Hvetja fisksala til að sniðganga HB Granda 26. ágúst 2011 04:00 Eggert Benedikt Guðmundsson Togarar Granda Bresk hvalaverndunarsamtök hafa hvatt eigendur skyndibitastaða sem selja fisk og franskar til að versla ekki við HB Granda vegna eignatengsla við Hval hf. Forstjóri HB Granda segir ákallið engin áhrif hafa haft á sölu hingað til.fRÉTTABLAÐIÐ/vaLLIfréttablaðið/valli Bresku samtökin Whale and Dolphin Conservation Society (WDCS) hvöttu í fyrradag sölumenn fisks og franskra, hins þjóðlega breska réttar, til að hætta að kaupa fisk frá HB Granda. Andstaðan við HB Granda er vegna tengsla fyrirtækisins við Hval hf. Hvalur er stærsti einstaki hluthafinn í HB Granda með fjörutíu prósent hlutafjár í gegnum dótturfyrirtæki sitt Vogun. Sagt er frá þessu framtaki WDCS í breska götublaðinu The Sun, þar sem fram kemur að fiskur frá HB Granda sé átta prósent af heildarmagni þess sem selt er á skyndibitastöðum. Fyrir utan WDCS er fyrirtækið Sea Life hluti af átakinu, en Sea Life rekur ellefu sædýrasöfn. The Sun hefur eftir Rob Hicks, líffræðingi hjá Sea Life, að takmarkið sé að höggva skörð í útflutning HB Granda og neyða íslensk stjórnvöld til þess að stöðva hvalveiðar. Þrátt fyrir þetta nýjasta útspil hvalaverndunarsinna segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, í samtali við Frétablaðið að fyrirtækið hafi enn ekki orðið vart við áhrif vegna þess. „Við höfum heyrt af þessum áróðri WDCS. Þeir hafa farið með miklum látum gegn okkur en við höfum ekki fengið neinar afpantanir.“ Eggert segir að viðbrögð hafi aðallega borist frá aðilum sem aldrei hafi átt viðskipti við HB Granda. Hann bætir því við að það skjóti nokkuð skökku við að gera stórmál úr eignartengslunum við Hval hf. nú. „Þetta hefur verið opinber vitneskja í yfir tuttugu ár en þeir setja þetta fram eins og þetta séu nýjar upplýsingar. Menn eru greinilega að setja þetta svona fram sem árásarpunkt til að þröngva sínum málstað upp á Íslendinga.“ Eggert segir að helstu viðskiptavinum HB Granda í Bretlandi hafi verið fullkunnugt um þessi mál í áraraðir og þeir hafi ekki kippt sér upp við þau hingað til. Hann segist ekki áhyggjufullur varðandi framhaldið. „Nei, en maður veit svo sem aldrei nema einhverjir staðir hætti að kaupa af okkar kúnna þarna úti. Þá þurfum við bara að finna okkur aðra markaði. Það er alltaf mikil eftirspurn eftir góðum fiski.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Togarar Granda Bresk hvalaverndunarsamtök hafa hvatt eigendur skyndibitastaða sem selja fisk og franskar til að versla ekki við HB Granda vegna eignatengsla við Hval hf. Forstjóri HB Granda segir ákallið engin áhrif hafa haft á sölu hingað til.fRÉTTABLAÐIÐ/vaLLIfréttablaðið/valli Bresku samtökin Whale and Dolphin Conservation Society (WDCS) hvöttu í fyrradag sölumenn fisks og franskra, hins þjóðlega breska réttar, til að hætta að kaupa fisk frá HB Granda. Andstaðan við HB Granda er vegna tengsla fyrirtækisins við Hval hf. Hvalur er stærsti einstaki hluthafinn í HB Granda með fjörutíu prósent hlutafjár í gegnum dótturfyrirtæki sitt Vogun. Sagt er frá þessu framtaki WDCS í breska götublaðinu The Sun, þar sem fram kemur að fiskur frá HB Granda sé átta prósent af heildarmagni þess sem selt er á skyndibitastöðum. Fyrir utan WDCS er fyrirtækið Sea Life hluti af átakinu, en Sea Life rekur ellefu sædýrasöfn. The Sun hefur eftir Rob Hicks, líffræðingi hjá Sea Life, að takmarkið sé að höggva skörð í útflutning HB Granda og neyða íslensk stjórnvöld til þess að stöðva hvalveiðar. Þrátt fyrir þetta nýjasta útspil hvalaverndunarsinna segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, í samtali við Frétablaðið að fyrirtækið hafi enn ekki orðið vart við áhrif vegna þess. „Við höfum heyrt af þessum áróðri WDCS. Þeir hafa farið með miklum látum gegn okkur en við höfum ekki fengið neinar afpantanir.“ Eggert segir að viðbrögð hafi aðallega borist frá aðilum sem aldrei hafi átt viðskipti við HB Granda. Hann bætir því við að það skjóti nokkuð skökku við að gera stórmál úr eignartengslunum við Hval hf. nú. „Þetta hefur verið opinber vitneskja í yfir tuttugu ár en þeir setja þetta fram eins og þetta séu nýjar upplýsingar. Menn eru greinilega að setja þetta svona fram sem árásarpunkt til að þröngva sínum málstað upp á Íslendinga.“ Eggert segir að helstu viðskiptavinum HB Granda í Bretlandi hafi verið fullkunnugt um þessi mál í áraraðir og þeir hafi ekki kippt sér upp við þau hingað til. Hann segist ekki áhyggjufullur varðandi framhaldið. „Nei, en maður veit svo sem aldrei nema einhverjir staðir hætti að kaupa af okkar kúnna þarna úti. Þá þurfum við bara að finna okkur aðra markaði. Það er alltaf mikil eftirspurn eftir góðum fiski.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira