Æfa utandyra í vetur 23. september 2011 23:00 Vala Björk með Ketilbjölluhópinn. Þau Vala Mörk og Guðjón Svansson hjá Kettlebells Iceland hafa verið með aðstöðu á Ylströndinni í Nauthólsvík frá því í byrjun sumars og boðið upp á ketilbjölluæfingar undir berum himni. Þau halda því áfram í vetur. „Þetta hefur verið ofboðslega skemmtilegt og þegar forsvarsmenn Ylstrandarinnar buðu okkur að vera lengur ákváðum við að slá til. Við getum fengið aðstöðu innandyra ef veðrið er að stríða okkur en vonumst þó til að geta verið sem mest úti, enda verður það hálf ávanabindandi að fá súrefni í lungun samhliða æfingunum í stað þess að anda að sér þungu innilofti," segir Vala. „Þá er oftast frekar skjólsælt á svæðinu í kringum heita pottinn en á góðviðrisdögum þegar ströndin er full af fólki höfum við fært okkur upp á grasið þar sem við höfum reist æfingatæki," bætir hún við. En er fólk ekkert feimið við að æfa utandyra fyrir allra augum? „Að öllu jöfnu er nú ekki mikið af fólki á þeim tímum sem við æfum en iðkendur gleyma því oftast um leið og þeir byrja að púla. Þeir sem eiga leið hjá eru síðan mjög áhugasamir um það sem við erum að gera," segir Vala. Hún og Guðjón stofnuðu Kettlebells Iceland árið 2006 og byrjuðu fyrst allra á Íslandi með reglulega ketilbjöllutíma fyrir íþróttamenn og almenning. Þau voru með aðstöðu í Mjölni þar til í vor. Vala segir æfingarnar svipaðar og áður. „Við gerum þrek- og þolæfingar og erum með bjöllur af öllum þyngdum. Þá tökum við spretti, upphífingar og æfingar með eigin líkamsþyngd. Fólk af báðum kynjum og öllum stærðum og gerðum hefur gott af þessu og hver og einn lagar þyngdir og æfingar að sér." Vala segir svæðið bjóða upp á skemmtilega möguleika og að ýmist sé hægt að kæla sig í sjónum eða fara í pottinn eftir púlið. „Í sumar þegar hitinn var mikill gerðum við jafnvel æfingarnar í sjónum, sem var skemmtileg tilbreyting." vera@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Þau Vala Mörk og Guðjón Svansson hjá Kettlebells Iceland hafa verið með aðstöðu á Ylströndinni í Nauthólsvík frá því í byrjun sumars og boðið upp á ketilbjölluæfingar undir berum himni. Þau halda því áfram í vetur. „Þetta hefur verið ofboðslega skemmtilegt og þegar forsvarsmenn Ylstrandarinnar buðu okkur að vera lengur ákváðum við að slá til. Við getum fengið aðstöðu innandyra ef veðrið er að stríða okkur en vonumst þó til að geta verið sem mest úti, enda verður það hálf ávanabindandi að fá súrefni í lungun samhliða æfingunum í stað þess að anda að sér þungu innilofti," segir Vala. „Þá er oftast frekar skjólsælt á svæðinu í kringum heita pottinn en á góðviðrisdögum þegar ströndin er full af fólki höfum við fært okkur upp á grasið þar sem við höfum reist æfingatæki," bætir hún við. En er fólk ekkert feimið við að æfa utandyra fyrir allra augum? „Að öllu jöfnu er nú ekki mikið af fólki á þeim tímum sem við æfum en iðkendur gleyma því oftast um leið og þeir byrja að púla. Þeir sem eiga leið hjá eru síðan mjög áhugasamir um það sem við erum að gera," segir Vala. Hún og Guðjón stofnuðu Kettlebells Iceland árið 2006 og byrjuðu fyrst allra á Íslandi með reglulega ketilbjöllutíma fyrir íþróttamenn og almenning. Þau voru með aðstöðu í Mjölni þar til í vor. Vala segir æfingarnar svipaðar og áður. „Við gerum þrek- og þolæfingar og erum með bjöllur af öllum þyngdum. Þá tökum við spretti, upphífingar og æfingar með eigin líkamsþyngd. Fólk af báðum kynjum og öllum stærðum og gerðum hefur gott af þessu og hver og einn lagar þyngdir og æfingar að sér." Vala segir svæðið bjóða upp á skemmtilega möguleika og að ýmist sé hægt að kæla sig í sjónum eða fara í pottinn eftir púlið. „Í sumar þegar hitinn var mikill gerðum við jafnvel æfingarnar í sjónum, sem var skemmtileg tilbreyting." vera@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira