Fundu hafstraum sem gæti breytt loftslagskenningum 24. ágúst 2011 06:00 Hlýnun jarðar. Uppgötvun tveggja íslenskra haffræðinga hefur vakið alþjóðlega athygli þar sem hún er talin skipta máli í samhengi við loftlagsbreytingar og hlýnun jarðar. Um er að ræða djúpstraum sem mælst hefur yfir landsgrunnshlíðinni norðan Íslands. Þessi straumur var rannsakaður fyrst og honum lýst af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunarinnar, þeim Steingrími Jónssyni, sem jafnframt er prófessor við Háskólann á Akureyri, og Héðni Valdimarssyni. Undanfarin ár hafa farið fram nokkrar athuganir á þessum straumi bæði á bandarískum og íslenskum rannsóknaskipum í samstarfi sérfræðinga Hafró og Woods Hole, einnar virtustu hafrannsóknastofnunar Bandaríkjanna. Á mánudag lagði í haf frá Reykjavík rannsóknaskipið Knorr frá Woods Hole. Leiðangurinn tekur um mánaðartíma og verður straumurinn, sem kallaður er Norður-Íslands djúpstraumurinn (e. North Icelandic Jet), kortlagður af meiri nákvæmni og uppruna hans leitað. Steingrímur segir að þekkt sé svokölluð hita-seltuhringrás í hafinu sem hefur verið líkt við færiband. Hlýr sjór streymir norður þar sem hann kólnar og sekkur. Þá myndast djúpsjór sem flæðir aftur suður eftir botninum þar sem hann að lokum nær til yfirborðsins og hitnar aftur. Þessi hringrás stjórnar miklu um veðurfar í heiminum og kenningin er að með veikingu þessa færibands í hafinu muni veðurfar á norðurslóðum fara kólnandi, en hlýnun jarðar er talin geta raskað þessu jafnvægi. Ástæðan er í stuttu máli áhrif af bráðnun Grænlandsjökuls. Ferskt vatn breytir eiginleikum sjávarins þannig að hann verður eðlisléttari vegna minni seltu, sekkur því ekki og stöðvar færibandið. Steingrímur útskýrir að djúpstraumurinn nýi breyti þessari mynd og þar með kenningum um áhrif loftlagsbreytinga á norðurslóðum. Í því liggi mikilvægið og skýri áhuga Bandaríkjamannanna. Talið er hugsanlegt að tilvist djúpstraumsins við Ísland þýði að hita-seltuhringrásin sé ekki eins viðkvæm fyrir bráðnun jökulsins. Þá er einnig mikilvægt að tveir djúpsjávarstraumar, en ekki einn (Austur-Grænlandsstraumurinn, sem er löngu þekktur), eru virkir sem gæti dregið úr áhrifum bráðnandi jökla. Margt enn óþekktSpurður um tilurð þess að djúpstraumurinn uppgötvaðist segir Steingrímur að upphaflega hafi það byggst á grúski í gömlum gögnum sem gáfu það til kynna að straumbandið lægi við landgrunnið. „Svo höfum við verið á að fá staðfestingu á þessu á undanförnum árum með mælingum, bæði Hafrannsóknastofnunar og í samstarfi við Woods Hole. Núna er það hins vegar í fyrsta skipti sem straumurinn verður mældur yfir langt tímabil." Steingrímur segir að djúpstraumurinn liggi yfir landgrunnshlíðinni Íslandsmegin norðan Grænlandssunds. „Fyrst sáum við þetta út af Vestfjörðum en vitum núna að það er hægt að rekja djúpstrauminn allt austur að Langanesi. Hvar hann á endanleg upptök sín er ekki vitað enda margt sem er óþekkt enn þá. Það er verkefni næstu ára að fullgera þessa mynd." svavar@frettabladid.is Fréttir Loftslagsmál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Uppgötvun tveggja íslenskra haffræðinga hefur vakið alþjóðlega athygli þar sem hún er talin skipta máli í samhengi við loftlagsbreytingar og hlýnun jarðar. Um er að ræða djúpstraum sem mælst hefur yfir landsgrunnshlíðinni norðan Íslands. Þessi straumur var rannsakaður fyrst og honum lýst af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunarinnar, þeim Steingrími Jónssyni, sem jafnframt er prófessor við Háskólann á Akureyri, og Héðni Valdimarssyni. Undanfarin ár hafa farið fram nokkrar athuganir á þessum straumi bæði á bandarískum og íslenskum rannsóknaskipum í samstarfi sérfræðinga Hafró og Woods Hole, einnar virtustu hafrannsóknastofnunar Bandaríkjanna. Á mánudag lagði í haf frá Reykjavík rannsóknaskipið Knorr frá Woods Hole. Leiðangurinn tekur um mánaðartíma og verður straumurinn, sem kallaður er Norður-Íslands djúpstraumurinn (e. North Icelandic Jet), kortlagður af meiri nákvæmni og uppruna hans leitað. Steingrímur segir að þekkt sé svokölluð hita-seltuhringrás í hafinu sem hefur verið líkt við færiband. Hlýr sjór streymir norður þar sem hann kólnar og sekkur. Þá myndast djúpsjór sem flæðir aftur suður eftir botninum þar sem hann að lokum nær til yfirborðsins og hitnar aftur. Þessi hringrás stjórnar miklu um veðurfar í heiminum og kenningin er að með veikingu þessa færibands í hafinu muni veðurfar á norðurslóðum fara kólnandi, en hlýnun jarðar er talin geta raskað þessu jafnvægi. Ástæðan er í stuttu máli áhrif af bráðnun Grænlandsjökuls. Ferskt vatn breytir eiginleikum sjávarins þannig að hann verður eðlisléttari vegna minni seltu, sekkur því ekki og stöðvar færibandið. Steingrímur útskýrir að djúpstraumurinn nýi breyti þessari mynd og þar með kenningum um áhrif loftlagsbreytinga á norðurslóðum. Í því liggi mikilvægið og skýri áhuga Bandaríkjamannanna. Talið er hugsanlegt að tilvist djúpstraumsins við Ísland þýði að hita-seltuhringrásin sé ekki eins viðkvæm fyrir bráðnun jökulsins. Þá er einnig mikilvægt að tveir djúpsjávarstraumar, en ekki einn (Austur-Grænlandsstraumurinn, sem er löngu þekktur), eru virkir sem gæti dregið úr áhrifum bráðnandi jökla. Margt enn óþekktSpurður um tilurð þess að djúpstraumurinn uppgötvaðist segir Steingrímur að upphaflega hafi það byggst á grúski í gömlum gögnum sem gáfu það til kynna að straumbandið lægi við landgrunnið. „Svo höfum við verið á að fá staðfestingu á þessu á undanförnum árum með mælingum, bæði Hafrannsóknastofnunar og í samstarfi við Woods Hole. Núna er það hins vegar í fyrsta skipti sem straumurinn verður mældur yfir langt tímabil." Steingrímur segir að djúpstraumurinn liggi yfir landgrunnshlíðinni Íslandsmegin norðan Grænlandssunds. „Fyrst sáum við þetta út af Vestfjörðum en vitum núna að það er hægt að rekja djúpstrauminn allt austur að Langanesi. Hvar hann á endanleg upptök sín er ekki vitað enda margt sem er óþekkt enn þá. Það er verkefni næstu ára að fullgera þessa mynd." svavar@frettabladid.is
Fréttir Loftslagsmál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira