Leikfélag Akureyrar leitar á náðir bæjarins 27. ágúst 2011 04:30 Fyrsta sýning menningarhússins var Rocky Horror árið 2010 og tapaði Leikfélagið mörgum milljónum á því. fréttablaðið/sunna María Sigurðardóttir Tap á rekstri Leikfélags Akureyrar (LA) á síðasta ári nam 67 milljónum króna, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum útreikninga. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að greiða félaginu fyrir fram allt að 30 milljónir króna af væntanlegum framlögum næsta árs til að koma í veg fyrir að leikárið yrði stöðvað. Tapið má rekja að stórum hluta til frestunar félagsins á sýningum á söngleiknum Rocky Horror og færslu á kostnaði hans á milli áranna 2009 og 2010. Upphaflega var áætlað að setja sýninguna upp haustið 2009, en því var frestað um ár. Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, útskýrir framlög bæjarins sem eins konar kaup á tíma til að endurskipuleggja rekstur félagsins og veita því tækifæri að ná tökum. „Það fyrsta sem blasti við LA var að leikárið yrði stöðvað. Þess vegna leituðu þau til bæjarins til að byrja með,“ útskýrir Þórgnýr. María Sigurðardóttir leikhússtjóri segir ljóst að fjármálastjórn félagsins hafi ekki gengið nægilega vel, en Egill Arnar Sigurþórsson hefur nú látið af störfum sem framkvæmdastjóri eftir þriggja ára starf og Eiríkur Haukur Hauksson var ráðinn í hans stað. „Við værum ekki í þessari stöðu ef framkvæmdastjórnin hefði staðið sig og uppsögn hans tengist því að sjálfsögðu. En ég er ekki að segja að neitt ólöglegt hafi átt sér stað,” segir María og bætir við að hún sem leikhússtjóri beri vissulega líka ábyrgð á stöðu leikfélagsins. „Það er mjög leiðinlegt að þessi staða sé komin upp. Nú erum við að reyna að vinna okkur út úr þessu og fara ofan í saumana. Með tilliti til þess að við erum að fá bæinn til að hjálpa okkur,” segir hún. María segir að mikilvægt sé að átta sig á því að ársreikningur sé gerður fyrir áramót og nái því ekki yfir allt leikárið, sem sé frá hausti til vors. Allar sýningar LA á Rocky Horror í Menningarhúsinu Hofi á síðasta ári voru reknar með tapi. María segir það ekki liggja fyrir hversu miklu leikfélagið tapaði á sýningunum. „Við gerðum ákveðna áætlun og lentum í ýmsum óvæntum uppákomum. En ég get ekki farið út í nánari tölur eða skýringar á þessu,“ segir hún. „Ekkert ólöglegt hefur átt sér stað.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
María Sigurðardóttir Tap á rekstri Leikfélags Akureyrar (LA) á síðasta ári nam 67 milljónum króna, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum útreikninga. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að greiða félaginu fyrir fram allt að 30 milljónir króna af væntanlegum framlögum næsta árs til að koma í veg fyrir að leikárið yrði stöðvað. Tapið má rekja að stórum hluta til frestunar félagsins á sýningum á söngleiknum Rocky Horror og færslu á kostnaði hans á milli áranna 2009 og 2010. Upphaflega var áætlað að setja sýninguna upp haustið 2009, en því var frestað um ár. Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, útskýrir framlög bæjarins sem eins konar kaup á tíma til að endurskipuleggja rekstur félagsins og veita því tækifæri að ná tökum. „Það fyrsta sem blasti við LA var að leikárið yrði stöðvað. Þess vegna leituðu þau til bæjarins til að byrja með,“ útskýrir Þórgnýr. María Sigurðardóttir leikhússtjóri segir ljóst að fjármálastjórn félagsins hafi ekki gengið nægilega vel, en Egill Arnar Sigurþórsson hefur nú látið af störfum sem framkvæmdastjóri eftir þriggja ára starf og Eiríkur Haukur Hauksson var ráðinn í hans stað. „Við værum ekki í þessari stöðu ef framkvæmdastjórnin hefði staðið sig og uppsögn hans tengist því að sjálfsögðu. En ég er ekki að segja að neitt ólöglegt hafi átt sér stað,” segir María og bætir við að hún sem leikhússtjóri beri vissulega líka ábyrgð á stöðu leikfélagsins. „Það er mjög leiðinlegt að þessi staða sé komin upp. Nú erum við að reyna að vinna okkur út úr þessu og fara ofan í saumana. Með tilliti til þess að við erum að fá bæinn til að hjálpa okkur,” segir hún. María segir að mikilvægt sé að átta sig á því að ársreikningur sé gerður fyrir áramót og nái því ekki yfir allt leikárið, sem sé frá hausti til vors. Allar sýningar LA á Rocky Horror í Menningarhúsinu Hofi á síðasta ári voru reknar með tapi. María segir það ekki liggja fyrir hversu miklu leikfélagið tapaði á sýningunum. „Við gerðum ákveðna áætlun og lentum í ýmsum óvæntum uppákomum. En ég get ekki farið út í nánari tölur eða skýringar á þessu,“ segir hún. „Ekkert ólöglegt hefur átt sér stað.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira