Reynt að róa fjárfesta í Frakklandi 12. ágúst 2011 00:01 Áhyggjur Fjárfestar á evrópskum mörkuðum hafa verið á nálum út af stöðu franskra banka og hefur Société Générale til dæmis fallið skarpt í verði. Fréttablaðið/AP Frakkland, APNicolas Sarkozy hefur skipað ríkisstjórninni að skera enn frekar niður í ríkisútgjöldum til að bregðast við óvissuástandi sem ríkti á fjármálamörkuðum í gær. Franskir bankar líkt og Société Générale (SocGen) féllu verulega í verði þar sem orðrómur um bága stöðu þeirra olli því að fjárfestar losuðu sig við bréf í þeim. Yfirvöld, forsvarsmenn bankanna og talsmenn helstu matsfyrirtækjanna reyndu að róa markaðinn með yfirlýsingum um áreiðanleika franska bankakerfisins. Hlutabréf SocGen féllu í virði um 15% á miðvikudag og 5% í viðbót í gær. Það varð til þess að eftirlitsstofnanir í Frakklandi og Evrópusambandinu áréttuðu að hægt væri að grípa til refsinga gegn hverjum þeim sem reyndi að koma af stað fölskum orðrómi til að hagnast af því. Meðal annars þurftu matsfyrirtækin þrjú að lýsa því yfir að ekki stæði til að fella lánshæfismat Frakklands niður úr toppflokki. Viðvarandi halli hefur verið á fjárlögum ríkisins sem stóð í 7,1% í fyrra. Stefnt er að því að lækka hallann niður í 5,7% í ár og 4,6% á næsta ári og Sarkozy leggur mikla áherslu á að ná því takmarki. Víst er að grannt verður fylgst með hagtölum sem birtar verða í dag um franska efnahagslífið á öðrum ársfjórðungi. Þá er sú staðreynd að Frakkar ganga til forsetakosninga næsta vor ekki til að deyfa áhyggjurnar. Erfitt verður að grípa til frekari niðurskurðar þegar samdráttur er í efnahagslífinu. Þessi óstöðugleiki og taugaveiklun er rekinn til slæmrar skuldastöðu margra ríkja á Evrusvæðinu þar sem Ítalía er síðasta dæmið um ríki sem þarf að grípa til örþrifaráða til að ná jafnvægi í ríkisrekstrinum. Sarkozy og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, munu funda á þriðjudag þar sem þau munu ræða mögulegar lausnir á vandræðum Evrópu. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Frakkland, APNicolas Sarkozy hefur skipað ríkisstjórninni að skera enn frekar niður í ríkisútgjöldum til að bregðast við óvissuástandi sem ríkti á fjármálamörkuðum í gær. Franskir bankar líkt og Société Générale (SocGen) féllu verulega í verði þar sem orðrómur um bága stöðu þeirra olli því að fjárfestar losuðu sig við bréf í þeim. Yfirvöld, forsvarsmenn bankanna og talsmenn helstu matsfyrirtækjanna reyndu að róa markaðinn með yfirlýsingum um áreiðanleika franska bankakerfisins. Hlutabréf SocGen féllu í virði um 15% á miðvikudag og 5% í viðbót í gær. Það varð til þess að eftirlitsstofnanir í Frakklandi og Evrópusambandinu áréttuðu að hægt væri að grípa til refsinga gegn hverjum þeim sem reyndi að koma af stað fölskum orðrómi til að hagnast af því. Meðal annars þurftu matsfyrirtækin þrjú að lýsa því yfir að ekki stæði til að fella lánshæfismat Frakklands niður úr toppflokki. Viðvarandi halli hefur verið á fjárlögum ríkisins sem stóð í 7,1% í fyrra. Stefnt er að því að lækka hallann niður í 5,7% í ár og 4,6% á næsta ári og Sarkozy leggur mikla áherslu á að ná því takmarki. Víst er að grannt verður fylgst með hagtölum sem birtar verða í dag um franska efnahagslífið á öðrum ársfjórðungi. Þá er sú staðreynd að Frakkar ganga til forsetakosninga næsta vor ekki til að deyfa áhyggjurnar. Erfitt verður að grípa til frekari niðurskurðar þegar samdráttur er í efnahagslífinu. Þessi óstöðugleiki og taugaveiklun er rekinn til slæmrar skuldastöðu margra ríkja á Evrusvæðinu þar sem Ítalía er síðasta dæmið um ríki sem þarf að grípa til örþrifaráða til að ná jafnvægi í ríkisrekstrinum. Sarkozy og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, munu funda á þriðjudag þar sem þau munu ræða mögulegar lausnir á vandræðum Evrópu. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira