Ólafía Þórunn segist vera reynslunni ríkari í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2011 07:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er efst eftir 36 holur alveg eins og í fyrra. Mynd/Stefán Garðarsson/GSÍ Axel Bóasson úr Keili og Alfreð Brynjar Kristinsson úr GKG eru efstir og jafnir eftir tvo fyrstu dagana á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Axel var með forystuna og átti eitt högg á Alfreð eftir fyrsta daginn en þeir hafa nú báðir leikið fyrstu 36 holurnar á átta höggum undir pari. Yngri systir Alfreðs, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, er með tveggja stiga forskot á Eygló Myrru Óskarsdóttur hjá konunum. Axel byrjaði ekki vel í gær því hann tapaði þremur höggum á fyrstu átta holunum en þá komst hann aftur í gang og fékk fimm fugla á síðustu tíu holunum. Alfreð byrjaði hins vegar vel og var lengi einn í forystu. Hann fékk skramba á þrettándu sem virtist ætla að kosta hann efsta sætið en Alfreð fékk hins vegar örn á 18. holunni og náði að jafna við Axel sem fékk fugl á lokaholunni. Axel og Alfreð eru tveimur höggum á undan Ólafi Má Sigurðssyni úr GK sem lék manna best í gær en hann fór hringinn á fimm höggum undir pari og er á sex höggum undir eftir tvo daga. Ólafía Þórunn lék á tveimur höggum undir pari í gær eftir að hafa leikið fyrsta daginn á pari. Ólafía Þórunn er með tveggja högga forskot á Eygló Myrru sem var með forystu um tíma í dag en tapaði tveimur höggum á síðustu tveimur holunum. Ólafía fékk hins vegar fugl á 18. holunni og kom til baka eftir að hafa fengið skolla á 16. og 17. „Ég var nú bara að bæta upp fyrir sextándu og sautjándu,“ sagði Ólafía. „Þetta gekk vel hjá mér. Ég var að slá mjög vel og koma mér í færi. Ég fylgdi því síðan mjög vel eftir með því að setja púttin í. Ég setti fleiri pútt í í dag en í gær og þetta liggur allt í púttunum,“ segir Ólafía. Þetta er annað árið í röð sem Ólafía leiðir eftir tvo daga en hún endaði í öðru sæti í fyrra. „Nú er ég reynslunni ríkari. Þetta verður spennandi og það er mikil keppni hjá okkur,“ sagði Ólafía. Tinna Jóhannsdóttir úr Keili var með forystu eftir fyrsta daginn en hún byrjaði skelfilega í gær. Tinna lék á þremur höggum undir pari í gær sem er vallarmet en tapaði sjö höggum á fyrstu níu holunum í dag. Hún endaði á því að leika á 9 höggum yfir pari eða á tólf höggum meira en í gær. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Axel Bóasson úr Keili og Alfreð Brynjar Kristinsson úr GKG eru efstir og jafnir eftir tvo fyrstu dagana á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Axel var með forystuna og átti eitt högg á Alfreð eftir fyrsta daginn en þeir hafa nú báðir leikið fyrstu 36 holurnar á átta höggum undir pari. Yngri systir Alfreðs, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, er með tveggja stiga forskot á Eygló Myrru Óskarsdóttur hjá konunum. Axel byrjaði ekki vel í gær því hann tapaði þremur höggum á fyrstu átta holunum en þá komst hann aftur í gang og fékk fimm fugla á síðustu tíu holunum. Alfreð byrjaði hins vegar vel og var lengi einn í forystu. Hann fékk skramba á þrettándu sem virtist ætla að kosta hann efsta sætið en Alfreð fékk hins vegar örn á 18. holunni og náði að jafna við Axel sem fékk fugl á lokaholunni. Axel og Alfreð eru tveimur höggum á undan Ólafi Má Sigurðssyni úr GK sem lék manna best í gær en hann fór hringinn á fimm höggum undir pari og er á sex höggum undir eftir tvo daga. Ólafía Þórunn lék á tveimur höggum undir pari í gær eftir að hafa leikið fyrsta daginn á pari. Ólafía Þórunn er með tveggja högga forskot á Eygló Myrru sem var með forystu um tíma í dag en tapaði tveimur höggum á síðustu tveimur holunum. Ólafía fékk hins vegar fugl á 18. holunni og kom til baka eftir að hafa fengið skolla á 16. og 17. „Ég var nú bara að bæta upp fyrir sextándu og sautjándu,“ sagði Ólafía. „Þetta gekk vel hjá mér. Ég var að slá mjög vel og koma mér í færi. Ég fylgdi því síðan mjög vel eftir með því að setja púttin í. Ég setti fleiri pútt í í dag en í gær og þetta liggur allt í púttunum,“ segir Ólafía. Þetta er annað árið í röð sem Ólafía leiðir eftir tvo daga en hún endaði í öðru sæti í fyrra. „Nú er ég reynslunni ríkari. Þetta verður spennandi og það er mikil keppni hjá okkur,“ sagði Ólafía. Tinna Jóhannsdóttir úr Keili var með forystu eftir fyrsta daginn en hún byrjaði skelfilega í gær. Tinna lék á þremur höggum undir pari í gær sem er vallarmet en tapaði sjö höggum á fyrstu níu holunum í dag. Hún endaði á því að leika á 9 höggum yfir pari eða á tólf höggum meira en í gær.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira