Opið bréf til Gunnars Smára Egilssonar, formanns SÁÁ Sigurður Örn Hektorsson skrifar 8. júní 2011 06:00 Sæll, Gunnar Smári. Þú ferð mikinn í grein þinni í helgarblaði Fréttablaðsins og vefsíðu SÁÁ, þar sem þú kýst að sneiða að íslenskum geðlæknum, er þú jafnar þeim við brottrekna starfsmenn Byrgisins og Götusmiðjunnar. Þá er æði grunnt á fordómum þínum gagnvart ADHD-sjúklingum. Þarna hættir þú þér allnokkuð á hálan ís, því skrif þín bera ekki vitni um teljandi þekkingu á málefninu. Og ég vona að þú haldir ekki að þú talir fyrir hönd hinna ágætu, reynslumiklu og vel menntuðu lækna á Vogi, því málið er talsvert flóknara en þú stillir því upp. Auk þess að vera geðlæknir á fíknigeðdeild LSH, með bandarískt sérfræðipróf í fíknisjúkdómum, þá starfa ég einnig á geðlæknastofu – og sinni þar meðal annars ADHD-sjúklingum – auk fjölda fólks með fíknisjúkdóma – virka og óvirka – rétt eins og þorri geðlækna gerir að meira eða minna leyti. Ég tel mig því hafa allgóða þekkingu bæði á fíknisjúkdómum og ADHD-sjúkdómnum, enda stunda ég sjúklinga í báðum þessum hópum. Um tilvist ADHD sem sjúkdóms efast fæstir sérfræðingar lengur, og vart mikið meira en um tilvist fíknar sem sjúkdóms. Er greining ADHD sem sjúkdóms alls ekki jafnumdeild og þú heldur fram, fremur en fíknisjúkdómsgreiningin. Velmenntaðir læknar á sviði fíknar og/eða ADHD vita að hvort tveggja er sjúkdómur með sterkan erfðaþátt. Um það vitnar aragrúi vísindalegra heimilda, sem þú þyrftir að skoða áður en þú fullyrðir út í bláinn um greiningu og meðferð ADHD, bæði hjá börnum og fullorðnum. Þér til málsbóta fór formaður Læknafélags Íslands reyndar ekki alls kostar með rétt mál í Kastljósi um skilning sérfræðilækna á ADHD fullorðinna, enda átti viðtalið ekki fyrst og fremst að snúast um sérþekkingu formannsins á ADHD-sjúkdómi og meðferð. Hefur þú áreiðanlegar heimildir fyrir því að árangur í kjörmeðferð við ADHD sé lakari en árangur í kjörmeðferð fíknisjúkdóma? Ef svo er, sýndu okkur þær heimildir. Í báðum tilvikum sýna rannsóknir okkur að árangur meðferðar er raunar ekkert síðri en við aðra langvinna sjúkdóma, s.s. háþrýsting eða sykursýki. Barátta SÁÁ gegn fordómum í garð áfengissjúkra og annarra fíkla er lofsverð – fyrr og síðar. En gáðu að því að fíknisjúkdómar eru algengari meðal ADHD-sjúklinga. Það má líka segja að margir með fíknisjúkdóma hafi þróað þá með sér einmitt vegna ADHD-sjúkdómsins. Nýlegar rannsóknir benda til þess að ADHD sé sjálfstæður áhættuþáttur í þróun fíknisjúkdóma. Því fyrr sem ADHD er tekinn til meðferðar, m.a. með lyfjum, og helst á barnsaldri, þeim mun síður þróa ungmenni með sér fíkn, að því nú er talið. Meðferð þeirra sjúklinga sem glíma við báða sjúkdómana er afar erfið. Fíknimeðferð þeirra er nauðsynleg og hefur oftast forgang – en því miður er hún ekki nægileg. Þeir þurfa líka meðferð við ADHD, meðal annars lyfjameðferð. Hvernig sprautufíklar og dópsalar færa sér metýlfenídat (einkum Ritalin) í nyt sem dóp – með umbreytingu gagnlegs lyfs í eiturlyf – er sorglegri staðreynd en tárum tekur, sem við öll viljum uppræta – með öllum tiltækum ráðum. Vonandi eru stjórnvöld raunverulega reiðubúin til að kosta þeim fjármunum sem þarf í þá baráttu sem framundan er næstu vikur og mánuði – einkum með hertu eftirliti landlæknis og endurbótum á lyfjagagnagrunni. En sem betur fer eru þeir miklu fleiri sem njóta verulegs gagns og bata af meðferð við ADHD með metýlfenídati (Ritalini), án þess að misnota þetta vandmeðfarna en árangursríka lyf. Við megum heldur ekki missa sjónar á stóra fíknivandanum í heild sinni og fylgifiskum hans. Þótt aðgengi sprautufíkla að metýlfenídati (Ritalini) sé stóralvarlegt mál, þarf líka að leita svara við því hvers vegna kornungt fólk á Íslandi verður yfirhöfuð sprautufíklar – hvert svo sem eiturlyfið er. Þar kemur margt til. Fjölmargir þeirra sjúklinga sem nú eru til meðferðar hjá SÁÁ þjást af ADHD, svo dæmi sé tekið, en hafa aldrei fengið tilhlýðilega meðferð við þeim sjúkdómi – og fá hana jafnvel aldrei – meðal annars vegna fordóma. Fordómar í garð þeirra hjálpa ekki – og síst þegar þeir koma frá jafnvirtri meðferðarstofnun og SÁÁ. Þú sérð ofsjónum yfir lyfjakostnaði við meðferð ADHD-barna og -fullorðinna. Vera má að metýlfenidati sé ávísað meira en góðu hófi gegnir á Íslandi – um það má deila. Langvirku lyfjaformin Ritalin Uno og Concerta eru mjög dýr (rétt eins og forðalyfið sem er til prófunar hjá SÁÁ við amfetamínfíkn – sem einnig er notað við áfengisfíkn). En til meðferðar fíknisjúkdóma á Íslandi er þrátt fyrir allt líka miklu til kostað – enda seint of vel gert – þótt nú í kreppu sé skorið við nögl. Ekki teljast þar einasta fjárframlög skattborgaranna til SÁÁ og LSH, því umfram þau hafa landsmenn sem betur fer tíðum verið rausnarlegir í fjáröflunarherferðum SÁÁ. Hvort sá kostnaður samanlagður er meiri eða minni en kostnaður við meðferð ADHD barna og fullorðinna læt ég ósagt, enda þjónar slíkur metingur engum tilgangi. Að lokum: Hvernig þú ræðst opinberlega að Grétari Sigurbergssyni geðlækni finnst mér ósmekkleg, ómakleg og hrokafull nálgun. Þar nánast hæðist þú að sjúklingum hans og ADHD-samtökunum. Grétar er frumkvöðull á Íslandi í meðferð ADHD-sjúklinga. ADHD-sjúklingar sem eru og hafa verið til meðferðar hjá honum undanfarna áratugi skipta hundruðum ef ekki þúsundum. Án efa þakka honum fjölmargir þeirra skilning hans á sjúkdómnum, bata og árangur. Eðli málsins samkvæmt er ugglaust einnig við því að búast að einhverjir þeirra hafi orðið fíkninni að bráð, eins og vikið var að hér að framan. Er það því miður oft eðli þeirra sjúkdóma sem hér um ræðir og fara tíðum saman. Vona ég innilega að þeir fordómar, sem gegnsýra grein þína, séu ekki það sem koma skal úr ranni nýkjörins formanns SÁÁ – heldur eigir þú eftir að sjóast betur í þeim ólgusjó sem hér er til umræðu. Höfundur er geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Lyf Fíkn Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Sæll, Gunnar Smári. Þú ferð mikinn í grein þinni í helgarblaði Fréttablaðsins og vefsíðu SÁÁ, þar sem þú kýst að sneiða að íslenskum geðlæknum, er þú jafnar þeim við brottrekna starfsmenn Byrgisins og Götusmiðjunnar. Þá er æði grunnt á fordómum þínum gagnvart ADHD-sjúklingum. Þarna hættir þú þér allnokkuð á hálan ís, því skrif þín bera ekki vitni um teljandi þekkingu á málefninu. Og ég vona að þú haldir ekki að þú talir fyrir hönd hinna ágætu, reynslumiklu og vel menntuðu lækna á Vogi, því málið er talsvert flóknara en þú stillir því upp. Auk þess að vera geðlæknir á fíknigeðdeild LSH, með bandarískt sérfræðipróf í fíknisjúkdómum, þá starfa ég einnig á geðlæknastofu – og sinni þar meðal annars ADHD-sjúklingum – auk fjölda fólks með fíknisjúkdóma – virka og óvirka – rétt eins og þorri geðlækna gerir að meira eða minna leyti. Ég tel mig því hafa allgóða þekkingu bæði á fíknisjúkdómum og ADHD-sjúkdómnum, enda stunda ég sjúklinga í báðum þessum hópum. Um tilvist ADHD sem sjúkdóms efast fæstir sérfræðingar lengur, og vart mikið meira en um tilvist fíknar sem sjúkdóms. Er greining ADHD sem sjúkdóms alls ekki jafnumdeild og þú heldur fram, fremur en fíknisjúkdómsgreiningin. Velmenntaðir læknar á sviði fíknar og/eða ADHD vita að hvort tveggja er sjúkdómur með sterkan erfðaþátt. Um það vitnar aragrúi vísindalegra heimilda, sem þú þyrftir að skoða áður en þú fullyrðir út í bláinn um greiningu og meðferð ADHD, bæði hjá börnum og fullorðnum. Þér til málsbóta fór formaður Læknafélags Íslands reyndar ekki alls kostar með rétt mál í Kastljósi um skilning sérfræðilækna á ADHD fullorðinna, enda átti viðtalið ekki fyrst og fremst að snúast um sérþekkingu formannsins á ADHD-sjúkdómi og meðferð. Hefur þú áreiðanlegar heimildir fyrir því að árangur í kjörmeðferð við ADHD sé lakari en árangur í kjörmeðferð fíknisjúkdóma? Ef svo er, sýndu okkur þær heimildir. Í báðum tilvikum sýna rannsóknir okkur að árangur meðferðar er raunar ekkert síðri en við aðra langvinna sjúkdóma, s.s. háþrýsting eða sykursýki. Barátta SÁÁ gegn fordómum í garð áfengissjúkra og annarra fíkla er lofsverð – fyrr og síðar. En gáðu að því að fíknisjúkdómar eru algengari meðal ADHD-sjúklinga. Það má líka segja að margir með fíknisjúkdóma hafi þróað þá með sér einmitt vegna ADHD-sjúkdómsins. Nýlegar rannsóknir benda til þess að ADHD sé sjálfstæður áhættuþáttur í þróun fíknisjúkdóma. Því fyrr sem ADHD er tekinn til meðferðar, m.a. með lyfjum, og helst á barnsaldri, þeim mun síður þróa ungmenni með sér fíkn, að því nú er talið. Meðferð þeirra sjúklinga sem glíma við báða sjúkdómana er afar erfið. Fíknimeðferð þeirra er nauðsynleg og hefur oftast forgang – en því miður er hún ekki nægileg. Þeir þurfa líka meðferð við ADHD, meðal annars lyfjameðferð. Hvernig sprautufíklar og dópsalar færa sér metýlfenídat (einkum Ritalin) í nyt sem dóp – með umbreytingu gagnlegs lyfs í eiturlyf – er sorglegri staðreynd en tárum tekur, sem við öll viljum uppræta – með öllum tiltækum ráðum. Vonandi eru stjórnvöld raunverulega reiðubúin til að kosta þeim fjármunum sem þarf í þá baráttu sem framundan er næstu vikur og mánuði – einkum með hertu eftirliti landlæknis og endurbótum á lyfjagagnagrunni. En sem betur fer eru þeir miklu fleiri sem njóta verulegs gagns og bata af meðferð við ADHD með metýlfenídati (Ritalini), án þess að misnota þetta vandmeðfarna en árangursríka lyf. Við megum heldur ekki missa sjónar á stóra fíknivandanum í heild sinni og fylgifiskum hans. Þótt aðgengi sprautufíkla að metýlfenídati (Ritalini) sé stóralvarlegt mál, þarf líka að leita svara við því hvers vegna kornungt fólk á Íslandi verður yfirhöfuð sprautufíklar – hvert svo sem eiturlyfið er. Þar kemur margt til. Fjölmargir þeirra sjúklinga sem nú eru til meðferðar hjá SÁÁ þjást af ADHD, svo dæmi sé tekið, en hafa aldrei fengið tilhlýðilega meðferð við þeim sjúkdómi – og fá hana jafnvel aldrei – meðal annars vegna fordóma. Fordómar í garð þeirra hjálpa ekki – og síst þegar þeir koma frá jafnvirtri meðferðarstofnun og SÁÁ. Þú sérð ofsjónum yfir lyfjakostnaði við meðferð ADHD-barna og -fullorðinna. Vera má að metýlfenidati sé ávísað meira en góðu hófi gegnir á Íslandi – um það má deila. Langvirku lyfjaformin Ritalin Uno og Concerta eru mjög dýr (rétt eins og forðalyfið sem er til prófunar hjá SÁÁ við amfetamínfíkn – sem einnig er notað við áfengisfíkn). En til meðferðar fíknisjúkdóma á Íslandi er þrátt fyrir allt líka miklu til kostað – enda seint of vel gert – þótt nú í kreppu sé skorið við nögl. Ekki teljast þar einasta fjárframlög skattborgaranna til SÁÁ og LSH, því umfram þau hafa landsmenn sem betur fer tíðum verið rausnarlegir í fjáröflunarherferðum SÁÁ. Hvort sá kostnaður samanlagður er meiri eða minni en kostnaður við meðferð ADHD barna og fullorðinna læt ég ósagt, enda þjónar slíkur metingur engum tilgangi. Að lokum: Hvernig þú ræðst opinberlega að Grétari Sigurbergssyni geðlækni finnst mér ósmekkleg, ómakleg og hrokafull nálgun. Þar nánast hæðist þú að sjúklingum hans og ADHD-samtökunum. Grétar er frumkvöðull á Íslandi í meðferð ADHD-sjúklinga. ADHD-sjúklingar sem eru og hafa verið til meðferðar hjá honum undanfarna áratugi skipta hundruðum ef ekki þúsundum. Án efa þakka honum fjölmargir þeirra skilning hans á sjúkdómnum, bata og árangur. Eðli málsins samkvæmt er ugglaust einnig við því að búast að einhverjir þeirra hafi orðið fíkninni að bráð, eins og vikið var að hér að framan. Er það því miður oft eðli þeirra sjúkdóma sem hér um ræðir og fara tíðum saman. Vona ég innilega að þeir fordómar, sem gegnsýra grein þína, séu ekki það sem koma skal úr ranni nýkjörins formanns SÁÁ – heldur eigir þú eftir að sjóast betur í þeim ólgusjó sem hér er til umræðu. Höfundur er geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítalans.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun