Sumarlegt sjávarréttasalat með stökku hvítlauksbrauði 20. maí 2011 10:00 Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir matgæðingur. Myndir/Anton Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir hefur alltaf haft ástríðu fyrir því að elda mat og bjóða heim í kvöldverð. Eftir að hafa oft og iðulega fengið spurningar um réttina sína ákvað hún að stofna matarblogg á netinu þar sem hún birtir uppskriftir ásamt myndum sem eiginmaður hennar tekur af matseldinni. Slóð síðunnar er brizos.blogspot.com en Ingibjörg eldar oftar en ekki rétti úr sjávarfangi. „Þetta er góð leið fyrir mig til að halda utan um uppskriftirnar mínar en þar sem ég hef verið búsett erlendis, maðurinn minn er frá Serbíu og við eigum fjölskyldu og vini utan Íslands, set ég uppskriftirnar líka inn á ensku svo allir geti notið," segir Ingibjörg. Matarblogg Ingibjargar hefur vakið athygli, bæði fyrir flottar uppskriftir og svo fyrir fallegu ljósmyndirnar sem birtast af réttunum. Ingibjörg segir mikla umferð um síðuna svolítið hafa komið sér á óvart. „Mér finnst þetta mjög gaman og ekki síst að fá fólk til að prófa að elda meira úr þessu frábæra hráefni sem fiskur og annað sjávarfang er," segir Ingibjörg. - jmaSumarlegt sjávarréttasalat með stökku hvítlauksbrauðiSjávarréttasalat fyrir fjóra250 g hörpudiskur (lítil)250 g rækja400 g langa eða lúða2 stk. límónur, safi og börkur1 stk. rauður chili-pipar, fínsaxaður1 stk. lítil rauð paprika, skorin smátt1 stk. lítil gul paprika, skorin smátt1 stk. hvítlauksrif, pressað eða fínsaxað1 msk. engifer, fínt saxað4 msk. góð ólífuolía½ gúrka, kjarnhreinsuð, skorin smátt1 búnt af fersku kóríander, saxað4-5 stk. vorlaukar, fínt saxaðir1 tsk. arómatsalt og pipar eftir smekk Skerið fisk og hörpudisk í smáa teninga og setjið í skál með rækjum. Rífið límónubörkinn smátt, setjið út í blönduna og kreistið safann úr ávextinum yfir. Bætið við olíu, salti, pipar, arómati, chili, papriku og engifer. Blandið því varlega saman við sjávarfangið. Látið blönduna í skálinni liggja í leginum í minnst tvær klukkustundir en því lengur því betra. Það getur verið gott að gera réttinn kvöldið áður en áætlað er að bera hann fram og setja þá lok yfir skálina eða plastfilmu yfir nóttina. Rétt áður en rétturinn er brotinn fram er gúrku, vorlauk og kóríander bætt saman við blönduna en gott er að skilja örlítið eftir af kóríander til að skreyta með.Fljótgert, stökkt hvítlauksbrauð2 baguette-brauðnokkrir dropar af ólífuolíu1-2 hvítlauksrif Skerið brauðið á ská í þunnar sneiðar. Leggið sneiðarnar á bökunarplötu, hellið nokkrum dropum af olíu yfir brauðið og grillið sneiðarnar í 200 gráðu heitum ofni í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Þegar brauðið er tekið út úr ofninum skal hver sneið nudduð með hvítlauksrifi til að fá hvítlauksbragðið. Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið
Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir hefur alltaf haft ástríðu fyrir því að elda mat og bjóða heim í kvöldverð. Eftir að hafa oft og iðulega fengið spurningar um réttina sína ákvað hún að stofna matarblogg á netinu þar sem hún birtir uppskriftir ásamt myndum sem eiginmaður hennar tekur af matseldinni. Slóð síðunnar er brizos.blogspot.com en Ingibjörg eldar oftar en ekki rétti úr sjávarfangi. „Þetta er góð leið fyrir mig til að halda utan um uppskriftirnar mínar en þar sem ég hef verið búsett erlendis, maðurinn minn er frá Serbíu og við eigum fjölskyldu og vini utan Íslands, set ég uppskriftirnar líka inn á ensku svo allir geti notið," segir Ingibjörg. Matarblogg Ingibjargar hefur vakið athygli, bæði fyrir flottar uppskriftir og svo fyrir fallegu ljósmyndirnar sem birtast af réttunum. Ingibjörg segir mikla umferð um síðuna svolítið hafa komið sér á óvart. „Mér finnst þetta mjög gaman og ekki síst að fá fólk til að prófa að elda meira úr þessu frábæra hráefni sem fiskur og annað sjávarfang er," segir Ingibjörg. - jmaSumarlegt sjávarréttasalat með stökku hvítlauksbrauðiSjávarréttasalat fyrir fjóra250 g hörpudiskur (lítil)250 g rækja400 g langa eða lúða2 stk. límónur, safi og börkur1 stk. rauður chili-pipar, fínsaxaður1 stk. lítil rauð paprika, skorin smátt1 stk. lítil gul paprika, skorin smátt1 stk. hvítlauksrif, pressað eða fínsaxað1 msk. engifer, fínt saxað4 msk. góð ólífuolía½ gúrka, kjarnhreinsuð, skorin smátt1 búnt af fersku kóríander, saxað4-5 stk. vorlaukar, fínt saxaðir1 tsk. arómatsalt og pipar eftir smekk Skerið fisk og hörpudisk í smáa teninga og setjið í skál með rækjum. Rífið límónubörkinn smátt, setjið út í blönduna og kreistið safann úr ávextinum yfir. Bætið við olíu, salti, pipar, arómati, chili, papriku og engifer. Blandið því varlega saman við sjávarfangið. Látið blönduna í skálinni liggja í leginum í minnst tvær klukkustundir en því lengur því betra. Það getur verið gott að gera réttinn kvöldið áður en áætlað er að bera hann fram og setja þá lok yfir skálina eða plastfilmu yfir nóttina. Rétt áður en rétturinn er brotinn fram er gúrku, vorlauk og kóríander bætt saman við blönduna en gott er að skilja örlítið eftir af kóríander til að skreyta með.Fljótgert, stökkt hvítlauksbrauð2 baguette-brauðnokkrir dropar af ólífuolíu1-2 hvítlauksrif Skerið brauðið á ská í þunnar sneiðar. Leggið sneiðarnar á bökunarplötu, hellið nokkrum dropum af olíu yfir brauðið og grillið sneiðarnar í 200 gráðu heitum ofni í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Þegar brauðið er tekið út úr ofninum skal hver sneið nudduð með hvítlauksrifi til að fá hvítlauksbragðið.
Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið