Forstjóri N1 vill 400 milljónir 25. ágúst 2011 06:00 Hermann Guðmundsson Steinunn Guðbjartsdóttir „Málin fara ekki öll fyrir dómstóla. Í einhverjum tilvikum fáum við fordæmi frá öðrum málum sem gilda á línuna,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Fyrirtaka er á næstum dögum í fjölda ágreiningmála um kröfur bæði einstaklinga og fyrirtækja við slitameðferð Glitnis sem send voru dómstólum fyrir réttarhlé í júlí. Rúmlega átta þúsund kröfum var lýst í þrotabú Glitnis á sínum tíma. Steinunn segir ágreining um helming þeirra. Hún bætir við að með dómstólaleiðinni sé fólk að láta reyna á rétt sinn. Forgangskröfur greiðist að fullu en almennar kröfur að hluta við slitameðferð. Hermann Guðmundsson, forstjóri olíuverslunarinnar N1, er einn þeirra sem lýsti kröfu í bú Glitnis og bíður þess nú að ágreiningsmál hans verði tekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Hann átti innstæðu upp á rúmar 388 milljónir króna í Glitni þegar bankinn fór á hliðina. Hermann vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. Steinunn sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Meðaltími einstaks máls hjá héraðsdómi er sex til átta mánuðir og gæti því niðurstaða í máli sem tekið er fyrir um næstu mánaðamót legið fyrir í febrúar eða mars á næsta ári. - jab Fréttir Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Steinunn Guðbjartsdóttir „Málin fara ekki öll fyrir dómstóla. Í einhverjum tilvikum fáum við fordæmi frá öðrum málum sem gilda á línuna,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Fyrirtaka er á næstum dögum í fjölda ágreiningmála um kröfur bæði einstaklinga og fyrirtækja við slitameðferð Glitnis sem send voru dómstólum fyrir réttarhlé í júlí. Rúmlega átta þúsund kröfum var lýst í þrotabú Glitnis á sínum tíma. Steinunn segir ágreining um helming þeirra. Hún bætir við að með dómstólaleiðinni sé fólk að láta reyna á rétt sinn. Forgangskröfur greiðist að fullu en almennar kröfur að hluta við slitameðferð. Hermann Guðmundsson, forstjóri olíuverslunarinnar N1, er einn þeirra sem lýsti kröfu í bú Glitnis og bíður þess nú að ágreiningsmál hans verði tekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Hann átti innstæðu upp á rúmar 388 milljónir króna í Glitni þegar bankinn fór á hliðina. Hermann vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. Steinunn sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Meðaltími einstaks máls hjá héraðsdómi er sex til átta mánuðir og gæti því niðurstaða í máli sem tekið er fyrir um næstu mánaðamót legið fyrir í febrúar eða mars á næsta ári. - jab
Fréttir Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira