Alltaf þörf á góðum forritum 12. maí 2011 05:00 höfundur airserver Fjöldi heimsókna á vefsíðuna þar sem hugbúnaðurinn AirServer er seldur fór úr sjötíu á dag í tíu þúsund eftir umfjöllun erlendra tímarita.Fréttablaðið/ANTon „Hugbúnaðurinn hefur vakið gríðarlega mikla athygli enda var mikil þörf á honum. Við fáum nú tíu þúsund heimsóknir á vefsíðu okkar á dag í stað sjötíu,“ segir Pratik Kumar, stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. Pratik hefur verið búsettur hér í meira en áratug, hóf störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Oz og er íslenskur ríkisborgari. Fyrir hálfum mánuði hóf fyrirtækið sölu á hugbúnaðinum AirServer. Hann gerir þeim sem eiga tækjabúnað frá Apple, svo sem iPad, iPod Touch og iPhone-snjallsíma, kleift að streyma hljóð- og myndefni úr tækjunum í annan tækjabúnað frá Apple og spila efnið í borð- og fartölvum sem tengja má við sjónvarp. Fyrir á markaðnum var hugbúnaðurinn Banana TV. AirServer kostar þrjá Bandaríkjadali, rúmar 340 krónur, sem er þriðjungur af verði hugbúnaðar keppinautarins, auk þess að búa yfir fleiri möguleikum. Þar að auki er hægt að keyra hugbúnaðinn á tæplega tíu ára gömlum Apple-tölvum. Hugbúnaðinn byggir Pratik á öðrum forritum sem hann hefur smíðað í gegnum tíðina, svo sem Remote HD, sem um nokkurt skeið var á lista forritaverslunar Apple (AppStore) yfir þau forrit sem seldust best og skiluðu hvað mestu í kassann. Helstu fjölmiðlar heims sem fjalla um tölvur og tækni ráku augun í hugbúnaðinn fljótlega eftir að hann kom á markað og hafa skrifað um hann lofsamlegar greinar. Þar á meðal eru MacWorld, Wired, Gizmodo og Wall Street Journal. Eins og fram kom í ítarlegu viðtali við Pratik í Fréttablaðinu seint í síðasta mánuði stofnaði hann App Dynamic fyrir um ári. Hann hefur búið til ýmsan hugbúnað fyrir tækjabúnað frá Apple sem hann hefur selt með góðum árangri í forritaverslun Apple. AirServer er hins vegar fyrsta forrit Pratiks sem hann kýs að selja sjálfur fremur en í versluninni. Pratik segir erlend tæknifyrirtæki hafa sýnt hugbúnaði hans mikinn áhuga og hann eigi í viðræðum við alþjóðleg fyrirtæki um smíði sambærilegs hugbúnaðar fyrir sjónvörp. Þeir sem vilja geta skoðað hugbúnaðinn á vefsíðunni www.airserverapp.com.- jab Fréttir Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
„Hugbúnaðurinn hefur vakið gríðarlega mikla athygli enda var mikil þörf á honum. Við fáum nú tíu þúsund heimsóknir á vefsíðu okkar á dag í stað sjötíu,“ segir Pratik Kumar, stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. Pratik hefur verið búsettur hér í meira en áratug, hóf störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Oz og er íslenskur ríkisborgari. Fyrir hálfum mánuði hóf fyrirtækið sölu á hugbúnaðinum AirServer. Hann gerir þeim sem eiga tækjabúnað frá Apple, svo sem iPad, iPod Touch og iPhone-snjallsíma, kleift að streyma hljóð- og myndefni úr tækjunum í annan tækjabúnað frá Apple og spila efnið í borð- og fartölvum sem tengja má við sjónvarp. Fyrir á markaðnum var hugbúnaðurinn Banana TV. AirServer kostar þrjá Bandaríkjadali, rúmar 340 krónur, sem er þriðjungur af verði hugbúnaðar keppinautarins, auk þess að búa yfir fleiri möguleikum. Þar að auki er hægt að keyra hugbúnaðinn á tæplega tíu ára gömlum Apple-tölvum. Hugbúnaðinn byggir Pratik á öðrum forritum sem hann hefur smíðað í gegnum tíðina, svo sem Remote HD, sem um nokkurt skeið var á lista forritaverslunar Apple (AppStore) yfir þau forrit sem seldust best og skiluðu hvað mestu í kassann. Helstu fjölmiðlar heims sem fjalla um tölvur og tækni ráku augun í hugbúnaðinn fljótlega eftir að hann kom á markað og hafa skrifað um hann lofsamlegar greinar. Þar á meðal eru MacWorld, Wired, Gizmodo og Wall Street Journal. Eins og fram kom í ítarlegu viðtali við Pratik í Fréttablaðinu seint í síðasta mánuði stofnaði hann App Dynamic fyrir um ári. Hann hefur búið til ýmsan hugbúnað fyrir tækjabúnað frá Apple sem hann hefur selt með góðum árangri í forritaverslun Apple. AirServer er hins vegar fyrsta forrit Pratiks sem hann kýs að selja sjálfur fremur en í versluninni. Pratik segir erlend tæknifyrirtæki hafa sýnt hugbúnaði hans mikinn áhuga og hann eigi í viðræðum við alþjóðleg fyrirtæki um smíði sambærilegs hugbúnaðar fyrir sjónvörp. Þeir sem vilja geta skoðað hugbúnaðinn á vefsíðunni www.airserverapp.com.- jab
Fréttir Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira