Söngvararnir stela senunni Trausti Júlíusson skrifar 25. maí 2011 14:00 Arabian Horse er aðgengilegri og skemmtilegri plata en sú síðasta. Tónlist Arabian Horse. Gusgus. Ferill hljómsveitarinnar Gusgus hefur verið fjölbreytilegur þau fimmtán ár sem hún hefur verið starfandi. Hún byrjaði sem stórt poppband sem gaf út hjá 4AD í Bretlandi og spilaði í tónleikahöllum víða um heim. Svo skrapp hún saman í lítið en þétt danstónlistarkombó og hvarf inn í klúbbana. Undanfarið hefur sveitin verið að stækka aftur og tónlistin hefur þróast líka. Arabian Horse er dansvæn plata en um leið poppaðasta Gusgus-platan frá því að This Is Normal kom út fyrir tólf árum. Arabian Horse byrjar á eins konar forspili, laginu Selfoss, sem stigmagnast hægt og rólega, en brotnar upp í lokin og við tekur harmonikkutónlist leikin af ónefndu sígaunabandi! Mjög skrýtin byrjun, en svo taka poppsmellirnir við hver af öðrum, Be with Me, smáskífulagið Deep Inside og svo lögin tvö sem sveitin tók á opnunartónleikum Hörpunnar, Over og Within You. Allt dúndurlög sem einkennast af flottum hljómi, fínum melódíum og góðum söng. Gusgus hefur sennilega aldrei verið skipuð betri söngvurum. Daníel Ágúst fer á kostum en Urður syngur líka í þremur lögum og Högni Egilsson úr Hjaltalín kemur við sögu í Deep Inside, When Your Lover’s Gone og hinu frábæra Within You. Það má segja að söngvararnir steli senunni. Næstu lög eru ekkert slor heldur, Arabian Horse og Magnified Love. Síðasta lagið, Benched, er svo án söngs, rétt eins og upphafslagið. Gusgus hefur tekist það sem fáum íslenskum tónlistarmönnum virðist takast. Nefnilega að einbeita sér samtímis að innlendum markaði og erlendum. Sveitin hefur stækkað íslenskan aðdáendahóp sinn jafnt og þétt, en samt aldrei misst sjónar af útlandinu. Hún er nú á samningi hjá þýsku gæðaútgáfunni Kompakt og það verður gaman að sjá hvernig nýju plötunni verður tekið alþjóðavettvangi. Arabian Horse er mjög sterk og sannfærandi Gusgus-plata og mun aðgengilegri og skemmtilegri en sú síðasta. Hún ætti að geta stækkað áheyrendahóp sveitarinnar enn frekar, bæði hér á landi og erlendis. Niðurstaða:Góðir söngvarar og flottur hljómur einkenna poppuðustu Gusgus-plötuna í langan tíma. Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist Arabian Horse. Gusgus. Ferill hljómsveitarinnar Gusgus hefur verið fjölbreytilegur þau fimmtán ár sem hún hefur verið starfandi. Hún byrjaði sem stórt poppband sem gaf út hjá 4AD í Bretlandi og spilaði í tónleikahöllum víða um heim. Svo skrapp hún saman í lítið en þétt danstónlistarkombó og hvarf inn í klúbbana. Undanfarið hefur sveitin verið að stækka aftur og tónlistin hefur þróast líka. Arabian Horse er dansvæn plata en um leið poppaðasta Gusgus-platan frá því að This Is Normal kom út fyrir tólf árum. Arabian Horse byrjar á eins konar forspili, laginu Selfoss, sem stigmagnast hægt og rólega, en brotnar upp í lokin og við tekur harmonikkutónlist leikin af ónefndu sígaunabandi! Mjög skrýtin byrjun, en svo taka poppsmellirnir við hver af öðrum, Be with Me, smáskífulagið Deep Inside og svo lögin tvö sem sveitin tók á opnunartónleikum Hörpunnar, Over og Within You. Allt dúndurlög sem einkennast af flottum hljómi, fínum melódíum og góðum söng. Gusgus hefur sennilega aldrei verið skipuð betri söngvurum. Daníel Ágúst fer á kostum en Urður syngur líka í þremur lögum og Högni Egilsson úr Hjaltalín kemur við sögu í Deep Inside, When Your Lover’s Gone og hinu frábæra Within You. Það má segja að söngvararnir steli senunni. Næstu lög eru ekkert slor heldur, Arabian Horse og Magnified Love. Síðasta lagið, Benched, er svo án söngs, rétt eins og upphafslagið. Gusgus hefur tekist það sem fáum íslenskum tónlistarmönnum virðist takast. Nefnilega að einbeita sér samtímis að innlendum markaði og erlendum. Sveitin hefur stækkað íslenskan aðdáendahóp sinn jafnt og þétt, en samt aldrei misst sjónar af útlandinu. Hún er nú á samningi hjá þýsku gæðaútgáfunni Kompakt og það verður gaman að sjá hvernig nýju plötunni verður tekið alþjóðavettvangi. Arabian Horse er mjög sterk og sannfærandi Gusgus-plata og mun aðgengilegri og skemmtilegri en sú síðasta. Hún ætti að geta stækkað áheyrendahóp sveitarinnar enn frekar, bæði hér á landi og erlendis. Niðurstaða:Góðir söngvarar og flottur hljómur einkenna poppuðustu Gusgus-plötuna í langan tíma.
Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið