Sjávarútvegsstefnan útilokar ESB-aðild Þorsteinn Pálsson skrifar 25. júní 2011 08:00 Álit hagfræðinganefndarinnar um áhrif sjávarútvegsstefnu ríkisstjórnarinnar á þjóðarhag hefur eðlilega vakið athygli. Það dregur skýrt fram þann skaða sem þjóðarbúið verður fyrir. Enginn ágreiningur er um þá niðurstöðu. En eins og oft áður lítur þó hver sínum augum silfrið. ASÍ telur að afleiðingarnar bitni á almenningi með gengislækkunum og lakari lífskjörum. Ríkisstjórnin lítur hins vegar svo á að almenningur muni njóta verri kjara í réttlátara þjóðfélagi. Lífskjaraskerðingin er verðmiðinn á réttlætinu að mati forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Þessi gerólíka afstaða forystumanna ríkisstjórnarinnar og leiðtoga stærstu samtaka almannahagsmuna í landinu dregur fram skörp og andstæð hugmyndafræðileg sjónarhorn. ASÍ segir réttilega að sjávarútvegsstefnan leiði til óstöðugleika í peningamálum. Hann orsakar ekki bara lakari lífskjör. Án stöðugleika í peningamálum er Evrópusambandsaðild sjálfkrafa úr sögunni. Þegar forseti ASÍ gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir fyrstu svikin við stöðugleikasáttmálann, sem kallaður var, fékk hann ádrepu frá Árna Páli Árnasyni, þáverandi félagsmálaráðherra, fyrir stéttasamvinnu. Nú tekur Árni Páll í hlutverki efnahagsráðherra hinn pólinn í hæðina. Með skýrum hugmyndafræðilegum rökum lýsti hann í vikunni andstöðu við þá hugsun sem liggur að baki stefnu forsætisráðherrans og fjármálaráðherrans í sjávarútvegsmálum og þar af leiðandi í Evrópumálum. Efnahagsráðherrann veit að sjávarútvegsstefna forystumanna ríkisstjórnarflokkanna útilokar efnahagslega endurreisn landsins. Hin hliðin á þeim peningi er að Ísland getur ekki uppfyllt þau efnahagslegu skilyrði sem aðild að Evrópusambandinu krefst.Hugmyndafræðilegt umbrot Fljótlega á ferlinum lýsti forsætisráðherra því yfir að Samfylkingin hefði yfirgefið þá frjálslyndu jafnaðarstefnu sem á síðari árum hefur verið kennd við Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta. Breski Verkamannaflokkurinn var reyndar síðastur slíkra flokka í Evrópu til að aðlagast nútíma miðjuhugmyndafræði um samspil arðsemi í rekstri fyrirtækja og velferðar. Forsætisráðherra Íslands bað þjóðina hins vegar afsökunar á slíkri hægrivillu með loforði um að þau mistök yrðu aldrei endurtekin. Yfirlýsingin átti að sannfæra VG um að enginn hugmyndafræðilegur ágreiningur gæti spillt samstarfi flokkanna. Það hefur gengið eftir. Augljós afleiðing af þessari grundvallarstefnubreytingu er sú að Samfylkingin fórnar í reynd markmiðum sínum í Evrópumálum og situr ábyrg fyrir hugmyndafræði VG í efnahagsmálum. Þetta er að vísu ekki sagt upphátt. Menn láta enn eins og engin tengsl séu á milli efnahagsstefnunnar og Evrópumálanna. Utanríkisráðherra stýrir viðræðunum listilega. Allir sjá þó að hendur hans til að hafa alhliða pólitíska forystu í nafni ríkisstjórnarinnar í Evrópumálunum eru bundnar. Ástæðan er sú að forsætisráðherra vill ekki fylgja fram þeirri efnahagspólitík sem er forsenda aðildar og VG er í virkri andstöðu. Því hangir pólitísk forysta málsins í lausu lofti. Ríkisstjórnin stefnir í raun í aðra átt. Ummæli efnahagsráðherrans um sjávarútvegsstefnuna eru fyrsti vísirinn að umbrotum í þingflokki Samfylkingarinnar gegn þessu hugmyndafræðilega afturhvarfi. Orð hans eru því merk tíðindi. Þau skorðast ekki við afmörkuð tæknileg úrlausnarefni í sjávarútvegi. Framhjá því verður ekki horft að þau hafa mun víðtækara pólitískt gildi.Verður hlustað á innanríkisráðherrann? Auðvelt væri að álykta sem svo að efnahagsráðherrann væri einn um það í Samfylkingunni að hafa raunverulegan áhuga á að stýra efnahagsmálunum á þann veg að Evrópusambandsaðild verði möguleg. Viðurkenna verður að líta mætti á það sem kerskni að hrapa að slíkri niðurstöðu þó að enginn annar ráðherra hafi talað í þessa veru. Enginn getur efast um að utanríkisráðherrann og fleiri þingmenn flokksins vilji í hjarta sínu fylgja efnahagsstefnu sem eykur líkurnar á Evrópusambandsaðild fremur en að vera sporgöngumenn forsætisráðherra á þeirri leið sem sjávarútvegsstefnan endurspeglar. Jóhanna Sigurðardóttir er eini forsætisráðherra umsóknarríkis sem lagt hefur í heilagt stríð gegn atvinnulífinu samhliða aðildarviðræðum. Herfræði af því tagi er uppskrift fyrir tap á báðum vígstöðvum. Sjávarútvegsfrumvörpin voru ekki tæknileg mistök. Þau lýsa skýrri hugmyndafræði. En það eru miklir almannahagsmunir í húfi eins og forysta ASÍ hefur bent á. Spurningin er þessi: Verður hlustað á efnahagsráðherrann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Álit hagfræðinganefndarinnar um áhrif sjávarútvegsstefnu ríkisstjórnarinnar á þjóðarhag hefur eðlilega vakið athygli. Það dregur skýrt fram þann skaða sem þjóðarbúið verður fyrir. Enginn ágreiningur er um þá niðurstöðu. En eins og oft áður lítur þó hver sínum augum silfrið. ASÍ telur að afleiðingarnar bitni á almenningi með gengislækkunum og lakari lífskjörum. Ríkisstjórnin lítur hins vegar svo á að almenningur muni njóta verri kjara í réttlátara þjóðfélagi. Lífskjaraskerðingin er verðmiðinn á réttlætinu að mati forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Þessi gerólíka afstaða forystumanna ríkisstjórnarinnar og leiðtoga stærstu samtaka almannahagsmuna í landinu dregur fram skörp og andstæð hugmyndafræðileg sjónarhorn. ASÍ segir réttilega að sjávarútvegsstefnan leiði til óstöðugleika í peningamálum. Hann orsakar ekki bara lakari lífskjör. Án stöðugleika í peningamálum er Evrópusambandsaðild sjálfkrafa úr sögunni. Þegar forseti ASÍ gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir fyrstu svikin við stöðugleikasáttmálann, sem kallaður var, fékk hann ádrepu frá Árna Páli Árnasyni, þáverandi félagsmálaráðherra, fyrir stéttasamvinnu. Nú tekur Árni Páll í hlutverki efnahagsráðherra hinn pólinn í hæðina. Með skýrum hugmyndafræðilegum rökum lýsti hann í vikunni andstöðu við þá hugsun sem liggur að baki stefnu forsætisráðherrans og fjármálaráðherrans í sjávarútvegsmálum og þar af leiðandi í Evrópumálum. Efnahagsráðherrann veit að sjávarútvegsstefna forystumanna ríkisstjórnarflokkanna útilokar efnahagslega endurreisn landsins. Hin hliðin á þeim peningi er að Ísland getur ekki uppfyllt þau efnahagslegu skilyrði sem aðild að Evrópusambandinu krefst.Hugmyndafræðilegt umbrot Fljótlega á ferlinum lýsti forsætisráðherra því yfir að Samfylkingin hefði yfirgefið þá frjálslyndu jafnaðarstefnu sem á síðari árum hefur verið kennd við Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta. Breski Verkamannaflokkurinn var reyndar síðastur slíkra flokka í Evrópu til að aðlagast nútíma miðjuhugmyndafræði um samspil arðsemi í rekstri fyrirtækja og velferðar. Forsætisráðherra Íslands bað þjóðina hins vegar afsökunar á slíkri hægrivillu með loforði um að þau mistök yrðu aldrei endurtekin. Yfirlýsingin átti að sannfæra VG um að enginn hugmyndafræðilegur ágreiningur gæti spillt samstarfi flokkanna. Það hefur gengið eftir. Augljós afleiðing af þessari grundvallarstefnubreytingu er sú að Samfylkingin fórnar í reynd markmiðum sínum í Evrópumálum og situr ábyrg fyrir hugmyndafræði VG í efnahagsmálum. Þetta er að vísu ekki sagt upphátt. Menn láta enn eins og engin tengsl séu á milli efnahagsstefnunnar og Evrópumálanna. Utanríkisráðherra stýrir viðræðunum listilega. Allir sjá þó að hendur hans til að hafa alhliða pólitíska forystu í nafni ríkisstjórnarinnar í Evrópumálunum eru bundnar. Ástæðan er sú að forsætisráðherra vill ekki fylgja fram þeirri efnahagspólitík sem er forsenda aðildar og VG er í virkri andstöðu. Því hangir pólitísk forysta málsins í lausu lofti. Ríkisstjórnin stefnir í raun í aðra átt. Ummæli efnahagsráðherrans um sjávarútvegsstefnuna eru fyrsti vísirinn að umbrotum í þingflokki Samfylkingarinnar gegn þessu hugmyndafræðilega afturhvarfi. Orð hans eru því merk tíðindi. Þau skorðast ekki við afmörkuð tæknileg úrlausnarefni í sjávarútvegi. Framhjá því verður ekki horft að þau hafa mun víðtækara pólitískt gildi.Verður hlustað á innanríkisráðherrann? Auðvelt væri að álykta sem svo að efnahagsráðherrann væri einn um það í Samfylkingunni að hafa raunverulegan áhuga á að stýra efnahagsmálunum á þann veg að Evrópusambandsaðild verði möguleg. Viðurkenna verður að líta mætti á það sem kerskni að hrapa að slíkri niðurstöðu þó að enginn annar ráðherra hafi talað í þessa veru. Enginn getur efast um að utanríkisráðherrann og fleiri þingmenn flokksins vilji í hjarta sínu fylgja efnahagsstefnu sem eykur líkurnar á Evrópusambandsaðild fremur en að vera sporgöngumenn forsætisráðherra á þeirri leið sem sjávarútvegsstefnan endurspeglar. Jóhanna Sigurðardóttir er eini forsætisráðherra umsóknarríkis sem lagt hefur í heilagt stríð gegn atvinnulífinu samhliða aðildarviðræðum. Herfræði af því tagi er uppskrift fyrir tap á báðum vígstöðvum. Sjávarútvegsfrumvörpin voru ekki tæknileg mistök. Þau lýsa skýrri hugmyndafræði. En það eru miklir almannahagsmunir í húfi eins og forysta ASÍ hefur bent á. Spurningin er þessi: Verður hlustað á efnahagsráðherrann?
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun