Eftirgjöf skulda Grikklands ekki útilokuð 13. júlí 2011 03:00 Jean-Claude Juncker, fjármálaráðherra Lúxemborgar, slær blaðabunka í hausinn á Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands. Allt í gamni, væntanlega.nordicphotos/AFP Hálfgert óðagot varð á mörkuðum í gær vegna verðfalls ítalskra verðbréfa, sem rakið er til erfiðrar skuldastöðu ítalska ríkisins. Ástandið skánaði þegar leið á daginn, en hafði þá ýtt undir ótta við að bæði Ítalía og Spánn myndu þurfa á fjárhagsaðstoð að halda eins og Grikkland, Írland og Portúgal. Fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján hittust í Brussel bæði í gær og í fyrradag til að ræða vandann, en ræddu að vísu meira um Grikkland en Ítalíu. „Við höfum ekki talað jafn mikið um Ítalíu og búist var við vegna þess að okkar mat er að kjarni vandans og kreppunnar sé Grikkland og að lausn kreppunnar sé spurning um að bæta skuldastöðuna í Grikklandi,“ hefur fréttastofan Bloomberg eftir Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands. Fjármálaráðherrarnir eru að setja saman breytingar á þeirri fjárhagsaðstoð sem Grikkir hafa fengið, og velta meðal annars fyrir sér að bjóða Grikkjum lægri vexti og lengri lánstíma. Evrópusambandið útilokar auk þess ekki lengur að Grikkland fái einhverja eftirgjöf af skuldum sínum, en það þýðir að bankar og aðrir fjárfestar verði að taka á sig hluta af tjóninu. „Ráðherrarnir 17 útiloka það ekki lengur, til þess að við höfum fleiri möguleika, víðara svið að vinna með,“ sagði Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands. Hann sagði ekki við öðru að búast en að fjárfestar muni þá tapa peningum. „Annað væri þversögn. Við erum búin að höggva á hnútinn.“- gb Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Hálfgert óðagot varð á mörkuðum í gær vegna verðfalls ítalskra verðbréfa, sem rakið er til erfiðrar skuldastöðu ítalska ríkisins. Ástandið skánaði þegar leið á daginn, en hafði þá ýtt undir ótta við að bæði Ítalía og Spánn myndu þurfa á fjárhagsaðstoð að halda eins og Grikkland, Írland og Portúgal. Fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján hittust í Brussel bæði í gær og í fyrradag til að ræða vandann, en ræddu að vísu meira um Grikkland en Ítalíu. „Við höfum ekki talað jafn mikið um Ítalíu og búist var við vegna þess að okkar mat er að kjarni vandans og kreppunnar sé Grikkland og að lausn kreppunnar sé spurning um að bæta skuldastöðuna í Grikklandi,“ hefur fréttastofan Bloomberg eftir Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands. Fjármálaráðherrarnir eru að setja saman breytingar á þeirri fjárhagsaðstoð sem Grikkir hafa fengið, og velta meðal annars fyrir sér að bjóða Grikkjum lægri vexti og lengri lánstíma. Evrópusambandið útilokar auk þess ekki lengur að Grikkland fái einhverja eftirgjöf af skuldum sínum, en það þýðir að bankar og aðrir fjárfestar verði að taka á sig hluta af tjóninu. „Ráðherrarnir 17 útiloka það ekki lengur, til þess að við höfum fleiri möguleika, víðara svið að vinna með,“ sagði Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands. Hann sagði ekki við öðru að búast en að fjárfestar muni þá tapa peningum. „Annað væri þversögn. Við erum búin að höggva á hnútinn.“- gb
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira