Tónlist

Aerosmith tekur upp

Ný plata á leiðinni Steven Tyler og félagar í Aerosmith taka upp nýtt efni í næsta mánuði.
Ný plata á leiðinni Steven Tyler og félagar í Aerosmith taka upp nýtt efni í næsta mánuði.
Rokksveitin Aerosmith er á leið í hljóðver í næsta mánuði. Liðsmenn sveitarinnar hyggjast taka upp nýja plötu, en sú síðasta, Honkin‘ on Bobo, kom út árið 2004.

Gítarleikarinn Joe Perry staðfesti þetta á Twitter-síðu sinni. „Öll hljómsveitin er á leið í hljóðver með Jack Douglas í annarri viku júlí til að vinna að nýrri Aerosmith-plötu,“ skrifaði Perry, en umræddur Jack Douglas stýrir upptökum á plötunni.

Platan verður fimmtánda hljóðversplata Aerosmith. Upptökur hafa margoft tafist vegna heilsu meðlima, tónleikaferða og óvissu um mannaskipan. Í fyrra voru háværar sögusagnir þess efnis að söngvarinn Steven Tyler ætlaði að hætta í hljómsveitinni. Þær reyndust á endanum ekki á rökum reistar og sveitin tróð upp á Download-tónlistarhátíðinni með hann í fararbroddi. Undanfarið hefur seta hans í dómarasæti í American Idol tafið upptökurnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×