Landaði auðmjúkum Schwarzenegger í mynd sína 14. september 2011 07:00 Eva María Daniels segir Bandaríkjamenn elska endurkomur og aðkoma Arnolds Schwarzenegger að myndinni Captive hefur skapað mikla fjölmiðlaumræðu. Arnold kemur í staðinn fyrir Robert De Niro sem upphaflega átti að fara með hlutverk fasteignasalans í Captive.Nordicphotos/Getty „Ég var ekki neitt svakalega spennt þegar nafnið hans kom fyrst upp," segir Eva María Daniels framleiðandi, en enginn annar en Arnold Schwarzenegger hefur tekið að sér að leika aðalhlutverk í mynd hennar, Captive. Myndin er sú fyrsta sem Eva María þróaði sjálf frá grunni en það þýðir að hún valdi handritshöfund til að skrifa handritið frá hugmynd ásamt því að finna fjármagn, leikara og tökulið í myndina. Myndin er byggð á sannri sögu og fjallar um arkitekt, Schwarzenegger, sem býr í Brasilíu og er rænt og haldið í gíslingu í 40 daga. Tökur fara fram á næsta ári og Eva María segist aldrei hafa unnið með jafnmikið fjármagn í einni mynd. Hún hefur úr 30 milljónum dollara að moða í þetta sinn sem hún segir að séu samt fljótir að fara í svona stórri framleiðslu. „Þessi mynd er búin að vera í vinnslu hjá mér lengi og upphaflega átti Robert De Niro að leika aðalhlutverkið. Hann var búinn að vinna með okkur í sex mánuði og þróa karakterinn sinn með okkur," segir Eva María. Því miður gat De Niro ekki tekið að sér hlutverkið og var það umboðsmaður Schwarzeneggers sem hafði samband við Evu Maríu og meðframleiðenda hennar, Michael London, en hann framleiddi myndir á borð við Sideways og Milk. „Kvikmyndaheimurinn er lítill og þegar gott handrit er í boði vita allir af því. Arnold hefur verið mjög umdeildur hérna og skapar ekki endilega jákvæða umræðu um myndina, en Bandaríkjamenn elska endurkomur og þetta verður vonandi endurkoma hans á hvíta tjaldið og fólk fær að sjá hann í nýju ljósi," segir Eva María og bætir við að leikarinn frægi og fyrrverandi ríkisstjóri í Kaliforníu hafi komið mjög vel fyrir í prufunum. „Hann er auðmjúkur í framkomu og hefur greinilega gengið í gegnum erfiða tíma. Hann var líka minni en ég hélt og þetta hlutverk er ekki týpískt fyrir hann," segir Eva María en fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt mikið um aðkomu Schwarzeneggers að myndinni en hann er eini leikarinn sem búið er að staðfesta enn sem komið er. „Já, þetta skapar óneitanlega mikið umtal um myndina sem er ágætt." Eva María er þessa dagana stödd í New York þar sem hún er við tökur á myndinni What Maisie Knew sem skartar þeim Juliönnu Moore og Alexander Skarsgård í aðalhlutverkum. „Þegar við byrjuðum í tökum í sumar var ég viss um að Moore yrði mesta stjarnan en það er sko aldeilis ekki því ljósmyndararnir og pressan hérna láta Alex ekki vera. Hann er greinilega mjög heitur um þessar mundir," segir Eva María hlæjandi og bætir við að það komi samt á óvart hversu jarðbundinn leikarinn er en Skarsgård skaust upp á stjörnuhimininn eftir sjónvarpsþáttaröðina True Blood. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Sjá meira
Arnold kemur í staðinn fyrir Robert De Niro sem upphaflega átti að fara með hlutverk fasteignasalans í Captive.Nordicphotos/Getty „Ég var ekki neitt svakalega spennt þegar nafnið hans kom fyrst upp," segir Eva María Daniels framleiðandi, en enginn annar en Arnold Schwarzenegger hefur tekið að sér að leika aðalhlutverk í mynd hennar, Captive. Myndin er sú fyrsta sem Eva María þróaði sjálf frá grunni en það þýðir að hún valdi handritshöfund til að skrifa handritið frá hugmynd ásamt því að finna fjármagn, leikara og tökulið í myndina. Myndin er byggð á sannri sögu og fjallar um arkitekt, Schwarzenegger, sem býr í Brasilíu og er rænt og haldið í gíslingu í 40 daga. Tökur fara fram á næsta ári og Eva María segist aldrei hafa unnið með jafnmikið fjármagn í einni mynd. Hún hefur úr 30 milljónum dollara að moða í þetta sinn sem hún segir að séu samt fljótir að fara í svona stórri framleiðslu. „Þessi mynd er búin að vera í vinnslu hjá mér lengi og upphaflega átti Robert De Niro að leika aðalhlutverkið. Hann var búinn að vinna með okkur í sex mánuði og þróa karakterinn sinn með okkur," segir Eva María. Því miður gat De Niro ekki tekið að sér hlutverkið og var það umboðsmaður Schwarzeneggers sem hafði samband við Evu Maríu og meðframleiðenda hennar, Michael London, en hann framleiddi myndir á borð við Sideways og Milk. „Kvikmyndaheimurinn er lítill og þegar gott handrit er í boði vita allir af því. Arnold hefur verið mjög umdeildur hérna og skapar ekki endilega jákvæða umræðu um myndina, en Bandaríkjamenn elska endurkomur og þetta verður vonandi endurkoma hans á hvíta tjaldið og fólk fær að sjá hann í nýju ljósi," segir Eva María og bætir við að leikarinn frægi og fyrrverandi ríkisstjóri í Kaliforníu hafi komið mjög vel fyrir í prufunum. „Hann er auðmjúkur í framkomu og hefur greinilega gengið í gegnum erfiða tíma. Hann var líka minni en ég hélt og þetta hlutverk er ekki týpískt fyrir hann," segir Eva María en fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt mikið um aðkomu Schwarzeneggers að myndinni en hann er eini leikarinn sem búið er að staðfesta enn sem komið er. „Já, þetta skapar óneitanlega mikið umtal um myndina sem er ágætt." Eva María er þessa dagana stödd í New York þar sem hún er við tökur á myndinni What Maisie Knew sem skartar þeim Juliönnu Moore og Alexander Skarsgård í aðalhlutverkum. „Þegar við byrjuðum í tökum í sumar var ég viss um að Moore yrði mesta stjarnan en það er sko aldeilis ekki því ljósmyndararnir og pressan hérna láta Alex ekki vera. Hann er greinilega mjög heitur um þessar mundir," segir Eva María hlæjandi og bætir við að það komi samt á óvart hversu jarðbundinn leikarinn er en Skarsgård skaust upp á stjörnuhimininn eftir sjónvarpsþáttaröðina True Blood. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Sjá meira