Endingargóð Eitís-drottning Kjartan Guðmundsson skrifar 14. júní 2011 00:01 Cyndi Lauper. Tónleikar Cyndi Lauper. Harpa 12. júní 2011. „Ég er nú bara hérna með konunni minni, sko," muldraði kunningi undirritaðs í röðinni við barinn á sunnudagskvöldið, en viðurkenndi svo eftir stutt spjall að hann hafði sjálfur heimtað að keyptir yrðu miðar á tónleikana. Líklegt er að svipað hafi verið uppi á teningnum hjá fleirum af þeim hátt í tvö þúsund ný-sólbrenndu andlitum sem lögðu leið sína í Hörpu til fundar við Cyndi Lauper, poppdrottninguna sem ber ábyrgð á nokkrum af varanlegustu afurðum níunda áratugarins. Væntanlega hafa fáir orðið fyrir vonbrigðum. Flestir voru mættir til að heyra eitís-hittara og fengu þá í röðum, en líka ýmislegt fleira góðgæti í kaupbæti. Með nýrómantíkur-ímyndina af Lauper pikkfasta í höfðinu var dálítið undarlegt að sjá söngkonuna frá New York brölta inn á sviðið (hugsanlega hefur hún hresst sig við með nokkrum áfengum blöndum á undan), dansa eins og Janis Joplin og syngja hreinræktaða blús-standarda af nýjustu plötu sinni, Memphis Blues, sem voru meginuppistaða prógrammsins. En röddin (og hvílík rödd!) hefur ekkert látið á sjá, frekar þroskast og eflst ef eitthvað er, og gæðir formúluna lífi. Inn á milli skellti Lauper „krádplíserum" af mikilli kunnáttusemi. Hún brast í langar, skrítnar en sniðugar sögur (um engisprettur, Fisherman's Friend hálstöflur og fleira), spjallaði við áhorfendur milli laga, hljóp um allan Eldborgarsal í smellunum Girls Just Want To Have Fun, She Bop og Change of Heart, klöngraðist upp á stóla og kom mörgum gestum í svo gott stuð að á einum tímapunkti neyddist hún nánast til að berja af sér æstan aðdáanda. Þá sýndi Lauper góða takta á kjöltugítarinn í hinum gullfallegu All Through The Night, Time After Time (því stórkostlega lagi sem var hápunktur kvöldsins, jafnvel þótt röddunina frægu í viðlaginu hafi vantað) og lokalaginu True Colors. Öll hefðu þessi lög ein og sér gert tónleikana vel þess virði að sækja. Einhverjir áhorfenda kvörtuðu yfir slæmu sándi, sérstaklega í upphafi, en það virtist ekki koma um of niður á heildarupplifuninni í Hörpu á sunnudagskvöldið. Þessir tónleikar voru í það heila fyrirtaks skemmtun. Þétt bandið studdi dyggilega við bakið á Lauper, án þess þó að trana sér fram, og alltaf er jafn ánægjulegt að sjá skemmtilega listamenn sem bera virðingu fyrir áhorfendum sínum og gefa sig alla í verkefnið. Vel gert. Niðurstaða: Cyndi Lauper bauð upp á frábæra skemmtun í Hörpu og gaf sig alla í verkefnið. Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónleikar Cyndi Lauper. Harpa 12. júní 2011. „Ég er nú bara hérna með konunni minni, sko," muldraði kunningi undirritaðs í röðinni við barinn á sunnudagskvöldið, en viðurkenndi svo eftir stutt spjall að hann hafði sjálfur heimtað að keyptir yrðu miðar á tónleikana. Líklegt er að svipað hafi verið uppi á teningnum hjá fleirum af þeim hátt í tvö þúsund ný-sólbrenndu andlitum sem lögðu leið sína í Hörpu til fundar við Cyndi Lauper, poppdrottninguna sem ber ábyrgð á nokkrum af varanlegustu afurðum níunda áratugarins. Væntanlega hafa fáir orðið fyrir vonbrigðum. Flestir voru mættir til að heyra eitís-hittara og fengu þá í röðum, en líka ýmislegt fleira góðgæti í kaupbæti. Með nýrómantíkur-ímyndina af Lauper pikkfasta í höfðinu var dálítið undarlegt að sjá söngkonuna frá New York brölta inn á sviðið (hugsanlega hefur hún hresst sig við með nokkrum áfengum blöndum á undan), dansa eins og Janis Joplin og syngja hreinræktaða blús-standarda af nýjustu plötu sinni, Memphis Blues, sem voru meginuppistaða prógrammsins. En röddin (og hvílík rödd!) hefur ekkert látið á sjá, frekar þroskast og eflst ef eitthvað er, og gæðir formúluna lífi. Inn á milli skellti Lauper „krádplíserum" af mikilli kunnáttusemi. Hún brast í langar, skrítnar en sniðugar sögur (um engisprettur, Fisherman's Friend hálstöflur og fleira), spjallaði við áhorfendur milli laga, hljóp um allan Eldborgarsal í smellunum Girls Just Want To Have Fun, She Bop og Change of Heart, klöngraðist upp á stóla og kom mörgum gestum í svo gott stuð að á einum tímapunkti neyddist hún nánast til að berja af sér æstan aðdáanda. Þá sýndi Lauper góða takta á kjöltugítarinn í hinum gullfallegu All Through The Night, Time After Time (því stórkostlega lagi sem var hápunktur kvöldsins, jafnvel þótt röddunina frægu í viðlaginu hafi vantað) og lokalaginu True Colors. Öll hefðu þessi lög ein og sér gert tónleikana vel þess virði að sækja. Einhverjir áhorfenda kvörtuðu yfir slæmu sándi, sérstaklega í upphafi, en það virtist ekki koma um of niður á heildarupplifuninni í Hörpu á sunnudagskvöldið. Þessir tónleikar voru í það heila fyrirtaks skemmtun. Þétt bandið studdi dyggilega við bakið á Lauper, án þess þó að trana sér fram, og alltaf er jafn ánægjulegt að sjá skemmtilega listamenn sem bera virðingu fyrir áhorfendum sínum og gefa sig alla í verkefnið. Vel gert. Niðurstaða: Cyndi Lauper bauð upp á frábæra skemmtun í Hörpu og gaf sig alla í verkefnið.
Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira