Verðið þykir í hærri kantinum 30. júní 2011 14:00 Stjórnendur netfyrirtækja í Bandaríkjunum hafa upp á síðkastið verið áhugasamir um skráningu á hlutabréfamarkað. Mynd/AP Bandaríska netleikjafyrirtækið Zynga stígur fyrstu skrefin að skráningu á hlutabréfamarkað vestanhafs í vikunni. Fyrirtækið á og rekur netleikina Farmville og Mafia Wars, vinsælustu leikina á samskiptasíðunni Facebook. Ætlunin er að skrá aðeins tíu prósent hlutabréfa í Zyng á markað og er búist við að þau seljist fyrir allt að tvo milljarða dala, jafnvirði tæplega 231 milljarðs íslenskra króna. Miðað við þetta er heildarverðmæti Zynga á milli fimmtán og tuttugu milljarðar dala, allt að 23-faldar tekjur síðasta árs og þykir verðlagning í hærri kantinum. Búist er við svipaðri afkomu í ár. Bandaríska fréttastofan CNBC segir væntingar stjórnenda Zynga talsverðar enda horfi til mikillar gengishækkunar netleitarrisans Google síðan fyrirtækið var skráð á markað síðsumars árið 2004. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur um fimmfaldast síðan þá. Eigendur fleiri samskiptasíðna og netfyrirtækja sem skráð hafa verið á hlutabréfamarkað síðustu misserin horfa í sömu átt, svo sem LinkedIn og Renren, sem er kínverska útgáfan af Facebook. Sömuleiðis hefur verið horft til skráningar Facebook á markað næsta vor. - jab Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bandaríska netleikjafyrirtækið Zynga stígur fyrstu skrefin að skráningu á hlutabréfamarkað vestanhafs í vikunni. Fyrirtækið á og rekur netleikina Farmville og Mafia Wars, vinsælustu leikina á samskiptasíðunni Facebook. Ætlunin er að skrá aðeins tíu prósent hlutabréfa í Zyng á markað og er búist við að þau seljist fyrir allt að tvo milljarða dala, jafnvirði tæplega 231 milljarðs íslenskra króna. Miðað við þetta er heildarverðmæti Zynga á milli fimmtán og tuttugu milljarðar dala, allt að 23-faldar tekjur síðasta árs og þykir verðlagning í hærri kantinum. Búist er við svipaðri afkomu í ár. Bandaríska fréttastofan CNBC segir væntingar stjórnenda Zynga talsverðar enda horfi til mikillar gengishækkunar netleitarrisans Google síðan fyrirtækið var skráð á markað síðsumars árið 2004. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur um fimmfaldast síðan þá. Eigendur fleiri samskiptasíðna og netfyrirtækja sem skráð hafa verið á hlutabréfamarkað síðustu misserin horfa í sömu átt, svo sem LinkedIn og Renren, sem er kínverska útgáfan af Facebook. Sömuleiðis hefur verið horft til skráningar Facebook á markað næsta vor. - jab
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira