Náðu að klára prófin fyrir helgi en lokapartíi aflýst 24. maí 2011 06:30 Fjóla Bergrún og systir hennar, Svava Margrét, láta ekki myrka daga og öskufjúk trufla sig um of. Sú yngri er dugleg að leika sér og hin styttir sér stundir í tölvunni. Fréttablaðið/Vilhelm „Sem betur fer vorum við með grímu," segir Svava Margrét Sigmarsdóttir, nýorðin sex ára leikskólamær á Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri, þegar hún lýsir því hvernig hún fór með móður sinni á milli húsa í bænum til að heimsækja „Laugu frænku". Hún segist ekkert vera hrædd þó að myrkur sé um miðjan dag og blint í öskufjúkinu, enda hafi hún séð öskufall frá Eyjafjallajökli í fyrra. „En þá var ekki svona mikið myrkur eins og núna." Ekki er þó allt jafn ánægjulegt því Svava hafði séð hvernig lítill fugl barðist í eldhúsglugganum dágóða stund og vildi komast inn. „Svo stoppaði hann og datt niður og dó," sagði litla stúlkan. Hún játti því þó að kannski væri sennilegt, sem Kristín Ásgeirsdóttir móðir hennar skaut inn í samtalið, að fuglinn hefði áreiðanlega fundið skjól undir runna. Þá bætti pabbinn, Sigmar Helgason, því við að þröstur hefði hagað sér óvenjulega um morguninn þegar hann tók veðrið og hoppað um á regnskálinni í stað þess að forða sér á meðan hann athafnaði sig. Sigmar er umsjónarmaður veðurstöðvarinnar á Klaustri. Stóra systir Svövu, Fjóla Bergrún Sigmarsdóttir, er að útskrifast úr 10. bekk Kirkjubæjarskóla. Báðar eru heima því skóla- og leikskólahaldi hefur verið aflýst á Kirkjubæjarklaustri meðan ófært er vegna öskufoks og myrkurs. Í Reykjavík er að hefjast prófavika. „En við kláruðum prófin akkúrat í síðustu viku," segir Fjóla. „Það átti hins vegar að vera útskriftarpartí hjá okkur í kvöld, en það verður bara að hafa það," bætir hún við. Stefnt er að skólaslitum 1. júní næstkomandi, en óvíst hvað verður um skólahald þangað til. Útskriftarnemarnir verði því líklega af „Vordögum", frjálslegri skóladögum og leikjum sem áttu að vera fram að skólaslitum. Fjölskyldufólkið, rétt eins og aðrir á Klaustri, virðist láta sér ástandið í léttu rúmi liggja. „Maður er bara feginn að hafa húsaskjól og nóg að bíta og brenna. Búðin er opin og hvaðeina," segir Kristín. Þau hjón viðurkenna þó að nokkurt verk sé fyrir dyrum við hreinsistarf á Klaustri, svo sem við að sópa ösku af húsþökum. „Það blæs ekki af þeim hér undir fjallinu. En við höfum nógan tíma," segir Sigmar. olikr@frettabladid.isUnnar Steinn Jónsson Unnar er verslunarstjóri í Kjarvali og grínast með að hann sé líka héraðsbakari. Fréttablaðið/VilhelmAdolf Árnason Í nógu var að snúast í Björgunarmiðstöðinni á Klaustri í gær. Adolf Árnason varðstjóri segir til að mynda hringt á bæi til að athuga stöðuna hjá fólki. Fréttablaðið/Vilhelm Grímsvötn Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Sem betur fer vorum við með grímu," segir Svava Margrét Sigmarsdóttir, nýorðin sex ára leikskólamær á Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri, þegar hún lýsir því hvernig hún fór með móður sinni á milli húsa í bænum til að heimsækja „Laugu frænku". Hún segist ekkert vera hrædd þó að myrkur sé um miðjan dag og blint í öskufjúkinu, enda hafi hún séð öskufall frá Eyjafjallajökli í fyrra. „En þá var ekki svona mikið myrkur eins og núna." Ekki er þó allt jafn ánægjulegt því Svava hafði séð hvernig lítill fugl barðist í eldhúsglugganum dágóða stund og vildi komast inn. „Svo stoppaði hann og datt niður og dó," sagði litla stúlkan. Hún játti því þó að kannski væri sennilegt, sem Kristín Ásgeirsdóttir móðir hennar skaut inn í samtalið, að fuglinn hefði áreiðanlega fundið skjól undir runna. Þá bætti pabbinn, Sigmar Helgason, því við að þröstur hefði hagað sér óvenjulega um morguninn þegar hann tók veðrið og hoppað um á regnskálinni í stað þess að forða sér á meðan hann athafnaði sig. Sigmar er umsjónarmaður veðurstöðvarinnar á Klaustri. Stóra systir Svövu, Fjóla Bergrún Sigmarsdóttir, er að útskrifast úr 10. bekk Kirkjubæjarskóla. Báðar eru heima því skóla- og leikskólahaldi hefur verið aflýst á Kirkjubæjarklaustri meðan ófært er vegna öskufoks og myrkurs. Í Reykjavík er að hefjast prófavika. „En við kláruðum prófin akkúrat í síðustu viku," segir Fjóla. „Það átti hins vegar að vera útskriftarpartí hjá okkur í kvöld, en það verður bara að hafa það," bætir hún við. Stefnt er að skólaslitum 1. júní næstkomandi, en óvíst hvað verður um skólahald þangað til. Útskriftarnemarnir verði því líklega af „Vordögum", frjálslegri skóladögum og leikjum sem áttu að vera fram að skólaslitum. Fjölskyldufólkið, rétt eins og aðrir á Klaustri, virðist láta sér ástandið í léttu rúmi liggja. „Maður er bara feginn að hafa húsaskjól og nóg að bíta og brenna. Búðin er opin og hvaðeina," segir Kristín. Þau hjón viðurkenna þó að nokkurt verk sé fyrir dyrum við hreinsistarf á Klaustri, svo sem við að sópa ösku af húsþökum. „Það blæs ekki af þeim hér undir fjallinu. En við höfum nógan tíma," segir Sigmar. olikr@frettabladid.isUnnar Steinn Jónsson Unnar er verslunarstjóri í Kjarvali og grínast með að hann sé líka héraðsbakari. Fréttablaðið/VilhelmAdolf Árnason Í nógu var að snúast í Björgunarmiðstöðinni á Klaustri í gær. Adolf Árnason varðstjóri segir til að mynda hringt á bæi til að athuga stöðuna hjá fólki. Fréttablaðið/Vilhelm
Grímsvötn Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira