslíf landsins liti vel út í alþjóðlegum samanburði. „Þetta er vissulega ekki mikill hagvöxtur, batinn er brothættur þótt hann hafi verið sársaukafullur og lítið má út af bera til að við förum úr hagvaxtarskeiði í samdrátt aftur,“ segir hún. Ásdís bendir á mikilvægi þess að halda kúrs. „Við erum að koma okkur upp úr hruninu og erum búin að taka á erfiðum málum. Nú þurfum við að horfa fram á veginn og passa okkur á því að leysa þau verkefni sem fram undan eru. Við þurfum að skila afgangi af ríkisrekstri, halda áfram að fylgja þeirri áætlun eftir sem við höfum sett okkur og greiða niður skuldir. Þá þurfum við að skila afgangi af viðskiptum við útlönd. Við megum ekki sjá neysluna fara í gang. Ef hún gerir það þurfum við að flytja meira út. Það hefur ekki gengið eftir og því verðum við að halda neyslu í skefjum,“ segir hún og bendir á tölur um kröftugan vöxt í innflutningi máli sínu til stuðnings. Ásdís segir nýlega samninga ASÍ og SA um launahækkanir ekki það sem hagkerfið þurfi á að halda um þessar mundir. „Þetta er ein hættan. Við erum að horfa á of miklar launahækkanir og keðjuverkandi áhrif af þeim. Launakostnaður fyrirtækja hækkar, það eykur verðbólgu og getur aukið atvinnuleysi þar sem fyrirtækin geta ekki borið kostnaðinn. Að mínu mati fórum við fram úr okkur,“ segir Ásdís. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent