Skerst í odda milli Facebook og Google í netstríðinu mikla 18. júlí 2011 20:30 Mark Zuckerberg stofnandi Facebook, til vinstri, er sennilega áhyggjufullur þessa dagana fyrst þeir Larry Page og Sergej Brin, stofnendur Google, eru komnir í samkeppni við hann. Fréttaskýring: Hvernig gengur nýjasta samskiptavefnum sem ætlað er að keppa við Facebook? Bandaríska tæknifyrirtækið Google hleypti nýverið af stokkunum tengslavefnum Google+ sem er í anda Facebook. Netsérfræðingar telja vefinn stærstu ógnina sem fram hefur komið við Facebook og spá því að hið hljóða stríð sem geisað hefur á milli fyrirtækjanna harðni á næstu misserum. Google+, sem þýða má sem plúsinn, er þriðja tilraun Google til að koma inn á tengslavefsmarkaðinn en hinar tvær, Buzz og Wave, náðu aldrei flugi. Plúsinn hefur hins vegar farið af stað með miklum krafti. Notendur eru orðnir 10 milljón talsins og fer ört fjölgandi. Það er merkilegur árangur en einungis sextán dagar eru síðan fyrstu notendurnir skráðu sig auk þess sem skráning er enn takmörkuð við þá sem fá boð frá öðrum notendum. Í kjölfarið hefur þeirri spurningu verið velt upp hvort Google hafi búið til Facebook-bana. Plúsinn er að flestu leyti líkur Facebook. Notendur leita uppi vini sína, fjölskyldu og kunningja og geta auðveldlega deilt með þeim ljósmyndum, áhugaverðum tenglum, myndböndum og þar fram eftir götunum. Helsta nýjung síðunnar er þjónusta sem kölluð er „hangout“ og þýða má sem hittingur. Hittingurinn gerir notendum kleift að spjalla sín á milli notandi vefmyndavél og hljóðnema á mjög þægilegan hátt. Ólíkt flestum öðrum slíkum þjónustum geta fleiri en tveir notendur nýtt sér hana í einu. Vart þarf að taka það fram að Facebook mun brátt opna fyrir svipaða þjónustu. Þá þykir Plúsinn vera notendavænn og auðskiljanlegur fyrir nýja notendur. Google og Facebook eru sannkallaðir risar í netheimum en hafa hingað til boðið upp á ólíka þjónustu. Google hefur verið ráðandi leitarvél auk þess að bjóða upp á ýmsa aðra þjónustu. Facebook hefur hins vegar verið langstærsti samskiptamiðillinn við vini og kunningja á netinu. Fyrirtækin hafa þó sífellt verið að þróa þjónustu sína í átt til samkeppnisaðilans. Þannig gerir Facebook notendum kleift að leita eftir hlutum sem vinir og kunningjar mæla með og er þar með að vissu leyti komin í samkeppni við Google. Google hefur á hinn bóginn verið að reyna að tengja tengslaupplýsingar við leitarvél sína og hefur nú komið sér upp eigin tengslavef. Þar að auki hafa fyrirtækin átt í harðvítugri baráttu um hæfileikaríkt starfsfólk í Kísildalnum í Bandaríkjunum en reglulega hafa lykilstarfsmenn verið keyptir yfir til samkeppnisaðilans. Loks hafa fyrirtækin reglulega reynt að bregða fæti fyrir þjónustu hins. Þannig er ekki lengur hægt að færa upplýsingar um tengiliði sína í Gmail-póstþjónustunni yfir á Facebook og heldur ekki hægt að færa upplýsingar um Facebook tengiliði yfir í Gmail. Þá hefur Facebook þegar séð til þess að ekki er hægt að flytja upplýsingar frá Facebook yfir á Plúsinn. Spennandi verður að sjá hvort Plúsinn nær fótfestu í netheimum. Facebook hefur vitaskuld mikið forskot enn sem komið er en margir telja að Plúsinn geti náð fótfestu og með risann Google á bak við sig hægt og rólega aukið markaðshlutdeild sína. magnusl@frettabladid.is Tækni Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fréttaskýring: Hvernig gengur nýjasta samskiptavefnum sem ætlað er að keppa við Facebook? Bandaríska tæknifyrirtækið Google hleypti nýverið af stokkunum tengslavefnum Google+ sem er í anda Facebook. Netsérfræðingar telja vefinn stærstu ógnina sem fram hefur komið við Facebook og spá því að hið hljóða stríð sem geisað hefur á milli fyrirtækjanna harðni á næstu misserum. Google+, sem þýða má sem plúsinn, er þriðja tilraun Google til að koma inn á tengslavefsmarkaðinn en hinar tvær, Buzz og Wave, náðu aldrei flugi. Plúsinn hefur hins vegar farið af stað með miklum krafti. Notendur eru orðnir 10 milljón talsins og fer ört fjölgandi. Það er merkilegur árangur en einungis sextán dagar eru síðan fyrstu notendurnir skráðu sig auk þess sem skráning er enn takmörkuð við þá sem fá boð frá öðrum notendum. Í kjölfarið hefur þeirri spurningu verið velt upp hvort Google hafi búið til Facebook-bana. Plúsinn er að flestu leyti líkur Facebook. Notendur leita uppi vini sína, fjölskyldu og kunningja og geta auðveldlega deilt með þeim ljósmyndum, áhugaverðum tenglum, myndböndum og þar fram eftir götunum. Helsta nýjung síðunnar er þjónusta sem kölluð er „hangout“ og þýða má sem hittingur. Hittingurinn gerir notendum kleift að spjalla sín á milli notandi vefmyndavél og hljóðnema á mjög þægilegan hátt. Ólíkt flestum öðrum slíkum þjónustum geta fleiri en tveir notendur nýtt sér hana í einu. Vart þarf að taka það fram að Facebook mun brátt opna fyrir svipaða þjónustu. Þá þykir Plúsinn vera notendavænn og auðskiljanlegur fyrir nýja notendur. Google og Facebook eru sannkallaðir risar í netheimum en hafa hingað til boðið upp á ólíka þjónustu. Google hefur verið ráðandi leitarvél auk þess að bjóða upp á ýmsa aðra þjónustu. Facebook hefur hins vegar verið langstærsti samskiptamiðillinn við vini og kunningja á netinu. Fyrirtækin hafa þó sífellt verið að þróa þjónustu sína í átt til samkeppnisaðilans. Þannig gerir Facebook notendum kleift að leita eftir hlutum sem vinir og kunningjar mæla með og er þar með að vissu leyti komin í samkeppni við Google. Google hefur á hinn bóginn verið að reyna að tengja tengslaupplýsingar við leitarvél sína og hefur nú komið sér upp eigin tengslavef. Þar að auki hafa fyrirtækin átt í harðvítugri baráttu um hæfileikaríkt starfsfólk í Kísildalnum í Bandaríkjunum en reglulega hafa lykilstarfsmenn verið keyptir yfir til samkeppnisaðilans. Loks hafa fyrirtækin reglulega reynt að bregða fæti fyrir þjónustu hins. Þannig er ekki lengur hægt að færa upplýsingar um tengiliði sína í Gmail-póstþjónustunni yfir á Facebook og heldur ekki hægt að færa upplýsingar um Facebook tengiliði yfir í Gmail. Þá hefur Facebook þegar séð til þess að ekki er hægt að flytja upplýsingar frá Facebook yfir á Plúsinn. Spennandi verður að sjá hvort Plúsinn nær fótfestu í netheimum. Facebook hefur vitaskuld mikið forskot enn sem komið er en margir telja að Plúsinn geti náð fótfestu og með risann Google á bak við sig hægt og rólega aukið markaðshlutdeild sína. magnusl@frettabladid.is
Tækni Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira