Plata sem byggir brú Trausti Júlíusson skrifar 7. júlí 2011 11:00 Lögreglukórinn, Gas. Tónlist. GAS. Lögreglukórinn Það hefði sennilega fáum dottið það í hug þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst að Lögreglukórinn ætti eftir að syngja lög eftir Hörð Torfason inn á plötu. En það er nú samt staðreynd. Á plötunni GAS (Góðir alþýðusöngvar) eru ellefu lög eftir nokkra af þeim íslensku trúbadorum sem hafa verið hvað duglegastir að gagnrýna valdhafana og berjast gegn óréttlæti. Höfundarnir eru, auk Harðar: Bergþóra Árnadóttir, Bubbi, KK, Megas og Magnús Þór Sigmundsson og svo eru líka textar eftir Stein Steinar, Sigurð Nordal og Laufeyju Jakobsdóttur. Nafn plötunnar (og umslag) sýnir líka að löggur geta vel haft húmor fyrir sjálfum sér. GAS er auðvitað bein tilvísun í ákveðið atvik í nýlegri mótmælaöldu. En það er ekki bara nafnið og lagavalið sem er ferskt á plötunni. Útsetningarnar eru líka óvenjulegar fyrir kóraplötu. Þetta er poppplata. Lögin eru flutt af einvala liði hljóðfæraleikara (Ómari Guðjóns, Samma, Steingrími Teague, Helga Svavari og Kjartani Hákonar...) og gestasöngvarar syngja forsöng í flestum lögunum, þar á meðal Sigríður Thorlacius, Jónas Sigurðsson, Sigtryggur Baldursson og Sigurður Guðmundsson. Kórinn raddar svo og sér alfarið um sönginn í lögunum Ást, Heiður bæjarins, Kveðja og Tvær stjörnur. Þetta er mjög vel heppuð plata. Lagavalið er frábært. Hver perlan rekur aðra. Auk fyrrnefndra laga eru m.a. á plötunni Verkamaðurinn, Hver hefur rétt, Englar himins, Um siðgæði, Þingmannagæla og Lífsbókin sem Steingrímur Teague syngur einstaklega vel. Á heildina litið er GAS skemmtileg og óvænt plata sem byggir brú á milli lögreglunnar og lýðsins. Það ætti kannski ekki að þurfa þar sem löggur eru jú hluti alþýðunnar, en GAS er góð leið til að minna á það! Niðurstaða: Lögreglukórinn og góðir gestir úr röðum poppara syngja lög eftir Hörð Torfa, KK, Bergþóru Árna, Bubba og Megas. Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist. GAS. Lögreglukórinn Það hefði sennilega fáum dottið það í hug þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst að Lögreglukórinn ætti eftir að syngja lög eftir Hörð Torfason inn á plötu. En það er nú samt staðreynd. Á plötunni GAS (Góðir alþýðusöngvar) eru ellefu lög eftir nokkra af þeim íslensku trúbadorum sem hafa verið hvað duglegastir að gagnrýna valdhafana og berjast gegn óréttlæti. Höfundarnir eru, auk Harðar: Bergþóra Árnadóttir, Bubbi, KK, Megas og Magnús Þór Sigmundsson og svo eru líka textar eftir Stein Steinar, Sigurð Nordal og Laufeyju Jakobsdóttur. Nafn plötunnar (og umslag) sýnir líka að löggur geta vel haft húmor fyrir sjálfum sér. GAS er auðvitað bein tilvísun í ákveðið atvik í nýlegri mótmælaöldu. En það er ekki bara nafnið og lagavalið sem er ferskt á plötunni. Útsetningarnar eru líka óvenjulegar fyrir kóraplötu. Þetta er poppplata. Lögin eru flutt af einvala liði hljóðfæraleikara (Ómari Guðjóns, Samma, Steingrími Teague, Helga Svavari og Kjartani Hákonar...) og gestasöngvarar syngja forsöng í flestum lögunum, þar á meðal Sigríður Thorlacius, Jónas Sigurðsson, Sigtryggur Baldursson og Sigurður Guðmundsson. Kórinn raddar svo og sér alfarið um sönginn í lögunum Ást, Heiður bæjarins, Kveðja og Tvær stjörnur. Þetta er mjög vel heppuð plata. Lagavalið er frábært. Hver perlan rekur aðra. Auk fyrrnefndra laga eru m.a. á plötunni Verkamaðurinn, Hver hefur rétt, Englar himins, Um siðgæði, Þingmannagæla og Lífsbókin sem Steingrímur Teague syngur einstaklega vel. Á heildina litið er GAS skemmtileg og óvænt plata sem byggir brú á milli lögreglunnar og lýðsins. Það ætti kannski ekki að þurfa þar sem löggur eru jú hluti alþýðunnar, en GAS er góð leið til að minna á það! Niðurstaða: Lögreglukórinn og góðir gestir úr röðum poppara syngja lög eftir Hörð Torfa, KK, Bergþóru Árna, Bubba og Megas.
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira